Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 54 Minning: Ester Sigh vatsdóttír frá Ragnheiðarstöðum Fædd 30. maí 1931 Dáin 15. nóvember 1987 Við mættumst í söng, en morgunsins fyrsti þeyr fór mjúklega um heimafjöll. Og sveitin fékk annað yfirbragð þennan dag, var orðin að tónahöll. Og hvert okkar átti sinn eigin boga og streng með ólíkan hreim og lag. Þinn var jafnan sterkur, bjartur og fijáls og stef þitt með gieðibrag. Þótt heimti nú duft þitt héðan hin nakta jörð til hvfldar í moldarsæng mun léttfleygur andi svifinn í sólarátt á söngvanna Ijósa væng. (Jónas Tiyggvason) Þegar við, félagamir í Ames- ingakómum í Reykjavík, komum saman til æfinga í haust var eitt sætið 5 fremstu röðinni autt. Ester Sighvatsdóttir lá í sjúkrahúsi og barðist við þann sjúkdóm, sem að lokum varð henni sterkari. Hún andaðist í Landspítalanum sunnu- daginn 15. nóvember sl. langt fyrir aldur fram. Ester var ein af stofnendum Ar- nesingakórsins í Reykjavík og starfaði nær óslitið í honum þau tuttugu ár sem hann hefur starfað. Þegar við nú kveðjum Ester sækja minningamar á — ljúfsárar, en góðar — eftir margra ára samstarf. í júní síðastliðnum tóku Ester og Kristján bóndi hennar á móti okkur og fjölskyldum okkar í Galtalækjar- skógi. „Þið þurfíð ekki að óttast veðrið. Það er alltaf gott veður þama upp frá hjá okkur,“ sagði Ester, og það varð orð að sönnu. Og Ester tók þátt í öllu með okk- ur, þótt ekki gengi hún heil til skógar, og engan renndi grun í hinn alvarlega sjúkdóm sem var að búa um sig. Þama eyddum við saman yndislegri helgi við söng, göngu- ferðir, leiki og dans. „Þetta verðum við að endurtaka fljótt aftur," kvað við úr öllum áttum þegar við kvödd- umst síðdegis á sunnudegi í Galta- lækjarskógi. En mennimir áætla en Guð ræður. Við viljum þakka Ester fyrir allt. Hún hafði svo mikið að gefa með þeirri léttu lund og jákvæða lífsvið- horfi sem hún hafði í svo ríkum mæli. Við vottum Kristjáni og öðmm aðstandendum samúð okkar. Félagar í Amesingakómum í Reykjavík í dag kveðjum við elskulega tengdamóður okkar, sem lést í Landspítalanum eftir nokkurra mánaða baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Hún hafði alla tíð verið mjög heilsuhraust, þess vegna er erfitt að sætta sig við það að á svona stuttum tíma sé þessi sjúkdómur búinn að draga hana til dauða. Þrátt fyrir þetta erfiða stríð og mikla álag lét hún aldrei bugast heldur hélt sinni rósemd, sem var svo einkenn- andi fyrir hana. Undir lokin, þegar hún vissi hvert stefndi, var það hún sem styrkti sína nánustu. Tengdamamma hafði létta lund og var félagslynd. Hún var ein af stofnfélögum Ámesingakórsins og var virkur félagi hin síðustu ár og hafði af því mikla ánægju þar sem hún var mjög söngelsk kona. Henni var margt til lista lagt og ber saumaskapur hennar og hannyrðir því fagurt vitni. Ester hafði mikla ánægju af úti- veru og var mikið austur í Galta- lækjarskógi á sumrin, þar sem hún naut sín til fullnustu með alla §öl- skylduna í kringum sig, og eigum við öll ljúfar og skemmtilegar minn- ingar þaðan. Við söknum hennar öll sárt og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Það er okkur hugg- un að vita að nú líður henni vel. Við viljum þakka starfsfólki á deild 14G og blóðskilunardeild Landspítalans, fyrir alla þá góðu og hlýju umönnun sem það veitti henni og þann stuðning sem það veitti okkur aðstandendum á erfið- um stundum. Við kveðjum hana með þessum línum. Þegar endar mitt strið og sú upp rennur tíð, að ég eilífðarströndum skal ná. Jesúm auga mitt sér, og um eilífð ég er mínum ástkæra Frelsara hjá. (Göte Anderson) Edda Guðmundsdóttir Ingibjörg Hjaltadóttir Ingigerður Sigmundsdóttir í dag kveðjum við ástkæra vin- konu, Ester Sighvatsdóttur. Hún hefur haldið yfir í aðra og betri veröld, þar sem hún getur hvflst, eftir að hafa barist við erfiðan sjúk- dóm frá því í sumar. Ester fæddist í Ártúnum á Rang- árvöllum 30. maí 1931. Foreldrar hennar voru Kristín Árnadóttir frá Odda á Rangárvöllum og Sighvatur Andrésson frá Hemlu í Vestur- Landeyjum. Átta ára gömul fluttist hún með fjölskyldunni að Ragn- heiðarstöðum í Flóa. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í torfbæ, en að tveimur árum liðnum var íjölskyld- an flutt í nýtt og glæsilegt hús sem stendur þar enn. Á Ragnheiðarstöðum átti Ester mjög góða æsku, í stórum hópi glað- lyndra systkina og góðra vina. Minningar frá þessum tíma eru baðaðar í ljóma. Heimilislífið var með mjög sérstökum blæ. í baðstof- unni lá háöldruð amma sem kenndi bömunum meðal annars að lesa og fylgdist með þegar slegið var upp balli í baðstofunni, en það var ekki óalgengt á þeim bæ. Þegar gestir komu í heimsókn var alltaf sungið, alltaf búinn til kór, og helst átti að syngja margraddað. Þama skemmtu sér saman ungir og aldn- ir við söng og dans. Og æ síðan einkennir það hvers kyns samkomur í fjölskyldunni að fólk syngur. Ein- hver sest við píanóið og fer að spila og fyrr en varir eru systkinin og afkomendur þeirra komin að hljóð- færinu og farin að syngja. Systkinin á Ragnheiðarstöðum gengu í farskóla, sem var til húsa í stofunni á Fljótshólum, næsta bæ við Ragnheiðarstaði. Þar var kennt í hálfan mánuð í senn, allan dag- inn, og svo var hálfsmánaðar frí. Kennari bamanna var Guðmundur Frímannsson. Hann hafði unun af kennslunni og hafði sérstakt lag á því að laða fram það besta í hveiju bami. Sérstaka rækt lagði hann við sönginn og myndlistina. Lét hann bömin syngja mikið og spilaði sjálf- ur undir á fíðlu. Oftar er einu sinni kom það vfst fyrir að þau gleymdu sér og sungu alveg frá hádegi og fram úr. Ekki er hægt að tala um Ester án þess að minnast á Engjarósim- ar. I skólanum vom þijár systur frá Ragnheiðarstöðum og þijár frá Fljótshólum. Þær létu sér ekki nægja að syngja í skólanum og heima í baðstofunni, en fóru að æfa saman og syngja opinberlega. Fyrst komu þær fram á skemmtun hjá nýstofnaðri stúku og síðar á skemmtunum ungmennafélagsins og á böllum í sveitinni. Þegar svo var komið þurfti að gefa sextettin- um nafn og þá urðu Engjarósimar til. Engjarósir sungu saman lengi og þó að þær hafi svo farið að hugsa um böm og bú var gítarinn alltaf tekinn fram þegar þær hitt- ust. Og þegar ungmennafélagið var 70 ára voru þær beðnar að rifja t Nafna mín og frænka, VALGERDUR KRISTINSDÓTTIR, áður Hverfisgötu 66, lést 24. nóvember. Fyrir hönd aöstandenda. Valgeröur Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HAFSTEINN ÓLAFSSON, Esklhlfð 33, veröur jarösunginn fró Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Steinunn Lilja Sigurbjörnsdóttir, Hafþór Jóhannsson, Kristján Tryggvason, Agnar Árnason, Sigþór Guðmundsson, Steinn Halldórsson, Kristín Siggeirsdóttir, Ólafur Magnússon, Brynja Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Grétar Hafsteinsson, Aðalheiður Hafsteinsdóttir, Jóna Hafsteinsdóttir, Hulda Hafsteinsdóttir, Lilja Hafsteinsdóttir, Guðlaug Hafsteinsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Guðbjörg Hafsteinsdóttir, Atii Hafsteinsson, t Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS MAGNÚSSONAR, Tunguvegi3, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóökirkjunni ( Hafnarfiröi fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Kristín Þorleifsdóttir, Bjarni Hauksson, Gyða Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Þráinn Hauksson, Hulda Hauksdóttir og fjölskyldur. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, ESTER SIGHVATSDÓTTIR, Blöndubakka 3, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. nóvem- ber kl. 13.30. Kristján Jónsson, María Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Sighvatur Kristjánsson, Ingigerður Sigmundsdóttir, Helgi Kristjánsson, Edda Guðmundsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaöir, tengdafaöir, afi og lang- afi, PÁLMI SVEINSSON, Eyjabakka 3, verður jarösunginn föstudaginn 27. nóvember frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Guölaug Magnúsdóttir, Guðrún Konný Pálmadóttir, Jón Markússon, Þorvaldur Pálmason, Konráð Breiðfjörð Pálmason, Halldór Bjarni Pálmason, Sveinn Grjétar Pálmason, Þorsteinn Guðmundsson, Sigrfður Einarsdóttir, Marín Sigurgeirsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Þórunn Ósk Ástþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t PÁLL GUÐMUNDSSON frá Höfða, í Kirkjuhvammshreppi, lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 22. nóvember. Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju i Miöfiröi, föstudaginn 27. nóvember kl. 14.00. Ferð veröurfrá Umferðarmiðstööinni í Reykjavík sama dag kl. 9.00. Herdfs Sturiudóttir, Guðmundur Már Sigurðsson, Ragnhlldur Karlsdóttir. upp gömul kynni og syngja sem þær og gerðu og höfðu mikla ánægju af sjálfar. Ester hafði alltaf mikið jmdi af því að syngja. Fyrir tuttugu árum tók hún þátt í því að stofna Ámes- ingakórinn í Reykjavík og nýlega var henni færður silfurskjöldur fyr- ir að hafa starfað með kómum nær samfellt frá upphafi. Á unglingsámm sínum vann Est- er á vetuma á saumastofu föður- bróður síns, Andrésar Andréssonar, klæðskera í Reykjavík. Um tvítugt fór hún í Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað með vinkonu sinni af næsta bæ. Þær stöllur völdu Hall- ormsstað vegna þess að þær langaði að fara eitthvað sem þær hefðu ekki farið áður, þær vildu skoða heiminn. Á Hallormsstað var Ester vinsæl þó að hún hafi haft þann starfa að vekja hinar stúlkumar, hringja skólabjöllunni, og mun henni aldrei hafa skeikað í því starfi frekar en öðm. Veturinn eftir dvölina á Hall- ormsstað vann hún ýmist á saumastofunni eða á heimili Andr- ésar og heimili Fríðu, dóttur hans. Þar var hún þegar hún kynntist Kristjáni Jónssyni frá Akureyri. Ester og Kristján gengu svo í hjóna- band 14. mars 1954 á afmælisdegi Sighvats, föður Esterar. Kristján og Ester eignuðust fjög- ur böm. Þau em: Jón, kvæntur Ingibjörgu Hjaltadóttur, Sighvatur, kvæntur Ingigerði Sigmundsdóttur, Helgi, kvæntur Eddu Guðmunds- dóttur, og María, sem nú er átján ára og er enn í heimahúsum. Ester og Kristján stofnuðu heim- ili við Langholtsveg, en leigðu síðar íbúð með systur Esterar og manni hennar í Miðstræti og oft heyrði ég þær systur, mömmu og Ester, rifja upp gömlu, góðu dagana í Miðstrætinu. Árið 1957 fluttu þau svo á Hringbraut 97 og þaðan eiga margir góðar minningar. Þau bjuggu á efstu hæð í frekar lítilli íbúð á mælikvarða nútímans, en ekki man ég samt eftir öðm en að alltaf hafi verið nóg pláss. Það var ekki fyrr en seinna að ég gerði mér grein fyrir að þarna hlýtur að hafa verið þröngt, með þijár kraftmikla stráka á skemmtilegum aldri. Samt var alltaf nægt gistiiými fyrir utan- bæjarfólkið, systurina af Suðumesj- um og fjölskyldu hennar. Ég man hvað mér fannst gaman að fá að gista hjá Ester. Ég man eftir kojun- um, niðnum frá umferðinni á Hringbrautinni, en umfram allt hlýjunni sem alltaf streymdi frá Ester, og lífinu og fjörinu sem allt- af _var í kringum hana. í ársbyijun 1970 fluttu Ester og Kristján í íbúð sem þau byggðu á Blöndubakka 3 í Breiðholti og þar hafa þau búið síðan. Ester vann lengst af við húsmóð- urstörf og bamauppeldi og seinni árin vann hún einnig utan heimilis, mikið við saumaskap en einnig var hún um tíma aðstoðarfóstra á dag- vistarheimilinu Amarborg í Breið- holti. Ester hafði unun af útiveru og ferðalögum. Mér em minnisstæðar allar útilegumar, sem við fórum í saman, fjölskyldumar tvær. Ég man eftir hvíta tjaldinu, sem Ester hafði alltaf með, það var matartjald — eða réttara sagt. kaffitjald. Og ég sé þær fyrir mér, Ester og mömmu, að fá sér kaffi og spjalla saman og hlæja. Já, þær gátu svo oft hlegið saman og höfðu þann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.