Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 17 Þorsteinn frá Hamri. A fomeskjuslóðum Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Þorsteinn frá Hamri: ÆTTERN- ISSTAPI OG ÁTJÁN VER- MENN. Þættir. Tákn 1987. Þættimir í Ættemisstapa og átján vermönnum vom upphaflega fluttir í útvarpi, en hefur nú verið safnað í bók sem að mestu má flokka undir þjóðlegan fróðleik. Það em reyndar ekki svo margar bækur af þessu tagi nú fyrir jólin og er af sem áður var þegar slíkar bækur vom mjög áber- andi. í fleiri en einum skilningi heldur Þorsteinn frá Hamri sig á fomeskju- slóðum, vettvangur hans „mestan part gamall og grár“ eins og hann kemst sjálfur að orði í Formálsorð- um. Aðföng hans em mörg: íslend- ingasögur, Fomaldarsögur Norðurlanda, þjóðsögur, sagnaþætt- ir, dómabækur, annálar, ættfræðirit og síðast en ekki síst skáldskapur eftir skáld frá fyrri öldum til samtímaskálda. í höndum Þorsteins frá Hamri verður þetta eftirtektar- verð blanda. Hann raðar efninu saman af smekkvísi og leggur sitt til mála, en gætir við það hófs. Lesendur Þorsteins frá Hamri kannast við sum minnin úr hans eig- in ljóðum og skáldsögum, enda sækir hann yrkisefni sín jöfnum höndum til fortíðar og nútíðar. Allir em þættimir læsilegir. En þó hlýtur maður að gera upp á milli þeirra. Ég nefni meðal þeirra bestu Ættemisstapa, Ungan sagnaþul, Sigurð Breiðflörð og hundinn Pand- ór, Ásu Hrútaij'arðarkross og Fagurgalið blakar blítt. Þátturinn um Sigurð Breiðfjörð er beinlínis vöm fyrir skáldið sem löngum hefur verið borið þungum sökum. Og í þættinum um Guðmund Bergþórsson rímnaskáld og örkumla- mann á Amarstapa er leitast við að sýna að skáldið fór ekki alltaf hefð- bundnar slóðir rímnaskáldskaparins í kvæðum sínum. í Tóukvæði sem Þorsteinn vitnar til er litið um kenn- ingar, ljóðmálið yfirleitt eðlilegt, eins og mælt af munni fram. Þorsteinn segist ekki vera ólíkur öðmm að því leyti að hugur sinn dvelji við efni sem sé „mun eldra og mun yngra". í framhaldi af þessu skrifar hann: „Við megum ætíð gæta okkar á vissri myrkfælni við að renna augun- um þangað sem einu sinni var land með dálítið öðmvísi lífi, þó ekki væri til annars en að fræðast um tungu- tak, skoða skáldamálið, njóta þess að reika um troðna stigu þess og villuvegina ekki síður, götuslóða sem einu sinni þóttu varla ofraun skyn- ugu barni að rata." Þorsteinn frá Hamri er í senn unnandi ævintýra og þjóðsagna eins og vel kemur fram í Ættemisstapa og átján vermönnum. En hann skoð- ar þjóðsögumar stundum í gagnrýnu ljósi og gerir töluvert af því að bera saman texta sama efnis eftir ýmsa fræðimenn. Þetta einkennir til dæm- is þættina um Hólamannahögg og Selkollu. Þorsteinn nefnir á fleiri stöðum dæmi um hvemig allt rennur saman í eina bendu, fomar sagnir og nýjar, hvemig skáldskapurinn verður að veruleika og veruleikinn að skáldskap. Hugmyndaflug alþýðu hjálpar ekki síður til þess en ritsnilld góðra sagnamanna. Það þarf varla að taka fram að Ættemisstapi og átján vermenn er hollur lestur vegna þess m.a. hve málfar er vandað og víða kjammikið. Frágangur bókarinnar er góður og ljósmyndimar ekki til skaða. Flugleiðir: Þátttaka í bókunarkerfi flugfélaga í athugun FORRÁÐAMENN Flugleiða ihuga nú þátttöku í sameiginlegu bókunarkerfi flugfélaga. Tvö slík tölvukerfi koma til greina, Galileo, sem níu flugfélög standa að, og Amadeus, sem fjögur fé- lög stofnuðu. Þessum tölvukerfum er ætlað að auðvelda ferðalöngum að skipu- leggja ferðir sínar, til dæmis með því að panta bílaleigubíla og leik- húsmiða um leið og flugfar er pantað. Forsvarsmenn Flugleiða hafa rætt við aðstandendur Galileo og Amadeus-kerfanna, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kerfið verður fyrir valinu. Að Galileo-kerfinu standa flugfé- lögin British Airways, British Caledonian Group, Austrian Air- lines, Alitalia, KLM í Hollandi, United Airlines í Bandarílq'unum, Swissair, Aer Lingus í írlandi og TAP Air í Portúgal. Amadeus- kerfinu var komið á fót af Air France, Lufthansa, SAS og spánska fyrirtækinu Iberia. í sumar var gerð tilraun til koma á samstarfi þessara tveggja aðila, en það tókst ekki. Dr. Ólafur Grétar Guðmundsson: Doktorsritgerð um ónæmiskerfi augnanna Alec Gamer, MRCP, FRCPath Uni- versity of London. Athöfninni stjóm- aði prófessor Ásmundur Brekkan deildarforseti læknadeildar, en vöm- in fór fram í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Ritgerð Ólafs fjallar um grund- vallarrannsóknir á ónæmiskerfi augnanna. Luku báðir andmælendur sérlegu lofsorði á ritgerðina og rann- sóknarvinnuna. ÓLAFUR Grétar Guðmundsson varði doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla íslands síðastliðinn laugardag. Heiti rit- gerðarinnar er „Immunologic Aspects of of the Lacrimal Gland and Tears“. Andmælendur við doktorsvömina af hálfu læknadeildar vom prófessor Helgi Valdimarsson og prófessor dr. PELSINN * HQ (hlgh quallty) kerfl * Þráölaus fjarstýrlng * 4 þátta/14 daga upptökumlnnl * 12 ráslr * Hraðupptaka * Rakavarnarkerfl (Dew) * SJálfvlrk bakspólun FJölhæft mlnnl 34.900.5, Vörumarkaðurinn J KRINGLUNNI 5:685440 GLÆSILEGT ÚRVAL fniaf vo^"'akomu fyrstu sendingar FUNAI myndbandstækja til íslands bjóðum við sérstakt kynningarverð á takmörkuðu magni af VHS Funai VCR 5400 flfofgtiiiHafctto Metsölublað á hverjum degi! 85 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.