Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 37

Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 37 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélfræðingur með 8 ára sjótíma óskar eftir vinnu í landi. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „V - 4205“ fyrir 15. nóvember. Skrifstofustarf Óskum að ráða starfskraft til almennra skrif- stofustarfa í hlutastarf. Vinsamlegast sendið umsóknir merktar: „O - 6129“ fyrir 6. nóvember á augldeild Mbl. Byggingatækni- fræðingur óskar eftir vinnu. 2ja-3ja ara starfsreynsla. Uppl. eru veittar í síma 91 -41689 á kvöldin. Kirkjuvörður Sóknarnefnd Seljasóknar óskar að ráða kirkjuvörð í fullt starf frá 1. des. Starfið er fólgið í eftirliti og umsjón með kirkju og safn- aðarheimili svo og skipulagningu hins margvíslega starfs, sem fram fer innan kirkj- unnar. Nauðsynlegt er að kirkjuvörður hafi góða umgengnishæfileika og gott viðmót. Umsóknarfrestur er til 20. nóv. Upplýsingar veittar á skrifstofu sóknarprests í síma 71910 og einnig í símum 72617 og 74075. Forritari Tölvufyrirtæki óskar eftir að ráða forritara til forritunar á einkatölvur. Við leitum að manni með reynslu á forritun í dBASE og C. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og eiga gott með að umgangast fólk. Viðfangsefni okkar eru fjölbreytileg. Við sér- hæfum okkur í forritun og tölvuvinnu fyrir heilbrigðisgeirann. í boði eru góð laun og vinnuaðstaða fyrir réttan mann. Lysthafendur skili umsóknum á auglýsinga- deild Mbl. merktum: „MED - 4105“ Vinnurannsóknir -fiskvinnsla Stór fisksölusamtök í Reykjavík vilja ráða starfsmann til starfa að vinnurannsóknum þ.m.t. ákvæðisvinnumálum í frystihúsum víða um land. Starfið er laust strax en hægt er að bíða 1 -2 mánuði eftir réttum manni. Leitað er að aðila með þekkingu og menntun á sviði fiskvinnslu t.d. útgerðartækni. Reynsla eða áhugi á vinnurannsóknum æskilegur. Starfinu fylgja talsverð ferðalög. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 4. nóv. nk. ftTÐNTÍÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Vinnuveitendur stjórnunarstarf Okkur hefur verið falið að hafa milligöngu um starfsskipti 35 ára háskólamenntaðs manns á tæknisviði, sem með störfum sínum í iðnaði hefur aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu. ★ Framleiðslustjórnun. ★ Starfsmannastjórnun. ★ Gæðastjórnun. ★ Samskipti við viðskiptaaðila erlendis. Aðeins störf á Stór-Reykjavíkursvæðinu koma til greina. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ráðgarði. RÁÐGAOJR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Kranavinna Óskum eftir vönum manni til starfa á 30 tonna vökvakrana, tegund Grove 300 LP. Gott kaup hjá traustu fyrirtæki - framtíðar- vinna. Upplýsingar í síma 96-21255 á daginn og á kvöldin og um helgar í síma 96-22461. Möl og sandur hf., Akureyri. Ritari Starfskraftur óskast í hlutastarf. Vinnutími frá kl. 13.00-17.00. Starfssvið: Ritvinnsla, símsvörun, tölvubókhald o.fl. Umsóknir sendast í pósthólf 1338, 121 Reykjavík, fyrir 7. nóvember. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Laufásvegi 40, 101 Reykjavík. Fóstrur/ þroskaþjálfar Skemmtilegt uppeldisstarf býðst í leikskólan- um Arnarborg strax. Um er að ræða 50% starf með 3ja-4ra ára börnum eftir hádegi. Upplýsingar gefur Guðný í síma 73090. Spennandi starf Öflugt framleiðslufyrirtæki á Reykjavíkur- svæðinu óskar að ráða sníðameistara. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og geta hafið störf fljótlega. Góð laun eru í boði fyrir réttan starfskraft. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 3. nóvember merktar: „F — 800“. Öllum umsóknum verður svarað. Starfsfólk Við hjá Málningarverksmiðju Slippfélagsins, Dugguvogi 4, óskum eftir fólki í eftirtalin störf: 1. Tvo starfskrafta fyrir hádegi í átöppun. 2. Tvo starfskrafta allan daginn í hráefnis- blöndun. Nánari upplýsingar í Dugguvogi 4. Slippfélagið í Reykjavik hf., Málningarverksmiðjan. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar - fjölskyldudeild Óskar eftir fósturheimilum fyrir börn 6 ára og eldri. Hjón sem óska eftir að taka barn/börn í fóst- ur til frambúðar eða tilbúin að taka barn/börn í vistun til skemmri tíma geta fengið nánari upplýsingar hjá Helgu Þórólfsdóttur félagsr- áðgjafa í síma 25500 og Áslaugu Ólafsdóttur félagsráðgjafa í síma 685911 eftir hádegi. Viltu starfa erlendis? Fyrirtæki í Þýskalandi, sem selur ferðir til íslands, leitar að traustum starfsmanni frá byrjun næsta árs. Viðkomandi þarf að tala þýsku og hafa reynslu og/eða hafa mikinn áhuga á íslenskri ferðaþjónustu. Snyrtimennska og skipulög vinnubrögð eru talin sjálfsagður hlutur, svo og frumkvæði og sjálfstæði. Jákvæð persóna með góða samskiptahæfi- leika kemur aðeins til greina. Ef þú telur þig hæfa(n) í þetta ^starf og sann- ar það með starfi þínu, þá átt þú góða möguleika á stjórnunarstarfi hjá okkur með viðeigandi launum. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og að sjálfsögðu verður öllum umsóknum svarað. Umsóknir merktar: „FÍ - 263" skulu berast auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtudagskvöld 5. nóv. 1987. Góð aukavinna ★ Vantar þig kvöldvinnu frá kl. 18.00-22.00? Okkur vantar fólk til áskriftarsölu. Góðir tekjumöguleikar fyrir hæfileikaríkt fólk. ★ Upplýsingar gefur Kristján í síma 621880 milli kl. 19.00-22.00 næstu kvöld frá og með mánudegjnum. fl| REYKJKMIKURBORG |f| 'I' Aausiax Stödcvi Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starf vaktstjóra er laust til umsóknar. Sjúkra- liðamenntun áskilin. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 alla virka daga. Ath. Vegna mikillar hreyfingar á vinnumarkaðin- um að undanförnu óskum við að ráða sem fyrst gott fólk til margvíslegra framtíð- arstarfa. Þar á meðal: ★ Bókara til sjálfstæðra starfa hjá góðu fyrirtæki. ★ Álhliða skrifstofumann hjá heildsölufyr- irtæki. ★ Afgreiðslumanneskju hjá góðu prentiðn - aðarfyrirtæki. ★ Alhliða skrifstofumann hjá heildsölu- og þjónustufyrirtæki. Góð laun. ★ Auglýsingateiknara eða mann með svip - aða menntun og reynslu í pappírsumbrot. ★ Góðan umbrotsmann í offsetprentsmiðju. Góð laun. ★ Verkstjóra á vélsmíðaverkstæði. ★ Deildarstjóra í kjötdeild góðrar kjörbúðar. Góð laun. siMSNómm h/i Brynjóffur Jónsson • Nóatún 17 105 Rvik • simi 621315 • AHáöa rádnmgaftjónusta • fyrirtækjasala • Fjarmaiarabgjbf fyrir fyrirtæU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.