Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Sovétríkin: Begun fær fararleyfi en f ör hans enn tafin 16 ára bið senn á enda? Moskvu, Reuter. SOVESKI gyðingurinn og and- ófsmaðurinn Jósif Begun fékk í gær vegabréfsáritun frá Sov- étríkjunum eftir 16 ára bið, en fjölskylda hans sagði að hún væri eigi að siður ekki á förum til ísraels. Sagði Boris sonur hans að sér hefði verið boðin vegabréfsáritun, en beiðni hans um að fá að vera sovéskur þegn áfram hefði verið hafnað. Tjáði hann fréttamönnum að þar til sá vandi hefði verið leystur færi fjölskyldan ekki frá Moskvu. Jósif Begun, sem er 54 ára gam- all, var sleppt úr fangelsi í febrúar síðastliðnum eftir að sérstök náðun hafði borist úr Kremlarmúrum. Honum var upphaflega leyft að fara úr landi í septamber, en var sagt að sonur hans fengi ekki að fara úr landi nema að fengnu samþykki tengdaforeldra sinna. Jósif neitar að fara til ísrael án sonar síns. í gær var Jósif kvaddur á skrif- stofu OVIR, sem hefur það með höndum að gefa út vegabréfsáritan- ir. Var honum sagt að ákveðið hefði verið að Borís þyrfti ekki að fá umrætt leyfi tengdaforeldra sinna. Þegar Jósif kom frá skrifstofunni var hann hins vegar bara með þijú vegabréf — sitt eigið, konu sinnar, Innu, og móður. Embættismenn OVIR höfðu boð- ið Borís, konu og tveimur börnum vegabréfsáritun með því skilyrði að hann afsalaði sér ríkisborgararétti. Því hafnaði hann. „Ég vil vera so- véskur þegn til þess að eiga auðveldar með að ferðast heim og heimsækja ættingja," sagði Borís. Fari hann úr landi mun hann skilja Reuter Jósif Begun með vegabréfsárit- anirnar. móður sína (konu Jósifs af fyrra hjónabandi) eftir, sem og tengda- foreldra, þá sem neituðu að veita samþykki sitt fyrir brottförinni. „Ég fer ekki án sonar míns,“ sagði Jósif og fór ekki dult með að langri baráttu hans væri ekki lokið, þó svo að vonir stæðu til að hún tæki enda í gærmorgun. Vega- bréfsáritun Beguns gildir til 8. desember og er tekið fram að ekki sé hægt að framlengja hana. Begun sagði í gær að gyðingar væru þeir einu, sem sviptir væru ríkisborgararétti þegar þeir fengju fararleyfi frá Sovétríkjunum. „Þetta er enn eitt dæmið um hvem- ig þjóð mín er misrétti beitt,“ sagði hann. Hann bætti við að meðan Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, sleppti þekktum andófsmönnum eins og sjálfum sér væru þúsundir sovéskra gyðinga, sem biðu þess án árangurs að komast til fyrir- heitna landsins, ísraels. Veruleg’ skatt- svik í Noregi Óaló. Reuter. NORÐMENN, sem stynja undan þungum sköttum, skjóta rúmlega 10 milljörðum nkr., 58 milljörð- um isl. kr., undan skatti á hverju ári. Willy Ovesen, ríkisskattsjóri, sagði í viðtali við blaðið Aftenpost- en, að hann teldi, að helmingur skattundandráttarins væri fólginn í aukavinnu, sem ekki væri gefin upp til skatts, en í Noregi renna annars tveir þriðju teknanna fyrir slíka vinnu beint til ríkisins. Lægsta skattþrepið í Noregi er rúmlega 30% og þar að auki eru óbeinir skattar miklir. Kostar nú sígarettupakkinn 30 nkr. eða 174 ísl. kr. Heimsins sjaldséðasti R,'u,"r hryggleysingi Gæslumaður í dýragarðinum í Lundúnum gætir fágætasta hrygg- leysingja veraldar. Snigillinn, sem lifir á Moorea-eyju í Frönsku Pólýnesíu (skammt frá Tahiti), er frægur vegna hlutverks hans við að varpa ljósi á þróunarsöguna. Þessi snigill er af einni af sjö tegundum Moorea-snigla og eru aðeins til sjö fullorðnir snigl- ar af þessari tegund í heiminum. Aðgerðir eru hafnar í Bretlandi, Bandaríkjunum og Astralíu til að fjölga sniglunum. V ínarráðstef nan: 16. skák einvígisins: Kasparov gaf skákina Staðan nú jöfn Sevilla; Reuter. GARRI Kasparov, heims- meistari í skák, gaf 16. skák sína gegn áskorandanum, Anatolíj Karpov, í gær. Kasparov hefur nú tapað forystunni í einvígi þeirra Karpovs. Eftir 15 fyrstu skák- imar hafði Kasparov forystuna, 8-7, en nú er staðan jöfn 8-8. Deilur um mannréttinda- mál tefja fyrir lokaskjali Vín, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DEILUR um mannréttindi tefja nú fyrir framvindu mála á Vínar- ráðstefnunni um öryggi og samvinnu i Evrópu. Lokadegi hennar hefur þegar verið frestað frá júlí 1987 fram í nóvember- lok, en ekki sér fyrir endann á henni enn. Viðræður um öryggis- og viðskiptamál hafa gengið vel, þótt lokasamþykktir liggi ekki fyrir, en viðræðum um mannrétt- indamál hefur lítið miðað áfram undanfarna tvo mánuði. Fimmtán ár em liðin frá því haf- inn var undirbúningur að Helsinki- ráðstefnunni, sem lauk með undirritun Helsinki-yfirlýsingarinn- ar árið 1975. Fulltrúar nokkurra þátttökuríkja litu yfir farinn veg af því tilefni í síðustu viku. Warren Zimmermann, sendiherra Banda- ríkjanna, kvað upp neikvæðan dóm um ástandið í Vín í ræðu sinni. Hann sagði að óánægja innan og utan ráðstefnunnar færi stöðugt vaxandi af því að fulltrúum land- anna 35 hefði ekki tekist að ná samkomulagi um eitt einasta mikil- vægt atriði í sambandi við mann- réttindi og mannúðarmál. „Hvemig getum við fullyrt að þessi ráðstefna hafí bætt mannréttindi á einhvern hátt ef við getum ekki einu sinni komist að samkomulagi um ákveð- inn afgreiðslufrest á brottfararárit- unum fyrir fólk sem óskar eftir að heimsækja dauðvona ættingja er- lendis?" spurði Zimmermann. Sovétmenn hafa ávallt lagt meiri áherslu á öryggismál í framhalds- 1 NÝI ÍSLENSKI HABITAT MYNDALISTINN ER KOMINN l----------------------------------i | Vinsamlegast sendið mér fslenska HABITAT myndalistann. i NAFN X HEIMILi I_________________________I HABITAT ER HEIMIUSVERSLUN viðræðum á gmndvelli Helsinki- sáttmálans en mannréttindamál. Vesturlandaþjóðimar vilja hins veg- ar ekki samþykkja umbætur í öryggismálum án þess að árangur náist einnig í mannréttindamálum. Þær krefjast þess að Austur-Evró- puríkin standi við það sem þau samþykktu í Helsinki-sáttmálanum og auki athafna- og trúfrelsi íbúa sinna. Sovétmenn vilja ólmir halda sér- staka mannréttindaráðstefnu í Moskvu. Ríkisstjórnir Vesturlanda hafa enn ekki samþykkt það. Full- trúar þeirra vilja fá ófrávíkjanlega tryggingu fyrir því að ráðstefnan verði haldin í anda Helsinkisáttmál- ans og áhugamanna- og þrýstihóp- ar um mannréttindamál fái að fylgjast með henni áður en þau samþykkja að sækja hana. Sovét- menn hafa ekki uppfyllt þessar kröfur Vesturlanda, en vilja ekkert gefa eftir í mannréttindamálum fyrr en Vesturlönd leggja blessun sína yfir ráðstefnu í Moskvu. Beðið leiðtogafundar Róbert T. Árnason, sendiráðu- nautur í íslenska utanríkisráðuneyt- inu situr undirbúningsfundi um viðræður um takmörkun hefðbund- inna vopna í Vín og Vínarráðstefn- una um þessar mundir. Hann sagði að margir vonuðust til að leiðtoga- fundur stórveldanna í Washington í næsta mánuði myndi hafa það í för með sér að andrúmsloftið á ráð- stefnunni batnaði og starfið yrði auðveldara. „Það er pólitískur þrýstingur á fulltrúunum hér að ljúka ekki ráðstefnunni án þess að ganga frá lokaskjali,“ sagði Róbert. „Spumingin er hversu mikils virði það verður, hvort við náum raun- verulegum árangri eða ekki. Ég býst við að samkomulag um að halda aðra Stokkhólmsráðstefnu um öryggismál náist á næsta ári en það á eftir að koma í ljós hveiju við náum fram í mannréttindamál- um. Helsinki-sáttmálinn opnaði leið til að ná fram umbótum í mannúð- armálum og það hefur sýnt sig að það er hægt að hafa áhrif á stefnu Sovétríkjanna í gegnum hann. Þró- unin frá ráðstefnunni í Helsinki hefur því síður en svo verið til einsk- is. Hið jákvæðasta í sambandi við hana er kannski það að ekkert að- ildarlandanna hefur dregið sig í hlé og þau hlýða hér oft á óvægna gagnrýni nágrannaþjóða sinna.“ Lundúnir: Þjófur skot- inn til bana Lundúnum, Reuter. VOPNAÐUR maður var skotinn til bana og annar særður í skot- bardaga milli lögreglu og búðarræningja í Lundúnum i fyrradag. Lögreglumaður særð- ist á fæti í bardaganum. Vopnaðir lögreglumenn sem voru á vakt við verslanir í úthverfinu Woolwich, í suðausturhluta Lund- úna, urðu vitni að því er þrír menn komu útúr verslun með illa fengið fé og eltu þá á bifreið. Skammt frá versluninni tókst lögreglunni að stöðva för þjófanna sem reyndu að komast undan og skutu að lögregl- unni. Einn þjófanna var skotinn til bana, einn þeirra særðist en sá þriðji meiddist ekki. Lögreglumaður fékk skot í fótlegg í bardaganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.