Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 67 Þessir hringdu . . . Leifsstöðin og Eden Þórður Halldórsson hringdi: „Það er óþarfi að segja að hug- myndaflug skorti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Flutt hafa verið inn og sett upp í stöðinni tvö fíkjutré frá Banda- ríkjunum. í hinni helgu bók segir að þegar höggormurinn hafði freistað Evu með eplinu af skiln- ingstré góðs og ills hafí hún uppgötvað að hún væri nakin, gripið þá laufblað af fíkjutréinu og skylt sér með því. Höggormur- inn gleymdist ekki við innflutning- inn á tijánum en vaknaði af dvala í líki lítillar eðlu eftir að tijánum var komið fyrir og unin þar vel hag sínum í von um að geta frei- stað kynslóðanna sem eiga erindi um flugstöðina. Adam og Eva hafa ekki sést þama en tæplega verður ráðamönnum skotaskuld úr að bæta úr því þar sem húsa- leiga kvað vera 'í „lágmarki" í þessu frumlega húsi. Er þama gróðavænlegt fyrirtæki í uppsigl- inu. Þama þarf bara að koma fyrir Adam og Evu og selja að- gang að frumlegri sýningu með hinum nýju Edenshjónum. Gera má ráð fyrir að ekki skorti aðdá- endur að sýningunni. Enda þótt þessi tré og höggormurinn hafi kostað rúma milljón og bygging stöðvarinnar farið nokkur millj- ónahundmð fram úr áætlun mun Qárhagurinn fljótlega rétta við og er óþarfí fyrir Jón Baldvin að hafa áhyggjur af þessum smá aurum. Fíkjumar af tijánum verða einnig stór tekjulind því farþegar munu kaupa dým verði slíka minjagripi. Stóm skilti verð- ur komið upp við sýningarbásinn og innan sviga drottinn blessi heimilið." Veski Grátt seðlaveski merkt Búnað- arbankanum tapaðist sl. laugar- dagskvöld, líklega fyrir utan Gauk á Stöng. Finnandi er vinsamlegast beðinn.að hringja í síma 35849. Góöur sj ónvarpsþáttur Edda hringdi: „Mig langar til að þakka Gísla Sigurgeirssyni fyrir hinn frábæra þátt „í minningu Jóa Kon“ sem var á dagskrá sjónvarps miðviku- daginn 18. nóvember. Þetta var yndislegur þáttur og vel unninn." Óheppilegt orðalag Grétar Eiríksson hringdi: „Fyrir nokkmm dögum var les- in í útvarpi fréttatilkynning frá Landssambandi æðarbænda er hljóðaði svo: „Varað skal við nið- urskurði fjár til leiðbeiningar- starfs og útrýmingar refs og vargfugls." Frétt þessa las þulur- inn á nokkurra athugasemda. Hugsanlega er að vegna þessa mikla niðurskurðar á fé sé einn stórmarkaðurinn hér í borg farin að selja diet-hangilqöt sem við smáborgaramir höfum til þessa nefnt fítulaust hangikjöt." Góð framhaldsmynd N.N. hringdi: „Mig langar til, þó seint sé, að þakka Ríkissjónvarpinu fyrir myndimar um herra Chips sem sýndar vom þijú sunnudagskvöld í röð. Það er sjónvarpinu til sóma að flytja slíka þætti þar sem sam- an fer jákvæður boðskapur og góður leikur. Mættum við fá meira að sjá og heyra.“ Gullúr Gullúr tapaðist í Vesturbænum eða Miðbænum sl. laugardag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 23861 eftir kl. 19. Fundarlaun. Viðkvæmar minningar S.P. hringdi: „Nú er mikið rætt um fyrir- hugað ráðhús við Tjömina. í þættinum 19:19 á Stöð 2 f sfðustu viku ieiddu þeir Davíð Oddsson og Flosi Ólafsson saman hesta sína um þetta málefni. Óneitan- lega fannst mér Flosi komast í rökþrot þó Davíð gerði lítið í því að sauma að honum. Eina rök- semd Flosa gegn ráðhúsbyggingu þama var að hún myndi koma róti á einhveijar ljúfsárar bemsku- og æskuminningar tengdar umhverfi Ijamarinna um daga Vetrargarðsins og gamla Tívolís. Ef þetta eru frambærileg rök þarf víða að stöðva fram- kvæmdir." HEILRÆÐl Varúð Aldrei er nógsamlega brýnt fyrir foreldrum að láta ekki lyf eða önnur hættuleg efni liggja á glámbekk. Gerðu ráðstafanir á þfnu heimili til að fyrirbyggja slys af völdum þessara efna. Tryggjum öryggi bamanna. Geymum öll hættuleg efni í læstum skápum. BMX hjól BMX - reiðhjól var tekið fyrir utan flölbýlishúsið Flúðasel 61 í Reykjavík á laugardagskvöld. Hjól- ið er blátt með gulu sæti, lukt, endurskinsmerki og nýjum stand- ara. Þeir, sem geta gefíð upplýsing- ar, era vinsamlegast beðnir að hringja í síma 71490. Skáia fell John Wilson spilar «HBTSL« Opið öll kvöld til kl. 01.00. &TDK HUÓMAR BETUR Eins og undanfarin ár býður Ferðamiðstöðin ógleymanlega ferð til Amsterdam um áramótin ( arió er frá Keflavík 30. des. og dvalið í 4 eða 6 daga á hinu frábæra GRAND HOTEL KRASNAPOLSKY Heimferð er 2. eöa 4. janúar. /Tramótafagnaðurinnerhaldinn í hinumglæsilegasal „Wintertuin". bar er boóið upp á veisluborð með cftir- rctt og góðum drykkjum. (jölbreytt skemmtiatriói eru flutt af hcimsþekktum dans- ogskemmtikröftum. Dansaðtil kl. 03.00. f\ nýársdager boðið uppá ,.brunch“ sem ergirnilegt oggómsætt hlaðborð. sambland af morgun-og hádegis- verði. r^essi einstaka áramótaferð til Amsterdam kostar aðeins: Verð pr. m. í t\ íbýli/m.v. gengi 20 Ce*dtal locwel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.