Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 20
SVONA GERUM VIÐ 20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Signrþór Jakobsson GALLERÍ 61 Myndlist Bragi Ásgeirsson Útlit er fyrir því, að sýningarsölum Qölgi allnokkuð á höfuðborgarsvæð- inu á næstunni og má til sanns vegar færa, að einn kemur þá annar fer. Eftir sýningarsaladauðann í mið- bænum fyrir fáeinum árum lifna þeir aftur við einn af öðrum víðs vegar um borgina og þá einvörðungu í gamla bænum, en hins vegar fer minna fyrir slíkum lífssprota í stór- borginni innan borgarmarkanna, þ.e. Breiðholti, og slíkt líf þrífst ei heldur í öðrum stöðluðum borgarkjömum svo sem Selási og Árbæ. Spyrji sig hver sem vill hveiju veldur, en svar- ið tel ég mjög einfalt og nærtækt og hef þráfaldlega ýjað að þvf í skrif- um mínum um dagana. Lífíð kemur frá manninum en ekki reglustikunni né opinberum stimplum og ákvæð- um, — þetta vill of oft gleymast. En ekki meira um það hér. í kjallara í vesturbænum hefur verið opnað lítið gallerí, sem nefnist Gallerí 61 eftir staðsetningunni, en það er til húsa á Víðimel 61. Það er Sigurþór Jakobsson, sem ríður á vaðið með sýningu á staðnum og með nýja tegund listmiðlunar. Sigurþór er öðrum þræði auglýsinga- hönnuður og mun hafa fengið hugmyndina í gegnum starf sitt. Til að gera fólki kleift að festa sér mynd á hagkvæmu verði hefur hann ein- faldlega látið gera 350 litprentuð eintök af nokkrum frummyndum sínum, sett í sérhannaða silfurlita álramma og selur á vægu verði í fögrum gjafakassaumbúðum. Ég hef fregnir af fleiri listamönn- um, sem hafa þann háttinn á að láta gera svipuð upplög af ffummyndum sínum og selja leikum og lærðum ef vill. Þetta er í sjálfu sér alveg ný teg- und af sjálfsbjargarviðleitni hjá myndlistarmönnum, en slík útgáfa hefur yfirleitt verið í höndum fyrir- tækja til skamms tíma vegna gífur- legs kostnaðar. En með aukinni og batnandi tækni hefur sá kostnaður minnkað og kannski er hér fundin enn ein leiðin tii útbreiðslu myndverka. Þetta er allt gott og blessað, en sjálfur hef ég helst áhuga á frummyndunum, svo og takmörkuðu upplagi í grafík eða myndum, sem listamaðurínn GÓÐAR BÆKURTILAÐ LESA AFTUR OG AFT Páll Líndal Sögustaóur vió Sund a Þrautgóðir á raunastund, 18. bindi björgunar- og sjó slysasögu íslands eftir Steinaf 'j. Lúðvíksson ritstjóra. Þetta bindi fjallar um árin 1969, 1970 og 1971. Meðal þeirra atburða sem rifjaðir eru upp má nefna strand Halkions við Meðallandssand, eldsvoðann í Hallveigu Fróðadóttur, björgun breska togarans Caesars við Arnarnes og björgun 11 manna af Arnfirðingi öðrum. Bók sem ekki má vanta í safnið. ( Alþýðlegl íræðirit um sögu og sérkenni hötuðborgarinnar Reykjavík Páls Líndals er Reykjavík okkar allra. Bókin er hafsjór fróðleiks um sögu höfuðborgarinnar og þróun. Efninu er raðað í stafrófsröð, þannig að hver gata, hvert sögufrægt hús og hvert ömefni er uppsláttarorð. Nú er komið út annað bindið í þessari uppsláttarritröð um Reykja- vík, sem ráðgert er að verði fjögur. Ritstjóri er Einar S. Arnalds og myndaritstjóri Örlygur Hálfdanar- son. Mjög er vandað til verksins og í bindunum fjórum verða hátt á þriðja þúsund gamalla og nýrra mynda, málverka, teikninga og uppdrátta. Ritið verður í heild sinni ein ýtarlegasta og glæsilegasta heimild um höfuðborgina, sem til er. Ómissandi jafnt fróðleiksþyrst- um sem fagurkerum. Dýrmæt og falleg eign. Einum hefur hún forðað frá örkumlum, öðrum hefur hún gefið * þrótt til þess að sigrast á erfiðum sjúkdómum sem taldir eru ólækn- andi. Saga Ástu grasalæknis er saga konu sem varið hefur öllum sínum tíma og kröftum öðrum til heilla. Hún býr yfir þekkingu til lækninga sem varðveist hefur í ætt hennar í aldaraðir og gengið mann fram af manni. Atli Magnússon skráir hér sögu Ástu og þrettán einstaklingar svara því hvers vegna kunnátta af þessu tagi fær þrifist nú á dögum hátækni óg vísindahyggju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.