Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 18

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/Sverrir Rokk, popp, blús og jass Tónleikaför á fimmtudegi Haukur og Megas á Borginni. Grafík i Duus. Tíbet Tabú i Casablanca. Solid Silver í Hart rokk kaffi. Það heyrast oft raddir sem kvarta yfir því, ekki að ófyrirsynju, að ekki sé til tónleikastaður við hæf i í Reykjavík. Tónlistarmenn láta það þó ekki á sig fá og halda tónleika á þeim stöðum þar sem hægt er að koma inn nokkrum manni. Síðasta fimmtu- dagskvöld voru enda tónleikar á fimm stöðum það sem gaf að líta sex hljómsveitir, sem léku flestar gerðir tónlistar; rokk, popp, blús og jass. Oðru fremur sýnir það gróskuna í tónlistarlífinu í Reykjavík og víst er að ekki er sagt frá einhverj- um af þeim tónleikum sem um kvöldið voru. ITónabæ komu fram Rauðir fletir og Óþekkt andlit, í Hart rokk kaffí Solid Silver, hljómsveit Bobby Harrison, í Casablanca hljómsveitimar E-X og Tíbet Tabú, í Duus Grafík og á Borginni Tríó Guðmundar In- gólfssonar, fyrst eitt sér, en í lokin með Hauki Morthens, Megas og Bubbi Morthens. í Hart rokk kaffí lék hljóm- sveit Bobby Harrison blúsblendið rokk og kynnti efni af væntan- legri plötu Bobbys. Allir hljóð- færaleikarar eru framúrskarandi, en samt sem áður náði sveitin ekki vel saman þetta kvöld og í þeim lögum sem undirritaður heyrði var útkoman á köflum grautarleg. í Casablanca var E-X í miklum ham og kynnti lög af plötu sem Pétur söngvari sveitarinnar lofaði (hótaði?) að út kæmi stuttu eftir áramót. Á eftir E-X kom Tíbet Tabú sem hélt sína fyrstu opin- beru tónleika þetta kvöld. Tíbet Tabú er þétt og þau lög sem undir- ritaður heyrði hengu vel saman en nokkuð skortir á að þau séu eftirminnileg og frumleg. Grafík lék í Duus, eins og áður sagði. Grafík hefur fengið mikla umfjöllun og lofsamlega í fjölmiðl- um, en Duus tónleikamir vom greinilega ekki nægjanlega vel kynntir. Á Hótel Borg var margt um manninn á jass og blús kvöldi tríós Guðmundar Ingólfssonar. Tríóið er afbragðs gott og sveiflan góð. Eftir að tríóið hafði lokið leik sínum, kom fra_m Bubbi Morthens með gítarinn. Á eftir Bubba kom síðan Megas og á eftir Megasi kom tríóið aftur á svið og þá sem undirleikarar fyrir Hauk Mort- hens. Eini hreinræktaði blúsinn sem heyrðist þetta kvöld var frá Bubba, en hann lauk sínum tón- leikaskerf með tveim fyrirtaks blúsum eftir Leadbelly. Ekki var blúsinn þó langt undan hjá tríóinu og Hauki, enda vora þeir að flytja blúsaðan jass. Haukur var fram- úrskarandi, og ekkert venjulegt tríó sem studdi hann. Hann sýndi á sér sínar bestu hliðar og hafði áheyrendur í hendi sér. Þeir vora og vel með á nótunum og þekktu flestöll þau lög sem flutt vora ef marka mátti fagnaðarlæti við upphaf þeirra. í lok tónleikanna bauð Haukur Megasi á svið og sungu þeir saman með sveiflu Lóu litlu á Brú og When the Saints við mikinn fögnuð. Fimmtudagar eru orðnir mikill annatími fyrir þá sem hafa áhuga á tónlist og þrek til að koma sér á tónleikastað. Ekki væri og verra ef þeir sem um tónlist fjalla bijóti odd af oflæti sínu og geri meira af því að fara á tónleika, enda er það þar sem í ljós kemur hvað spunnið er í hijómsveitina eða söngvarann. Ekki er öllum hljóm- sveitum lagið að leika á tónleikum og þar skilur á milli þeirra hljóm- sveita sem eitthvað er spunnið f og hinna sem lifa og deyja í hljóð- ven' Árni Matthfasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.