Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 15 Rokkstjörnur Békmenntir Jenna Jensdóttir Liz Berry Er þetta ást? Þýðandi Jón Ásgeir Sigurðsson Iðunn 1987 Ekki er ósennilegt að sú spuming er felst í nafni sögunnar brenni á vörum þeirra sem lesa hana af áhuga og innlifun í efnið. 17 ára gömul stúlka Cathy Harlow flækist óvart inn í líf tveggja frægra rokkstjama og verður á vissan hátt fómardýr ann- ars þeirra. Cathy er falleg stúlka. Hún er nemandi á listasviði í fjölbrauta- skóla, en á framundan skólavist í listmenntaskóla í London næsta vetur vegna óvenju mikilla hæfi- leika á myndlistarsviði. (Paul Devlin) Dev, heimsfræg rokkstjama, gítarleikari í heims- frægri hljómsveit „Esay Connecti- on“ hefur keypt gamalt sveitasetur í þeirri vissu að þar geti hann slapp- að af undir öruggu eftirliti lögregl- unnar, sem á að gæta þess að engir óviðkomandi ónáði hann. Cathy sem komist hefur inn á landareignina í leit að fallegu um- hverfi til að mála, er saklaus af allri vitneskju um hina frægu stjömu, þar til hún er flutt með valdi af Dev og vini hans heim á sveitasetrið. Þeir legga engan trúnað á sak- leysi hennar — telja ömggt að hún sé ein af þessum „mellum" sem svífast einskis til að komast í tæri við stjömumar. Þeir koma fram við Cathy í samræmi við það. Og í stað þess að deila henni með sér verður hún Dev að bráð. Hið botnlausa djúp örvæntingar sem Cathy hefur nú sokkið í verður engum kunnugt nema mágkonu hennar — sem lofar að þegja. Málið er margflókið — Jim bróð- ir Cathy er lögregluþjónn, sem sýnist hafa brugðist skyldu sinni í ströngu eftirliti. Cathy heldur til náms í list- menntaskólanum í London. Þar skiptir hún fljótlega um heimili þeg- ar hún kemst að því að Dev, sem er orðinn hrifinn af henni, leitar hana uppi. Hann er vanur því að fá allt sem hann gimist. Henni tekst að dyljast um hríð í sambýli með nokkrum nemendum úr skólanum. Það em góðir félagar sem þurfa að hafa fyrir daglegu brauði jafnhliða ströngu námi. Þar kynnist hún Nick og þau nálgast hvort annað f djúpstæðri vináttu. Dev og vinir hans birtast þar dag nokkum og gera sig eins heima- komna og þeim sýnist. Cathy er ófrísk og Dev ákveður kirkjubrúðkaup án samráðs við hana. Öll barátta hennar fyrir frelsi og sjálfstæði er vonlaus. Hún á í raun engan að sem megnar að hjálpa henni. Auðæfi og frægð er það eina sem gildir — og af því að Dev hefur það sín megin ræður hann — nánast án fyrirhafnar. Tilfinningaleg átök em hressileg í sögunni og reynt að leiða lesanda inn í tvo ólíka heima listarinnar — annars vegar rokksins og hins veg- ar myndlistarinnar. Kannski vakir fyrir höfundi að sanna það að frægð, peningar og fíkniefni séu staðreynd í heimi „stjamanna". Og því verði spuming hvort ástin sé þar nema stundarfyr- irbrigði — aðeins eftirsóknarverð ef torsótt er að njóta hennar. Ég get trúað því að þessi saga verði vinsæl meðal þeirra sem hafa áhuga á stjömum og stjömuhljóm- sveitum. Hún er þó alténd dálitið spennandi. n Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Sýningar- bíll ástaðnum. ★ Hagstæð kjör ★ 25% útborgun ★ Eftirstöðvar lánaðar í allt að 2V2 ár Ath.: Gengi dollars hefur ekki verið lægra síðan fyrir gengis- fellingu 1984. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202 1988 AEG RYKSUGANA FULLU... VAMPYR 406 ryksugan frá AEG er 1000 W og því sérlega kraftmikil, hún er með stillanlegum sogkrafti, inndreginni snúru og snúningsbarka, svo fátteitt sé nefnt. Þetta er slíkt gœðatœki að við leyfum okkur að full- yrða að þú fáir hvergi jafn fjölhœfa ryksugu á svo frá- bœru verði. ^ S92 (STAÐGREITT) Vestur-þýsk gœði á þessu verði. - Engin spurning! ...Á FRÁBÆRU VERÐI! ALVEG EINSTÖK GÆDI A E G heimilistœki — því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.