Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/Sverrir Rokk, popp, blús og jass Tónleikaför á fimmtudegi Haukur og Megas á Borginni. Grafík i Duus. Tíbet Tabú i Casablanca. Solid Silver í Hart rokk kaffi. Það heyrast oft raddir sem kvarta yfir því, ekki að ófyrirsynju, að ekki sé til tónleikastaður við hæf i í Reykjavík. Tónlistarmenn láta það þó ekki á sig fá og halda tónleika á þeim stöðum þar sem hægt er að koma inn nokkrum manni. Síðasta fimmtu- dagskvöld voru enda tónleikar á fimm stöðum það sem gaf að líta sex hljómsveitir, sem léku flestar gerðir tónlistar; rokk, popp, blús og jass. Oðru fremur sýnir það gróskuna í tónlistarlífinu í Reykjavík og víst er að ekki er sagt frá einhverj- um af þeim tónleikum sem um kvöldið voru. ITónabæ komu fram Rauðir fletir og Óþekkt andlit, í Hart rokk kaffí Solid Silver, hljómsveit Bobby Harrison, í Casablanca hljómsveitimar E-X og Tíbet Tabú, í Duus Grafík og á Borginni Tríó Guðmundar In- gólfssonar, fyrst eitt sér, en í lokin með Hauki Morthens, Megas og Bubbi Morthens. í Hart rokk kaffí lék hljóm- sveit Bobby Harrison blúsblendið rokk og kynnti efni af væntan- legri plötu Bobbys. Allir hljóð- færaleikarar eru framúrskarandi, en samt sem áður náði sveitin ekki vel saman þetta kvöld og í þeim lögum sem undirritaður heyrði var útkoman á köflum grautarleg. í Casablanca var E-X í miklum ham og kynnti lög af plötu sem Pétur söngvari sveitarinnar lofaði (hótaði?) að út kæmi stuttu eftir áramót. Á eftir E-X kom Tíbet Tabú sem hélt sína fyrstu opin- beru tónleika þetta kvöld. Tíbet Tabú er þétt og þau lög sem undir- ritaður heyrði hengu vel saman en nokkuð skortir á að þau séu eftirminnileg og frumleg. Grafík lék í Duus, eins og áður sagði. Grafík hefur fengið mikla umfjöllun og lofsamlega í fjölmiðl- um, en Duus tónleikamir vom greinilega ekki nægjanlega vel kynntir. Á Hótel Borg var margt um manninn á jass og blús kvöldi tríós Guðmundar Ingólfssonar. Tríóið er afbragðs gott og sveiflan góð. Eftir að tríóið hafði lokið leik sínum, kom fra_m Bubbi Morthens með gítarinn. Á eftir Bubba kom síðan Megas og á eftir Megasi kom tríóið aftur á svið og þá sem undirleikarar fyrir Hauk Mort- hens. Eini hreinræktaði blúsinn sem heyrðist þetta kvöld var frá Bubba, en hann lauk sínum tón- leikaskerf með tveim fyrirtaks blúsum eftir Leadbelly. Ekki var blúsinn þó langt undan hjá tríóinu og Hauki, enda vora þeir að flytja blúsaðan jass. Haukur var fram- úrskarandi, og ekkert venjulegt tríó sem studdi hann. Hann sýndi á sér sínar bestu hliðar og hafði áheyrendur í hendi sér. Þeir vora og vel með á nótunum og þekktu flestöll þau lög sem flutt vora ef marka mátti fagnaðarlæti við upphaf þeirra. í lok tónleikanna bauð Haukur Megasi á svið og sungu þeir saman með sveiflu Lóu litlu á Brú og When the Saints við mikinn fögnuð. Fimmtudagar eru orðnir mikill annatími fyrir þá sem hafa áhuga á tónlist og þrek til að koma sér á tónleikastað. Ekki væri og verra ef þeir sem um tónlist fjalla bijóti odd af oflæti sínu og geri meira af því að fara á tónleika, enda er það þar sem í ljós kemur hvað spunnið er í hijómsveitina eða söngvarann. Ekki er öllum hljóm- sveitum lagið að leika á tónleikum og þar skilur á milli þeirra hljóm- sveita sem eitthvað er spunnið f og hinna sem lifa og deyja í hljóð- ven' Árni Matthfasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.