Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 41 Ný þingmál Söfnunar- sjóður lífeyris- réttinda I gær var lagt fram stjórnar- frumvarp um _ Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. í greinargerð með frumvarpinu segir að í tengslum við kjarasamninga þá er tókust með félögum ASÍ og vinnuveitendum 26. febrúar 1986 hefði verið samið um tvö atriði er snertu starfsemi lífeyr- issjóða. í fyrsta lagi skyldu lífeyrissjóðimir lána verulegan hluta ráðstöfunarfjár til’Hús- næðisstofnunar ríkisins. í öðm lagi skyldi greiða iðgjald til lífeyrissjóða af öllum launatekj- um starfsmanna í stað dag- vinnulauna. Breyting þessi ætti að gerast í áföngum 1987-89. í samræmi við nefnd samnings- ákvæði breyttu flestir lífeyris- sjóðir landsins reglugerðum sínum á síðasta ári. Er nú ver- ið að breyta lögum til samræm- is við þessar breytingar. 400 milljónir vegna breytts launaskatts Lagt hefur verið fram fmm- varp til breytinga á lögum um launaskatt. Samvkæmt fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir að fyrsta skref- ið í átt til samræmingar launaskatts verði stigið nú um áramótin með því að leggja 1% launaskatt á allar atvinnu- greinar, sem nú em undan- þegnar launaskatti, nema búrekstur. Af þeim sökum er þetta fmmvarp nú lagt fram. Tekjuauki vegna þessarar breýtingar er talinn verða um 400 m.kr. á næsta ári. Ráðstafanir í fjármálum í gær var lagt fram fmm- varp um ráðstafanir í fjármál- um. Hér er um að ræða þau bráðabirgðalög sem sett vom af ríkisstjóminni vegna fyrstu aðgerða í efnahagsmálum 10. júlí sl. Samræming áætlana Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) og Skúli Alexanders- son (Abl.-Vl.) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um samræmingu áætlana á sviði samgöngumála og mannvirkja- gerðar. Verndun ósonlagsins Alfheiður Ingadóttir (Abl.- Rvk) hefur ásamt fleiri þing- mönnum Alþýðubandalagsins lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um vemdun ósonlagsins. Gerir tillagan m.a. ráð fyrir að nú þegar verið hafnar aðgerðir til að draga úr notkun ósoneyð- andi efna hér á landi. Erfðalög Guðrún Helgadóttir (Abl.- Rvk.) spyr dómsmálaráðherra um heildarendurskoðun á erfðalögum. Leiðrétting- í frétt í Morgunblaðinu í gær þar sem greint var frá sjúkdómi undir Vestur-Eyjafjöllum misritaðist nafn. Rétt er Eyþór Ó. Karlsson læknir á Hvolsvelli. Beðist er vel- virðingar á þessu. Sólveig Pétursdóttir: Brúa verður bilið milli mann- réttinda fullorðinna og bama UMRÆÐA um frumvarp um umboðsmann barna hélt áfram í neðri deild í gær. Meðal þeirra sem tóku þar til máls var Sólveig Pétursdóttir (S.-Rvk.). Sagði hún spurninguna ekki snúast um það hvort börn þyrftu á talsmönnum að halda heldur hvert hlutverk þeirra ætti að vera og hvar þeir ættu að starfa. Að hennar mati væri það skylda þingmanna að brúa bilið milli mannréttinda fullorðinna og barna. Sólveig Pétursdóttir (S.-Rvk.) sagði að til þess að tryggja réttindi barna þyrfti að byrja á því að styrkja hæfni foreldranna og þau félagslegu úrræði sem gerðu bam- inu mögulegt að þroskast innan síns eigin heimilis. Því væri hinsvegar ekki að neita að margt mætti betur fara í okkar samfélagi varðandi réttindi barna og það væri ótrúlega skammt síðan sú hugarfarsbreyting hefði átt sér stað að böm ættu ein- hvem almennan rétt. Þingmaðurinn vitnaði í lög um bamavemd og sagði að þar væri það eftirlits- og vamaðarkerfi til staðar, bamavemdarráð og bama- verndunarnefnd, sem mælt væri fyrir í frumvarpinu, og gætu verk- efni því skarast. Ef til kæmi að þetta embætti yrði sett á laggimar þyrfti að marka umboðsmanninum stöðu og verkefni gagnvart öðmm yfirvöldum, sem fjölluðu um mál- efni bama og ungmenna. Sólveig Pétursdóttir Morgunblaðið/Sverrir Sólveig sagðist telja það verða til verulegra bóta ef börnum yrði skipaður talsmaður t.d. í forræðis- málum, þ.e.a.s. þegar foreldrar eða aðrir deila um forræði barna. Hugs- anlega væri þess einnig þörf í ættleiðingar- og fósturmálum. Sól- veig sagði að að hennar mati væri ekki spuming um það að full þörf væri á sérstökum talsmönnum eða umboðsmönnum bama heldur hvert ætti hlutverkið að vera og hvar ættu þeir að starfa? Samkvæmt frumvarpinu væri gert ráð fyrir því að umboðsmaður, með sérþekkingu í uppeldismálum, starfaði í dóms- málaráðuneytinu og hefði 7 manna ráð sér til ráðgjafar. Það væri, sagði Sólveig, e.t.v. heppilegra að við- komandi væri löglærður og starfaði í tengslum við Bamavemdarráð íslands sem hefði yfiramsjón með bamavemdarstarfi í landinu. Það sem skipti þó mestu máli væri að umboðsmaðurinn starfaði sjálf- stætt, hann mætti ekki týnast í kerfinu eða vera í þeirri stöðu að geta orðið fyrir pólitískum þrýst- ingi. Jafnframt þyrfti að efla þau bamavemdaryfirvöld sem fyrir væra, t.d. með fækkun barnavernd- amefnda. Þær væra nú um eða yfir 200 talsins og hætta á að starf- semi þeirra yrði ekki nógu markviss og sérhæfð í fámennum byggðar- lögum. Ennfremur væri brýnt að hraða gangi mála, t.d. með fjölgun - starfsmanna. Allt þetta væri nú til athugunar hjá þeirri nefnd sem fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði til að endurskoða lög um vemd bama og ungmenna. Sólveig sagði það vera eðlilegt að nefndin fengi framvarp þetta til umfjöllunar og athugunar og tengdi það þeirri heildarendur- skoðun sem nú færi fram og hraða bæri eftir föngum. Þakkaði hún flutningsmönnum fyrir þá umræðu sem framvarp þeirra hefði skapað. Það væri skylda þingmanna, bæði gagnvart bömum og þjóðfélaginu, að brúa bilið sem væri á milli mann- réttinda fullorðinna og bama. niÞinci Alþingi: Fyrstu umræðu um bjór- inn frestað 1 fjórða sinn Þingmenn ræða vinnubrögð sín varðandi bjórinn FYRSTA umræða um bjórfrum- varpið hélt áfram í neðri deild Alþingis í fjórða sinn í gær. Ekki náðist þó að afgreiða málið f nefnd. Þegar forseti sleit fundi var einn maður á mælendaskrá, Stefán Valgeirsson, en hann hafði þegar talað tvisvar og á þvi samkvæmt þingsköpum ein- ungis rétt á að gera örstutta athugasemd með leyfi forseta. Stefán hafði vikið af fundi vegna annarra erindagjörða og tók for- seti þá ákvörðun að fresta fundi. Sighvatur Björgvinsson (A.-Vf.) gagnrýndi þá ákvörðun harðlega og sagði hana vera hættulegt fordæmi. Umræðan í gær hófst á ræðum tveggja andstæðinga bjórsins, þeirra Ólafs Þ. Þórðarsonar (F.-Vf.) og Steingríms J. Sigfússonar (Abl.- Ne.). Steingrímur J. sagði m.a. að hann treysti sér ekki til þess að leyfa bjórinn og vildi hann frekar banna þann takmarkaða innflutn- ing sem nú væri leyfður. Þannig yrðu allir jafnir fyrir lögunum. Stefán Valgeirsson tók næstur til máls um þingsköp og sagði að nú væri kominn klukkutími fram yfír venjulegan fundartíma og það væra óeðlileg vinnubrögð að halda fundi áfram. Hann vissi ekki til þess að þetta mál ætti að hafa sér- stakan forgang í deildinni. Hann væri á mælendaskrá en þyrfti nú að víkja af fundi. Geir H. Haarde (S.-Rvk.) sagði málið hafa haft allt annað en for- gang, þvl hefði verið útbýtt 26. október og verið á dagskrá marg- sinnis síðan. Krafðist hann þess að umræðunni yrði haldið áfram og henni lokið svo hægt væri að af- greiða málið til nefndar. Sagði Geir suma andstæðinga bjórsins reyna að koma í veg fyrir að málið yrði afgreitt í nefnd. Ólafur Þ. Þórðarson sagði það vera vafamál hvort halda ætti um- ræðunni áfram þar sem fámennt væri orðið í salnum. Mótmælti hann því að eitthvað hefði verið gert til að hindra framgang málsins. Sighvatur Björgvinsson (A.-Vf.) sagðist ekki vita til þess að neitt annað mál hefði verið jafn oft á dagskrá deildarinnar en þetta. Þau ár sem sambærileg mál hefðu verið til afgreiðslu hefði hann einungis fylgst með þeim sem áhorfandi en ekki þátttakandi. Það væri ekki vansalaust hversu erfiðlega virtist ætla að ganga að taka ákvörðun um þetta mál. Annað væri fráleitt en að þingmenn stæðu nú þannig að málum að það kæmist í nefnd. Taldi hann það augljóst að af- greiðsla bjórmála á Alþingi hefði ekki aukið virðingu þess. Hreggviður Jónsson (B.-Rn.) sagðist vilja mótmæla ummælum Geirs H. Haarde. Ekki væri verið að teíja málið en það hefði aftur á móti haft óeðlilegan forgang. Geir H. Haarde sagðist vilja vekja athygli á því að helstu andstæðing- ar bjórsins hefðu þegar talað í tvígang. Óeðlilegt væri að tefja málið enn frekar vegna þess að einn þeirra vildi gera örstutta athuga- semd. Varðandi fámenni í salnum sagði hann annað eins hafa nú gerst að talað væri yfir tómum þingsöl- um; Óli Þ. Guðbjartsson, forseti neðri deildar, sagði fátt vera þýðingar- meira enn að þingmenn fengju að tjá sig um mál. Því væri umræðu frestað. Sighvatur Björgvinsson sagði þingsköp gera ráð fyrir því að þing- menn tælq'u tvisvar til máls. Ef sérstaklega stæði á mættu þeir einnig gera örstutta athugasemd með leyfí forseta. Þingsköp gerðu einnig ráð fyrir að þingmenn væra við störf meðan dagskrá krefðist. Aðrir þingmenn og þingmál ættu ekki að líða fyrir það að einhveijir einstakir þingmenn, sem þegar hefðu talað tvisvar, vildu gera ör- stutta athugasemd þegar þeim hentaði. Taldi hann þetta vera hættulegt fordæmi sem ekki væri æskilegt fyrir starfsemi þingsins. Guðmundur, ekki Gunnar ÞAU mistök urðu i frásögn af kaupum Ávöxtunar sf. á Hverfis- götu 12 i blaðinu í gær að fyrri eigendur hússins voru sagðir erf- ingjar Hannesar Gunnarssonar læknis. Frásögnin var byggð á samtali við Armann Reynisson hjá Ávöxtun. Rétt mun vera að Hannes heitinn var Guðmunds- son, sonur Guðmundar Hannes- sonar fyrrverandi landlæknis. Guðmundur byggði húsið árið 1910. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.