Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 35 Starrager Á aðra milljón starra voru taldar vera í þessu fuglageri. Myndin var tekin í þorpinu Saint-Maudan í norðausturhluta Frakklands á laugadag. Fuglarnir hafa haldið til i nágrenni þorpsins að undanf- örnu og valdið miklu ónæði því þeir hafa verið óvenju háværir. Þá hafa þeir einnig valdið upp- skerutjóni. Þegar þeir renndu sér yfir þorpið var eins og ský hefði verið dregið fyrir sólu. Reuter FRÁ-JAPAN Erum með á lager flestar stærðir af kúlulegum frá japanska fyrirtækinu Nachi. Höfum einnig hjóla- og kúplingslegur í margar gerðir japanskra bíla. Mjög hagstætt verð. nmuiMiMi1 HÓFÐABAKKA 9 REYKJAVIK SIMI 685656 og 84530 Bretland: Rannsókmr á fóstr- um nauðsynlegar til að vinna bug á erfðasjúkdómum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NY tækni við að leita erfðagalla gæti komist í gagnið, að því er sérfræðingar telja, ef leyfðar yrðu áframhaldandi rannsóknir á fóstrum. Robert Winston, forstöðumaður ófrjósemisdeildar Hammersmith- sjúkrahússins í London, sagði um helgina, að þessi aðferð fælist í að einangra og skoða eina frumu í tveggja daga gömlu fóstri. Aðferðin ætti að geta komið í veg fyrir fóst- ureyðingar seint á meðgöngu eftir rannsóknir þá. Þegar búið væri að uppgötva gallann væri hægt að setja nýjan litning í stað þess, sem væri gallaður. Erfðagallar koma í ljós í tveimur til fimm prósentum allra barna, sem fæðast lifandi, og þeir eru orsök 40-50% alls barna- dauða. Robert Winston sagði, að erfða- sjúkdómar væru ein af stærstu ráðgátum erfðafræðinnar og það væri Iífsnauðsynlegt, að unnt væri að rannsaka þá í fóstrum. Næstkomandi fimmtudag munu stjómvöld gefa út skýrslu , sem í eru ráðleggingar og byggð er á Wamock-skýrslunni svonefndu, sem kom út 1984 og fjallaði um rannsóknir á fóstmm og ftjóvganir. I henni var lagt til, að heimilaðar yrðu rannsóknir á fóstmm allt að fjórtán daga gömlum. Sú tillaga olli miklum deilum á sínum tíma. í desember á síðasta ári sögðu stjómvöld, að settar yrðu fram ólík- ar tillögur um þetta efni í skýrsl- unni. Sumar fæm eftir Wamock- skýrslunni, aðrar eftir fmmvarpi Enochs Powells, þáverandi þing- manns, sem kvað á um, að allar rannsóknir á fóstmm yrðu bannað- ar, nema þær yrðu því fóstri til góðs, sem tilraunin væri gerð á. Núverandi reglur, sem allar við- komandi rannsóknastofur hafa gengist undir sjálfviljugar, segja, að ekki megi hrófla við fijóvguðu eggi, áður en því er komið fyrir í legi móður. Robert Winston sagði, að rann- sóknir sínar væm ekki gegn vilja yfirvalda og heldur ekki gegn gild- andi reglum, því að minni hætta fylgdi þessu rannsóknum en þegar fijóvguð egg væm fryst. Engin rök hnigju að því, að rannsóknimar gætu skaðað fóstrin. Hann sagði einnig, að rannsóknimar gætu reynst mikilvægar fyrir meðferð vegna ófrjósemi og aukið líkur á, að það tækist að koma fijóvguðu egg> fyrir í legi móður, en sú að- gerð heppnast ekki nærri alltaf. Einnig gætu rannsóknimar varpað ljósi á fósturlát ög nýjar aðferðir við getnaðarvamir. Brazilía: Brizola fylgis- mestur forseta- frambjóðenda Sao Paulo, Reuter. LEONEL Brizola, sem vill að Brazilíumenn hætti að borga vexti af erlendum lánum sinum, nýtur mests stuðnings frambjóð- enda í forsetakosningum, sem verða í Braziliu eftir ár, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun. Skoðanakönnunin var gerð á vegum blaðsins Folha de Sao Paulo í höfuðborgum 10 ríkja Brazilíu. Samkvæmt henni styðja 15% kjós- enda Brizola, en hann er formaður Lýðræðislega verkamannaflokksins (PDT). Hann er fylgismikill í heima- héraði sínu, Rio Grande do sul, og í Rio de Janeiro. Milljónamæringurinn Antonio Ermirio de Moraes, frambjóðandi Brazilíska Verkamannaflokksins (PTB), sem er hægrisinnaður mið- flokkur, kom næstur á eftir Brizola með 13% fylgi. Stærsti flokkur landsins, Lýð- ræðisflokkur Brazilíu (PMDB), hefur enn ekki útnefnt frambjóð- anda sinn, en samkvæmt könnun- inni nýtur þingmaðurinn Mario Covas frá Sao Paulo, mest fylgis flokksmanna hugsanlegra fram- bjóðenda flokksins, eða 11%. Málarar - málarar Sérstakur kynningarafsláttur til málara út nóvember á BETT, MILLTEX og VITRETEX Kynnið ykkur kjörin. Málningarver ksmiðj a Slippf élagsins, Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 91-84255. •Vuuinasjoh; uinie.s.sen Sól á heimsenda Saga eftir Matthías Johannessen Enn leggur Matthías á nýjar leiðir og sendir frá sér allanga sögu. Hvemig tekst ljóðskáldinu upp við sagnagerð? \bók góð bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.