Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 46

Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 46
46 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 félk í fréttum GIFTING * Islenskt-bandarískt brúðkaup vekur athygli í New York Dagblöðin í New York vöktu athygli á glæsi- legu brúðkaupi, sem fram fór þann 26. september si. í Ignatius-Loyola kirkjunni sögu- frægu við Park Avenue. Brúðhjónin eru af íslenskum og bandarískum ættum; Kathleen Ann Vouté og Pétur A. Guðmundsson, liðs- foringi í landgönguliði Bandaríkjaflota. Kirkjan var þéttsetin brúðkaupsgestum við brúð- kaupið. Tíu prestar þjónuðu fyrir altari og við altarisgöngu, sem fram fór að kaþólskum sið (fjöl- skylda brúðarinnar er kaþólskrar trúar, en brúðguminn Lúterstrúar). Jóhannes Páll páfi sendi brúðhjónunum skrautritað heillaóska- og blessun- arslcjal, en kardinálinn í New York, O’Conor, sendi heiilaóskir og staðgengil sinn til brúðkaupsins, þar sem hann gat ekki verið viðstaddur sökum anna. Að giftingarathöfninni lokinni héldu brúðkaups- gestimir til brúðkaupsveislunnar sem haldin var í Hotel Pierre, þar sem hátt á fjórða hundrað gesta sátu kvöldverð og dansleik sem stóð til klukkan eitt eftir miðnætti. New York blöðin gátu þess.að brúðkaupið hefðu setið margir af kunnustu frammámönnum New York-borgar á Q'ármálasviðinu og nefndu m.a.: John Gutfreund aðalforstjóra Salomon Brothers, Richard Fay forstjóra Bear Steams, Alfred C. DeCrane Jr. forseta Texaco olíufélagsins, Roger Friedholm aðalframkvæmdastjóra Hearst-sam- steypunnar, Frank A. Bennack Jr. og Henry Kaufman frá Salomon Brothers. Skólabræður Péturs úr liðsforingjaskólanum klæddir viðhafnarbúningum og gyrtir korðum, stóðu heiðursvörð í kirkjunni og í brúðkaupsveisl- unni, þar sem brúðhjónin gengu undir heiðursboga brugðinna branda liðsforingjasveitarinnar, en það er gamall hermannasiður við slík tækifæri. Brúðhjónin ganga út úr kirkjunni að athöfn- inni lokinni. Brúðhjónin ásamt foreldrum og bræðrum brúðgumans, frá vinstri: Bijánn Holly, Barbara, ívar, Kathleen Ann, Pétur, Bruce ívar Guðmundsson og loks Lee Ann, eiginkona Bruce. Brúðhjónin ásamt brúðarmeyj- um og félögum Pétura úr liðsforingjaskólanum. Eldri bróðir brúðgumans, Bijánn Holly Guð- mundsson, sem einnig er liðsforingi í landgöngulið- inu, var svaramaður. Aðrir, sém aðstoðuðu við athöfnina voru skólasystkini brúðarinnar og brúðgumans ásamt þriðja bróður Péturs, Bruce ívari Guðmundssyni. Brúðurin, Kathleen Ann Vouté, er dóttir Mary Jane og Williams J. Vouté, sem er formaður fram- kvæmdastjómar Salomon Brothers, en það er eitt öflugasta fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna í Wall Street. Brúðurin hefur undanfarið stundað laganám við St. John háskólann í New York. Hún lauk námi í hagfræði við Tufts háskólann í Boston og stund- aði framhaldsnám í Englandi. Brúðguminn, Pétur A. Guðmundsson, er sonur hjónanna Barböm og ívars Guðmundssonar, fyrr- verandi aðalræðismanns íslands í New York, en þau hjónin búa nú í Virginia-ríki, skammt utan við Washington. Pétur lauk námi í sagnfræði, með ágætisein- kunn, við Brown háskólann í Providence, 1985. Hann var þá skipaður liðsforingi í landgönguliði Bandaríkjaflota. Hann lauk nýlega sex mánaða siglingu með flotadeild um Kyrrahafíð. Brúðhjónin stunduðu bæði framhaldsnám við Bronxville High School. Bæði hafa þau ferðast víða og hafa meðal annars komið til Islands. Þau verða búsett næsta ár í Carlsbad í Kali- fomíu, en Pétur er staðsettur í Pendeltonherbúðun- um þar sem hann starfar að öiyggismálum en hann á eftir eitt ár af herþjónustunni. Anna ógnar villidýra og liða Burma. öryggi skæru- KÓNGAFOLK Anna ætlar að heilsa upp á villidýr og óða skæruliða Það er hreint ekki auðvelt að hræða Önnu Bretaprinsessu. Hún hefur taugar sem stál og ótt- ast hvorki villidýr né snaróða skæruliða. Til að færa sönnur á þessi stóm orð, ætlar prinsessan 'að fara í heimsókn til Burma. Þar mun hún ferðast í gegnum frum- skóginn sem inniheldur bæði lífshættuleg rándýr og morðóða skæruliða úr stjómarandstöðunni. Það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar. Opinberir talsmenn Burm- Ienskra frumskógaferða hf. hafa tilkynnt að ekki sé nokkur mögu- leiki á að vemda prinsessuna á leið hennar um innviði frumskóganna. En Anna með stáltaugamar lætur þetta að sjálfsögðu sem vind um eyru þjóta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.