Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 268. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norrænar kirkjur: Tíu þúsund biblíur til Rússlands Stokkhólmi, Reuter. TILKYNNT var í Stokkhólmi í gær að kirkjur á Norðurlöndum hefðu ákveðið að senda 10.000 biblíur til Sovétríkjanna. Verður þetta í fyrsta skipti í 40 ár sem rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni er heimilað að þiggja biblíur að gjöf erlendis frá. Að sögn tals- manns stofnunar í Stokkhólmi, sem hefur biblíuþýðingar með höndum, hafa hinar ýmsu kirkjur á Norður- löndum fjármagnað gjöfina. Um 30 milljónir manna tilheyra rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hafa kirkjuleiðtogar hennar minnst á það í samtölum við erlenda þjóð- höfðingja að biblíur skorti sárlega þar sem stjómvöld í Sovétríkjunum gefí þær út í mjög takmörkuðu upplagi. Biblíur ganga hins vegar kaupum og sölum á svörtum mark- aði. Reuter Gieorge Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna (t.v.), og hinn sovéski starfsbróðir hans, Eduard She- vardnadze, brosa breitt að loknum viðræðum þeirra í Genf i gær. Samkomulag um útrýmingu meðal- og skammdrægra flauga í höfn: Reagan telur víst að sátt- málinn verði staðfestur Genf, Denver, Brussel, Moskvu, Reuter. Utanrikisráðherrar risaveld- anna skýrðu frá því í Genf i gær að samkomulag hefði náðst um alla þætti sáttmála um uppræt- ingu meðaldrægra og skamm- drægra kjarnorkuflauga á landi. Ronald Reagan Bandarikjafor- seti, sem staddur var í Denver í Bandaríkjunum, fagnaði þessum tíðindum og kvaðst sannfærður um að sáttmálinn hlyti staðfest- ingu öldungadeildar Bandarikja- þings. Sex ár eru liðin frá þvi að Reagan kynnti fyrst „núll- lausnina“ svonefndu og bauð að hætt yrði við uppsetningu banda- riskra kjamorkuflauga í Evrópu gegn því að Sovétmenn fjar- lægðu meðaldrægar flaugar sem þeir hófu að setja upp árið 1977. Utanríkisráðherrar risaveldanna, þeir Eduard Shevardnadze og Ge- orge Shultz, skýrðu frá því í gær að öll ágreiningsefni varðandi sam- komulagið hefðu verið leyst og gætu embættismenn stórveldanna nú hafið vinnu við að samræma orðalag sáttmálans, sem er rúmlega 100 blaðsíðna langur. Ágreiningur- inn varðaði einkum eftirlitsþátt samkomulagsins og var af þeim sökum ákveðið að þeir Shultz og Shevardnadze hittust í Genf. Ekki var greint frá því efnislega hvemig eftirlitinu yrði háttað. Samkomu- lagið verður undirritað í Washing- ton í bytjun næsta mánaðar er Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi kemur þangað til fundar við Reagan Bandaríkjaforseta. Reagan forseti var spurður hvort hann byggist við því að sáttmálinn hlyti staðfestingu öldungadeildar Bandaríkjaþings og kvaðst hann sannfærður um það tækist. Öld- ungadeildin þarf að leggja blessun sína yfir samkomulagið og hafa sérfræðingar sagt að það kunni að ganga treglega. Hefur verið vísað til þess að þingmenn neituðu að staðfesta SÁLT II-samkomulagið um takmörkun langdrægra kjarn- orkuvopna, sem þáverandi leiðtogar stórveldanna undirrituðu árið 1979. Reagan bætti því við, að þeir Gorbatsjov myndu ræða fækkun langdrægra kjamorkuflauga á leið- togafundinum í Washington en kvaðst ekki búast við að unnt yrði að ganga frá samningi þar að lút- andi á þeim fundi. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði það sérlega ánægjulegt að samkomulagið skyldi nú vera í höfn. Að þessu marki hefði bandalagið stefnt og nú væri ljóst að afstaða Bandaríkjastjómar í viðræðunum við Sovétmenn hefði skilað árangri. Shultz heldur til Bmssel í dag, miðvikudag, og mun hann skýra fulltrúum NATO-ríkja frá niðurstöðum viðræðnanna. Interpol: Varað við kókaín- „innrás“ í Evrópu Nissa, Reuter. KÓKAIN virðist ætla að taka við af heróíni sem algengasta eiturlyf í Vestur-Evrópu. Kom þetta í gær fram hjá hátt- settum starfsmanni Interpol, Alþjóðalögregl- unnar, en að undanförnu hefur borist þangað mik- ið af kókaíni frá Suður- Ameríku. „Kókaínmartröðin bíður okkar Evrópumanna á næsta leiti. Bandaríkjamarkaður er mettaður og kólombískir eit- ursalar reyna með öllum ráðum að koma sér fyrir hér í álfunni," sagði Paul Higdon, jrfírmaður eiturlyfjadeildar Interpol, í viðtali við Reutér- fréttastofuna. Higdon sagði, að kókaín hefði streymt til Evrópu frá árinu 1983 en nú mætti búast við meiriháttar „innrás" þrátt fyrir aukið samstarf eitur- lyfjalögreglunnar í ýmsum löndum. Nýlega var lagt hald á 300 kíló af kókaíni og árleg- ur afrakstur hefur 1000-fald- ast frá árinu 1970. Þá voru 1,3 kíló gerð upptæk en 1,4 tonn í fyrra. „Kókaínneyslan eykst hröðum skrefum en heróín- notkunin minnkar," sagði Higdon á ársfundi Interpol, sem 142 þjóðir eiga aðild að, og varaði jafnframt við and- varaleysi í þessum efnum. Flóðá Markús- artorg- inu Vatn huldi gjör- vallt Markúsar- torgið í Feneyjum á Italíu í gær vegna þess að sjávarfalla gætti óvenju mikið. Flóðið mældist rúmir 125 senti- metrar. Bjöllu- tuminn gnæfír yfir torginu og í bakgrunni getur að líta Markúsar- kirkjuna. Reuter Ráðstefna um mengun í Norðursjó: Bretaprins veitist að löndum sínum London, Reuter. TVEGGJA daga ráðstefna um mengun í Norðursjó hófst í gær í London i Bretlandi. Karl Bretaprins flutti ávarp af þessu tilefni og veittist hann harkalega að löndum sínum og öðrum þeim þjóðum sem mengað hafa þetta hafsvæði með losun úrgangs. þetta. Karl Bretaprins sagði í ávarpi sínu að fyrir lægju sannanir fyrir því að úrgangi og skolpi væri linnu- laust dælt út í Norðursjó og kvað hann litlu máli skipta þótt ekki væri unnt að vísa til vísindalegra mælinga í þessu efni. Ljóst væri að lífríki sjávarins væri ógnað með þessu framferði. „Það er með öllu tilgangslaust að benda á eitthvert eitt ríki og segja að það sé mesti mengunarvaldurinn. Við erum öll ábyrg," sagði Karl Bretaprins. Ráðstefnuna sitja umhverfis- málaráðherrar þeirra ríkja sem liggja að Norðursjó auk fulltrúa frá framkvæmdanefnd Evrópubanda- lagsins. Bretar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að dæla einir þjóða hreinsuðu skolpi út í Norðursjó auk þess sem þeir hafa lagst gegn því að settar verði hertar reglur um losun úrgangsefna. Talsmenn breska umhverfismálaráðuneytisins hafa sagt að úrgangi verði áfram dælt í Norðursjó þar til unnt verður að sanna með vísindalegum rökum að úrgangsefnin ógni lífríki sjávar. Vilja Bretar að komið verði á fót sérstöku ráði til að leggja mat á Sjá einnig „Óþekktur þorsksjúk- dómur . . .“ á miðopnu blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.