Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 EIN BORG TVEIR vm tmr A. ■wm Brandenborgarhliðið á mörkum Austur og Vestur Berlínar. Berlín, fyrrum höfuðborg kjörfurstadæmisins Brandenborgar, konungsríkisins Prússlands, sameinuðu þýzku rikjanna, þýzka keisaraveldisins og Þriðja ríkis Hitlers, en nú að hluta höfuðborg Austur Þýzkalands og að hluta ríki eða „land“ í Vestur Þýzkalandi, hefur í ár haldið upp á 750 ára afmæli sitt. Hefur þessara tímamóta verið minnst á margvíslegan hátt í báðum borgarhlutum f rá því snemma á árinu, og standa sum þessara hátíðahalda áfram fram á næsta ár. Ekki er vitað með vissu um upphaf byggðar í Berlín, en elztu heimildir um búsetu þar koma fram í gögnum sem dagsett eru 28. október 1237. Má því segja að afmælið sé einmitt um þessar mundir. Aðdragandann að búsetu í Berlín má að nokkru rekja til hemað- ar Alberts 1. markgreifa af Brandenborg, sem bar viðum- efnið Bjöminn, gegn Vindum austan móta fljótanna Elbu (Sax- elfrar) og Havel um miðja 12. öld. Eftir að Brandenborgarar höfðu lagt undir sig lendur Vinda austur fyrir ána Spree, spmttu upp tvö byggðalög á báðum bökkum Spree. Norðanmegin stóð þorpið Kölln, en andspænis því að sunnan Berlín. Þorpin tvö vom í fyrstu algjörlega aðskilin, en árið 1307 fengu þau sameiginlega bæjarstjóm og lög- sögu. Fljótlega varð ljóst að Kölln og Berlín lágu vel við allri verzlun auk þess sem byggðin á báðum bökkum Spree tryggði ömggar samgöngur yfír fljótið. Með vaxandi viðskiptum jókst þörfín fyrir nánari tengslum við helztu verzlunarborgimar í Séð yfír elzta hluta Berlínar á bökkum árinnar Spree, en þetta borgarhverfi er í Austur Berlín. Til hægri á myndinni er elzta kirkja borkarinnar, kirkja heilags Nikulásar, og hefur hún og hverfið allt verið endurreist úr rústum síðari heimsstyijaldarinnar. Berlín í upphafi byggðar þar. Myndin er senmlega máluð um miðja 13. öld. norðanverðu Þýzkalandi, sem vom í ömm vexti, og gerðust því Kölln og Berlín fljótlega aðilar að Hansa- sambandinu, sem stofnað var seint á 13. öld. Vegna verzlunarsambandanna nutu Kölln og Berlín nokkurrar sér- stöðu innan kjörfurstadæmisins. Þegar síðast afkomandi Alberts 1. féll frá á 14. öld hófust langvar- andi átök um völdin í Brandenburg, og lyktaði þeim ekki fyrr en árið 1415 þegar Hohenzollemættin hafði tryggt sér yfírráð í landinu til frambúðar með valdatöku Frið- riks 1. Frá lokum 15. aldar var Berlín-Kölln aðsetur kjörfursta landsins, og eftir að Leópold 1. keisari hins heilaga rómverska ríkis útnefndi Friðrik kijörfursta 3. fyrsta konung Prússlands árið 1701, sameinaði Friðrik konungur borgimar tvær í eina Berlínarborg, sem jafnframt varð höfuðborg Prússlands. í valdatíð Friðriks fyrsta, sonar hans, Friðriks Vilhjálms 1. og son- arsonar, Friðriks 2., eða Friðriks mikla, tók Berlín miklum stakka- skiptum. Friðrik 1. lét vinna. framtíðar skipulag borgarinnar, og Breiðgatan Unter den Linden í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.