Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 41

Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 41
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 41 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vanir sölumenn óskast Um kvöldvinnu er að ræða. Góð laun í boði. Upplýsingar á Vatnsstíg 11 milli kl. 9.00 og 12.00. Auglýsingar Frábært atvinnutilboð fyrir afkastamikinn starfskraft: Auglýsingasala hjá virtu útgáfu- fyrirtæki. Svar óskast sent auglýsingadeild Mbl. merkt: „Auglýsingar — 787“. Blindrabókasafn íslands Aðstoðarmann vantar í tæknideild safnsins. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 686922. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar fundlr — mannfagnaölr Félag austfirskra kvenna Fundur mánudaginn 2. nóvember kl. 20.00 á Hallveigarstöðum. Bingó. Tæknifræðingar - tæknifræðingar Munið síldarkvöld Tæknifræðingafélags ís- lands í Holliday Inn, föstudagskvöldið 6. nóv. 1987 KL. 20.00. Gestur kvöldsins verður Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. Skráning er á skrifstofu félagsins, Lágmúla 7, í síma 31720. Stjórn T. F.í. Borgaraflokkurinn í Reykjavík heldur almennan borgarafund í Glæsibæ miðvikudaginn 4. nóv. nk. og hefst hann kl. 20.30. Formaður flokksins Albert Guðmundsson mun ræð um stjórnmálaviðhorfið og helstu þingmál. Veril velkomin. Borgaraflokkurinn í Reykjavík. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Aðalfundur Kaupmannafélags Vesturlands verður haldinn þriðjudaginn 3. nóvember 1987 í Hótel Akranesi kl. 12.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Kaupmenn Hafið þið hugleitt að flytja vörur ykkar sjálfir til landsins? Nú er tækifærið. Fyrirtæki í Englandi sér um innkaup fyrir ykkur og veit- ir 28 daga greiðslufrest. íslenskur starfsmaður fyrirtækisins er stadd- ur hérlendis og veitir allar upplýsingar á sunnud. milli kl. 13.00 og 11.00 í síma 99-2471. Hitaveita Suðurnesja Breytt símanúmer (92) 1 52 00 Frá 1. nóvember verður skrifstofusími hita- veitunnar 1 52 00 í stað 1 32 00. Sími bilanatilkynninga eróbreyttur, 1 35 36. Viðskiptavinir eru beðnir að færa breytinguna inn í símaskrá. Hitaveita Suðurnesja, Brekkustíg 34-36, 260 Njarðvík. Simi 1 52 00. Launasjóður rithöfunda Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1988 úr Launasjóði rithöfunda sam- kvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. októ -ber 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðing- ar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau ein- vörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðu- blöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1987 til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, Reykjavík. Reykjavík 30. október 1987 Stjórn Launasjóðs rithöfunda. Jörð óskast Hef verið beðinn um að útvega bújörð. Jarð- hita- og veiðiréttindi (lax- eða silungsveiði) æskileg. Fjarlægð frá Reykjavík minni en 400 km. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta jörð. Upplýsingar sendist skrifstofu minni. Árni Vilhjálmsson, hdl., Höfðabakka 9, Reykjavík, s. 68 12 11. Deildartunguætt Á til eintök af Deildartunguætt. Guðrún Þóra, Sími 14126. Stór sumarbústaðalönd íBorgarfirði Til stendur að skipuleggja u.þ.b. 80 hektara kjarrivaxið land á fallegum stað í Borgarfirði með margskonar útivistarmöguleikum. Félagasamtökum, fyrirtækjum og einstakl- ingum er boðið til samstarfs um skipulag og uppbyggingu svæðisins. Fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „G - 2536“. húsnæöi óskai Lagerhúsnæði 200-300 fm. Heildverslun óskar að taka á leigu 200-300 fm snyrtilegt lagerhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Upplýsingar í síma 629044 á skrifstofutíma. Ibúð-hús 3ja manna fjölskylda óskar að taka á leigu raðhús eða sérhæð miðsvæðis eða í Vestur- bænum. Ef ykkur vantar trausta leigjendur vinsamlega hringið þá í síma 23822 eftir kl. 18.00 í dag og næstu daga. íbúð óskast Lyfjaverslun ríkisins óskar hér með eftir 2ja-3ja herbergja íbúð fyrir deildarlyfjafræð- ing. Öruggar greiðslur Staðsetning á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Leigutrygging samkvæmt samkomulagi. Fyllsta reglusemi, góð umgengni. Vinsamlegast hafið samband við fjármála- stjóra í síma 623900. Lyfjaverslun ríkisins. mammm Atvinnuhúsnæði Til leigu er á besta stað við Síðumúla mjög snyrtilegt, nýstandsett 84 fm. húnæði með lofthæð 4,5 m. Sér inngangur, hiti, rafmagn og hreinlætisaðstaða. Húsnæðið gefur mikla möguleika á nýtngu. Hentar vel t.d. fyrir heildsölu. Leitum að áreiðanlegum leigjanda sem gerir kröfu um vel staðsett gott húsnæði. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 5. nóvember nk. merkt: „Gott húsnæði - 3505".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.