Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Fréttir úr lausu lofti: DAG TANGEN, CIA, RÍKISÚTVARPIÐ OG STEFÁN JÓHANN FRÉTTIR Ríkisútvarpsins og sjónvarpsins um Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum forsœtisráðherra, og bandarísku Ieyni- þjónustuna hafa verið mjög til umræðu undanfarna daga. Hér verður rakið hvernig útvarp og sjónvarp fjölluðu um þetta mál í fréttatímum sínum og I þættinum Dagskrá sem útvarp- að er síðdegis á Rás tvö. Stefán Jóhann Stefánsson Náin og persónuleg tengsl Fréttafluttningur Ríkisútvarps- ins af tengslum Stefáns Jóhanns Stefánssonar við leyniþjónustu Bandaríkjanna, hófst mánudaginn 9. nóvember með pistli Jóns Einars Guðjónssonar, fréttaritara út- varpsins í Noregi. Pistill Jóns Einars er á þessa leið, með inn- gangi fréttaþular: „Dag Tangen, norskur sagn- fræðingur sem hefur dvalist 3 ár í Bandaríkjunum við rannsóknir á tengslum bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA og Norðmanna, segir að leyniþjónustan hafi haft náið samband við Stefán Jóhann Stef- ánsson, sem var forsætisráðherra 1947-49. Tangen hefur komist yfir leyniskýrslur um vamir íslands sem bandaríska leyniþjónustan gerði fyrir Truman Bandaríkjafor- íieta undir lok fimmta áratugarins. Dag Tangen segir í viðtali við itéttaritara útvarps í dag að eng- inn vafí leiki á að menn innan bandarísku lejmiþjónustunnar hafi liaft náin persónuleg tengsl við Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum forsætisráðherra. Tangen segir það koma fram í þeirri skýrslu, sem hann hafí nú undir höndum, að Bandaríkjamenn hafí óttast mjög að Sovétmenn hertækju ísland. Af skýrslunni má ætla að leyni- þjónustumennimir hafí verið á taugum, þegar þeir komust að því að íslenska lögreglan var óvopnuð, sagði Tangen í dag og bætti við: Leyniþjónustan taldi því brýna nauðsyn á að bandarískir hermenn yrðu sendir til íslands til að vera til aðstoðar ef til átaka kæmi. Dag Tangen komst yfír þessa leyniskýrslu fyrir tilviljun. Hann hefur um þriggja ára skeið unnið í Bandaríkjunum að rannsóknum á tengslum bandarísku leyniþjón- ustunnar við Norðmenn og þá sérstaklega við verkalýðsforystuna og Verkamannaflokkinn. Tangen segir að vestra sé mjög erfítt að fá aðgang að skýrslum sem varði öryggismál fslands. Hann segir að Bandaríkjamenn gæti engra upp- lýsinga jafn vel og þeirra sem varði öiyggismál íslands. Ástæðuna tel- ur hann vafalítið mikilvægi íslands fyrir Bandaríkin. Við hugsanlega árás á Sovétríkin voru Bandaríkja- menn algjörlega háðir því_ að geta millilent á Grænlandi og íslandi. ísland var Bandaríkjamönnum lífsnauðsynlegt, segir Tangen. í skýrslum sem hann hefur rannsak- að í Washington kemur fram að bandaríski herinn hélt miklar her- æfíngar á Suðurskautslandinu. Þetta var gert til að búa hermenn- ina undir stríð á Grænlandi, en ríkisstjóm Danmerkur hafði bann- að heræfingar þar. Bandaríkja- menn óttuðust að Sovétmenn hefðu áform um að hertaka Suð- austur - Grænland og loka sigl- ingaleiðinni milli Islands og Grænlands með kafbátum." Mjögf náín og óvenjuleg samvinna Næsta pistli Jóns Einars var útvarpað í hádegisfréttum daginn eftir, þriðjudaginn 10. nóvember: „í skjölum úr skjalasafni Banda- ríkjaforseta kemur fram að Stefán Jóhann Stefánsson, sem var for- sætisráðherra á árunum 1947-49 og formaður Alþýðuflokksins 1938-52, hafí hitt sendiherra Bandaríkjanna og starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar, CLA, reglulega að máli árið 1948. Þeir skiptust á upplýsingum sem st.röng leynd hvíldi yfír. Af leyniskýrslunni sem er úr skjalasafni Harry Truman Banda- ríkjaforseta kemur fram að í lok fímmta áratugarins ræddu banda- ríski sendiherrann á íslandi og yfirmaður leyniþjónustudeildar sendiráðsins reglulega við Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráð- herra. í skjalinu segir að sam- vinnan hafí verið mjög náin. Norski sagnfræðingurinn Dag Tangen, sem nú hefur afrit af þessu skjali, segir að þetta orðalag bendi til að á fundunum hafí menn skipst á upplýsingum sem ströng leynd hvíldi yfir. Stefán Jóhann Stefáns- son tók við embætti forsætisráð- herra í febrúar 1947 og gegndi því fram til desember 1949. Þessi samvinna Bandaríkja- manna við forsætisráðherra Is- lands var mjög óvenjuleg. í öðrum löndum Vestur Evrópu höfðu Bandaríkjamenn fyrst og fremst samband við utanríkisráðherrann eða landvamaráðherrann, sagði Dag Tangen þegar ég hitti hann að máli í morgun og fékk að sjá hluta af þeim leyniskjölum sem hann komst yfír á meðan hann dvaldi í Bandaríkjunum við rann- sóknir á samstarfí þarlendrar leyniþjónustu við norska verka- lýðsforystu. Leyniskýrslur þær sem sem Dag Tangen hefur um ísland eru rúmlega tíu síður og ítarlegar. Stefán Jóhann sammála Þjóðaröryggisráðinu í skýrslu sem Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna sendi Truman for- seta eftir annan fund sinn kemur fram að rætt var um hættuna á að íslenskir kommúnistar kæmust til valda með byltingu. Þetta vandamál var vegið og metið og ráðið taldi að hættan á byltingu hefði verið meiri upp úr 1940. Þá er einnig bent á að Sovétmenn líti raunhæfum augum á landfræði- lega stöðu íslands og að ráðamenn í Sovétríkjunum geri sér grein fyr- ir að þeir séu ekki megnugir að liðsinna kommúnistum á íslandi. í skýrslunni segir ráðið að þrátt fyr- ir þessar staðreyndir geti Banda- ríkjastjóm ekki útilokað að til byltingar komi, annaðhvort af eig- in hvötum íslenskra kommúnista, til dæmis vegna innlendra atburða, eða eftir fyrirmælum frá Kreml. Dag Tangen minnir á það ástand, sem ríkti eftir síðari heims- styrjöld. Ráðamenn óttuðust þá nýja styijöld og Bandaríkjamenn gerðu allt til að tryggja sinn hlut í Vestur Evrópu. ísland var í sér- stöðu, ekki aðeins landfræðilega heldur og vegna þess að þar var enginn her og lögreglan óvopnuð. Því var ekki hægt að beita her né lögreglu gegn hugsanlegri bylt- ingu kommúnista. Þess vegna mælti bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisráðið með því að sendar yrðu bandarískar hersveitir til íslands, segir Dag Tangen. í skýrslunum kemur ekki beinlínis fram að Stefán Jóhann Stefánsson hafí lagt þetta til, en af sam- henginu má ráða að hann hafí verið á sama máli." Eltingarleikur við Tangen í þættinum Dagskrá sem út- varpað var sama dag, þriðjudaginn 10. nóvember, ræddu Stefán Jón Hafstein einn umsjónarmanna þáttarins og Már Jónsson frétta- maður útvarpsins við Jón Einar Guðjónsson fréttaritara og Þorleif Friðriksson. Hluti þáttarins var endurtekinn í kvöldfréttum. í byijun þáttarins lýsir Jón Ein- ar því hvemig hann hafí komist í samband við Dag Tangen: „Af- hjúpanir Dag Tangens hafa verið aðalfréttaefni norskra fjölmiðla í dag og í gær. Og í hádegisfréttun- um í norska útvarpinu í gær (9. nóvember, sama dag og fyrstu fréttinni af ummælum Tangens var útvarpað. Athugasemd Morgun- blaðsins.) þá gat hann þess í framhjáhlaupi að hann hefði undir höndum athyglisverð skjöl um ís- land. Og eftir töluverðan eltingar- leik hafði ég upp á honum, en Tangen fer huldu höfði héma f höfuðborginni." Líkt og ef Alþýðuflokk- urinn hefði njósnað fyrir Bandaríkjamenn? í þættinum ræðir Jón Einar einnig staðhæfíngar Dag Tangens um að forystumenn norskra verka- lýðshrejrfinga hafí þegið fé hjá bandarísku leyniþjónustunni til að koma í veg fyrir áhrif kommúnista í stjómmálum lansins árin eftir síðari heimsstyijöldina. Síðan spyr Stefán Jón Hafstein: „Mig langar til að spyija þig, rétt til að við skiljum hvað þetta er mikilvægt pólitískt. Er þetta eitthvað í líkingu við það til dæm- is ef upp hefði komist um það að Alþýðuflokkurinn hefði njósnað um félaga í Sósíalistaflokknum og lát- ið Bandaríkjamenn hafa upplýsing- ar um félaga þar. Er þetta eitthvað í líkingu við það?“ Jón Einar Guðjónsson svarar: „Já, þetta var mjög góð Iíking og það er líka rétt að geta þess að þessi njósnastarfsemi leiddi til þess að kommúnistum var bolað úr embættum í verkalýðshreyfing- unni og lfka til að koma í veg fyrir að kommúnistar kæmust til valda og áhrifa innan norsku verkalýðs- hreyfíngarinnar. . . Einlægir fundir Stefán Jón Hafstein spyn „En hvemig er það með skýrslumar í Washington um Stefán Jóhann? Hvað segir þar nákvæmlega um hann og þá fundina við Bandaríkja- menn hér?“ Svan „Það kemur fram að í lok fímmta áratugarins ræddu banda- ríski sendiherrann og fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar á íslandi reglulega við Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra og í skýrslunni kemur ekki fram hvað rætt var nákvæmlega, en augljóst er að þama var skipst á mikilvæg- um upplýsingum. Dag Tangen bendir á að í skýrsl- unni sé sagt að þetta séu einlægir fundir og á máli sérfróðra manna þýðir þetta víst að yfír þeim upplýs- ingum sem fari á milli manna hvíli mikil lejmd. Tangen sagði, þegar ég ræddi við hann núna í dag, að þetta samband væri mjög óvenju- legt, þetta samband á milli Bandaríkjamanna og Stefáns Jó- hanns Stefánssonar. í flestum tilfellum, sem hann þekkir til, hefðu sendimenn Bandaríkjanna haft samband við utanríkisráð- herra og landvamaráðherra. Skýringuna á þessu nána sam- bandi á milli Stefáns Jóhanns og Bandaríkjamanna er kannski að fínna áður en Stefán Jóhann sett- ist í forsætisráðherrastólinn 1947, sagði Tangen. Og hann segir að það sé mjög athyglisvert hversu góðan og greiðan aðgang Banda- ríkjamenn hefðu haft að forsætis- ráðherra íslands á þessum árum.“ Kemur Þorleifi ekki á óvart Stefán Jón Hafstein og Már Jónsson ræddu einnig við Þörleif Friðriksson, sem hefur rannsakað fjárhagsleg tengsl Alþýðuflokksins við skoðanabræður á Norðurlönd- um og víðar. Hann er fyrst spurður: „Þorleifur, kemur það þér á óvart að Stefán Jóhann, formaður Alþýðuflokksins, skuli hafa setið fundi með sendiherra Banda- ríkjanna og starfsmanni banda- rísku leyniþjónustunnar á meðan hann var forsætisráðherra árin 1947-49? Þorleifur svarar: „Nei, það er ómögulegt að segja að það komi mér á óvart. Þetta sýnir náttúru- lega sem fyrr hefur komið fram að ísland er ekki eyja og hefur ekki verið eyja um langt skeið, nema landfréeðilega. Það hefur verið í mjög nánum tengslum við pólitískar væringar, sem hafa átt sér stað erlendis, og einmitt þetta, sem hér hefur verið til umræðu, hef ég sjálfur rekist á í mínum rannsóknum. Það er ljóst, að Stefán Jóhann hafði náin samskipti við banda- ríska sendiherrann hér á landi. Hann er ráðherra, fer með utanrík- ismál í þjóðstjóminni 1939-42 og einmitt það ár, þegar Bandarílqa- menn koma hingað, er hann utanríkisráðherra, fer með ut- anríkismálin. Hann er forsætisráð- herra 1947-49 og 1948-49 er hann í mjög tíðum bréfaskiptum við for- sætisráðherra Dana, Hans Hed- toft, þar sem þeir ræða mögulega aðild að NATO og þá segir einmitt Stefán Jóhann frá þessum tíðu við- ræðum sínum við þessa bandarísku sendimenn. Og hann gerir grein fyrir þessu í bók sinni Æviminn- ingum, þannig að þetta er í sjálfu sér ekki neitt sem kemur mér á óvart." Ótti Stefáns Jóhanns við kommúnista Már Jónsson spyr Þorleif: „Það kemur fram í þessari skýrslu, sem Dag Tangen hefur fundið eða dreg- ið upp, að Þjóðaröryggisráðið leggur það til við forsetann 1948, að vegna möguleika á byltingu kommúnista hér á landi verði send- ur her til landsins og það kemur þarna fram nokkur ótti við kom- múnista og Stefán Jóhann var haldinn þessum ótta líka og fleiri. Var þessi ótti við kommúnista mik- ill á þessum árum?“ Þorleifur svarar þessu þannig: „Á liðnum áratugum, sem sé fram að stríði, hafði barátta sósíaldemó- krata og kommúnista verið feiki- lega hörð... Hins vegar breytir hún um form, og ef til vill að nokkru lejrti um innihald, því að hún tekur í æ ríkari mæli mið af átökum stór- veldanna. Með öðrum orðum að mismunandi afstaða til utanríkis- mála verður miðpunktur átakanna. Og hins vegar leiðir stigmögnun átakanna milli austurs og vesturs til þess að stórveldin gerast æ af- skiptasamari um innanríkismál annarra landa. Hvað varðar bar- áttu sósíaldemókrata og kommún- ista brejrtist hún því á þann veg, að fleiri aðilar verða þátttakendur í þessari baráttu. Hin andkomm- úníska barátta lítur forystu heils heimsveldis, sem dælir íjármagni í stríðshijáðan heim, einmitt til að ná fram pólitískum markmiðum, og þar var ísland ekki undanskil- ið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.