Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 47

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 47 Morgunblaðið/Ami Helgason OKKAR MAÐUR Saknaði aldrei bæjar- og* borgarlífs - segir Stefán Halldórsson fyrrverandi vitavörður, sjómaður og eyjabóndi Stykkishólmi. Mestur hluti æfinnar er bundinn sjósókn og fiski,“ segir Stefán Halldórsson, 84 ára, búsettur í Stykkishólmi, þegar fréttaritari tók af honum mynd með Stykkishólmshöfn í baksýn. „Já, ég er fæddur Austfirðing- ur,“ segir Stefán, „fyrstu sporin voru á Hafnamesi við Fáskrúðsfjörð og þá var þar fjölmennt á þess tíma mælikvarða, en nú býr enginn þar. Það var stutt á miðin og var það mikil nauðsyn því áramar og seglin vom einu hjálpartækin til að koma bátnum fram og til baka. Bátamir vom fjögurra til tíu manna far eins og þá var talið. AJlt lið var notað og við vomm ekki gamlir þegar við tókum í árina og hjálpuðum til bæði að beita línuna og eins að gera að fiski. Ég var kominn um tvítugt þegar ég hleypti heimdrag- anum og þá lá leiðin til Vestmanna- eyja. Ég var þar 9 vertíðir. Giftist þar og við eignuðumst einn son, er hefir reynst mér vel, en missti kon- una stuttu síðar. Leiðin lá síðan til Reykjavíkur. Ég kynntist konu þar frá Breiðafírði sem varð síðan lífsfömnautur minn. A Breiðafirði hefir starfsvettvangur minn verið síðan." Fjöldamörg ár bjuggu Gyða og hann í eyjum. Fyrst í Bfldsey frá 1940, síðar í Höskuldsey, sem hann hefír jafnan verið kenndur við, og loks í Elliðaey og á báðum þeim eyjum ráku þau hjónin búskap auk þess sem Stefán var þar vitavörður. „Það var gott að búa í eyjun- um,“ segir Stefán. „Fann aldrei til að sakna bæjar- og borgarlífs. Eyj- amar em heillandi og leitt að þær skuli ekki vera í ábúð lengur." í Stykkishólmi hefir Stefán átt heima seinustu árin og fengist við fiskvinnu meða hægt var. Með bú- skap í eyjum stundaði hann sjó, bæði á vertíðum og eins átti hann lítinn vélbát og var hann notaður. Stefán er nú á dvalarheimilinu, hress í tali eins og áður. Fæst við teikningar enda lista skrifari og hefír marga skrautritun sett á tæki- færisgjafir. COSPER — Það er nóg að hafa þessa tvo. Of margir kokkar eyðileggja matínn. ÁBÓT- SPARIPÍRAMÍTINN HÆKKAR Ef þú sefur ennþá á sparifé þínu þarftu ekki lengur að hugsa þig um hvar þú átt að leggja það inn. Frá og með 21. október hækkuðu vextir Ábótareiknings Útvegsbanka íslands hf upp í tæplega 30%. Ánægjulegar fréttir fyrir ykkur -'ágætu viðskiptavimir, þar sem sparipíramítar ykkar hækkuðu vemlega. ÚTVEGSBANKINN ER ÆTÍÐI TAKT VIÐ TÍMANN Þú getur verið ömgg(ur) með sparifé þitt inni á Ábóta- reikningi. Við reiknum mánaðarlega út vexti af verð- tryggðum og óverðtryggðum sparireikningum, veljum hærri vextina og bætum við 2%. Ábótin er áþreifanleg og það er orð að sönnu. Sparifé þitt fær góða vaxtakippi. STÆKKAÐU PÍRAMÍTANN ÞINN Með því að láta Ábótareikninginn liggja óhreyfðan í 18 mánuði ertu sjálfkrafa komin(n) út í lotusparnað. Miðað við núverandi vexti færðu 31,5% ávöxtun. Verið ömgg með sparifé ykkar, munið að vaxta og verðbólgusveiflur slá okkur hjá Útvegsbankanum ekki út af laginu. Þið fáið alltaf háa vexti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.