Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 31

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 31 Velgengni hefur fylgt hjóna- böndunum hjá Terry og Anyu Butler. Arlie Paterson, hefur valið sér konuefni úr bandarískum pönt- unarlista. Fullur eftirvæntingar kemur hann Filippseyja. Arlie gefur henni nú gjafimar sem hann kom með frá Bandaríkjun- um, þar á meðal rauða blúndunáttkjólinn. Síðasta mynd umsvifamikils dags. Brúðhjónin era gefin saman af borgardómara á kínverskum veitinga- stað. hættumar meiri en venjulega. Ólíkt mataræði, vont veður, tungumála- örðugleikar, einmanaleiki, ráðríkir eða óhæfir eiginmenn og yfírþyrm- andi heimþrá getur sett strik í reikninginn. „,Ég þjáðist af hræði- legri heimþrá í tvo mánuði. Það er mjög erfítt að yfirgefa vini sína og íjölskyldu — en ég VARÐ að gera það. Ég vildi betra líf, bæði fyrir mig og son rninn," segir Anya Butl- er. Hún ér 29 ára gömul, fyrrver- andi kennari í Bangkok, með háskólagráðu í sálfræði, nú gift Terry Butler, 46 ára, sem starfar við pökkun í Woking, Surrey. Hjón- in eru með ánægðustu viðskipta- mönnum Charles Black. Butler skýrir frá því að eftir dauða móður sinnar — sem ég hafði annast í 7 ár — var hann á fímm- tugsaldri og ókvæntur. „Ég átti hús, bíl og hafði fasta vinnu — en engan til að deila því með. Ég og kötturinn minn sátum hér einir saman. Mig langaði mikið til að eignast fjölskyldu.“ Hann hafði samband við hjónabandsmiðlun, en komst að því að þær ensku konur sem hann kynntist þar voru annað hvort komnar yfír bameignaaldur eða áttu böm fyrir. „Það besta sem ég í lífí mínu hef gert, er að hafa gifst Anyu,“ segir hann. „Sumir menn vilja bara þjónustustúlku, en á þessu heimili skiptum við öllum störfum jafnt á milli okkar.“ Butler er augsýnilega mjög hug- ulsamur eiginmaður og kaupir inn thailenskan mat og sá strax til þess að nýja eiginkonan kynntist öðrum thailenskum konum í hverfínu. Hann fer einnig reglulega með hana í hof búddatrúarmanna í Wimble- don. Hún er hreykin á svip þegar hún vaggar sex mánaða syni þeirra, William, í svefn. „Allar thailenskar konur halda að evrópskir menn séu sannir herramenn — sér í lagi ef þeir em enskir,“ segir hún. „Þess f Fyrir Evangelinu Flores er Bandaríkjamaðurinn Arlie góð veiði. vegna vilja þær giftast þeim. Eng- land er þróað land. Sonur minn og ég eigum betri framtíð fyrir hönd- um vegna þess að við erum hér.“ Aðrar konur eru ekki jafn heppn- ar. I Skandinavíu eru stjómvöld að hugleiða einhverskonar stöðvun á þessum innflutningi á konum, því fregnir hafa verið af alls kyns mis- notkun á þeim. Tilkynnt hefur verið um misþyrmingar, fangelsun innan veggja heimilis og í nokkrum tilfell- um hefur konan verið notuð til að þjóna kunningjum mannsins til sængur. í Vestur-Þýskalandi hafa margar thailenskar stúlkur neyðst til að starfa í nektarsýningum og vændi vegna þess að eiginmennim- ir eru orðnir leiðir á þeim. í sumum löndum hafa hjónabandsmiðlanir bætt niðurlægjandi setningum í fylgiskjöl þeirra. T.d. „er frábær í Arlie fær nú stundarkorn fyrir sjálfan sig og hug- leiðir framtiðina. Mun hjónabandið blessast? T ástarlífínu". Sú staðreynd að marg- ar miðlanir auglýsa í klámblöðum karlmanna undirstrikar kynferðis- legt hlutverk, og það er yfirleitt alltaf lögð áhersla á þá hlýðni og undirgefni sem stúlkumar eru tald- ar hafa að bera. Ein bandarísk auglýsing notfærði sér karlrembu- óttann við jafnrétti í þjóðfélaginu. „Þreyttur á ofdekmðu, kaldrifjuðu amerísku kvenfólki?" var spurt. „Reyndu þá fallegu, ástheitu senj- orítumar okkar — konur skapaðar til að HLÝÐA manni sínum á ánægjulegan hátt.. . Sendið 3 dollara fyrir lista.“ „Ég held að þetta viðskiptasvið segi okkur jafn mikið um okkar eigið þjóðfélag og þjóðfélagið á Filippseyjum," segir Sue Boume, sem nýverið lauk gerð fræðsluþátt- ar um póstkröfuhjónaband frá Filippseyjum fyrir bresku sjón- varpsstöðina BBC 2. „Margir menn virðast álíta að vestrænar konur séu alltaf að kvarta og skapi þeim vandamál. Og frekar en að reyna að aðlagast breyttu hlutverki kvenna í þjóðfélaginu, em þeir reiðubúnir að ferðast þúsundir kfló- metra og eyða miklu fé í að finna „hefðbundna" eiginkonu“.“ „Á meðan,“ segir hún, „blómstra við- skiptin hjá miðlunum á Filippseyj- um. Konumar bíða beinlínis í röðum," segir hún. „Á Filippseyjum fær maður það á tilfínninguna að hreint og beint ALLT sé til sölu. GENERAL ELECTRIC AVALLT FYRIRLIGGJANDI: Kæliskápar, þvottavélar, þurrkarkar, o.fl. Sérpantanir ef óskaö er. PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.