Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 SKÍÐI / HEIMSBIKARKEPPNI KVENNA Verður svissnesku stúlkunum ógnað? Heimsbikarinn í alpagrein- um hefst á morgun Pirmln ZQrbrlggnn varð flórfaldur sigurvegari í heismbikarnum í fyrra. Hann er talinn líklegur til afreka í vetur. SKÍÐAVERTÍÐIN íalpagreinum hefst fyrir alvöru í nœstu viku. Þá fer heimsbikarinn af staö. Konurnar ríöa á vaðið er þær keppa í svigi sem fram fer í Sestrieres á ítalfu á morgun, fimmtudag. Búist er viö að svissnesku stúlkurnar haldi uppteknum hætti frá síðasta keppnistímabili og einoki kvennakeppnina ívetur. Lengi var útlit fyrir að fresta yrði keppni vegna snjóleysis en úr því rættist á mánudag. ítalimir búa til snjóinn í Sestriere sjálfir en ekki hafði verið nógu kalt til að það mætti takast. Á mánudag kólnaði síðan niður fyrir frostmark og þá var farið að sprauta og ætti allt að vera til reiðu á morgun er kvennakeppnin hefst. Alls verða 55 heimsbikarmót í alpa- greinum í vetur, 28 í karlaflokki og 27 í kvennaflokki. Það hefur aldrei skeð áður í 21 árs sögu alpa- greinanna að ein þjóð einoki svo keppnina í karla og kvennaflokki • eins og í fyrra vetur. Þá unnu Sviss- lendingar 40 gullverðlaun af 65 mögulegum, 22 gull í kvennaflokki og 18 í karíaflokki. Svissnesku stúlkumar siguruðu í öllum greinum heimsbikarsins sam- anlagt í fyrra. Michela Figini sigraði bruni, Corinne Schmidhauser í svigi, Maria Walliser og Vreni Schneider í stórsvigi og Walliser í risastórsvigi og einnig heimsbikar- * inn samanlagt annað árið í röð. Nú er ólympíuár og verða Vetrar- leikamir nú haldnir í Calgary í Kanada í febrúar. Skíðamenn búa sig því enn betur undir veturinn en ella. Svissneska kvenna liðið hefur undirbúið sig mjög vel og hefur - aldrei æft ein mikið. r Walliser sigurstrangleg Hin 24 ára gamla Maria Walliser V segist aldrei hafa æft eins mikið og fyrir þennan vetur. „Þessi vetur verður mun erfiðari en í fyrra, aðal- lega vegna ólympíuleikanna. Eftir að hafa unnið heimsbikarinn tvfveg- is væri gaman að vinna til gullverð- l' ■.* launa í Calgary," sagði Walliser. i Talið er að Walliser fái harða keppni ^ í vetur frá stöllum sínum í sviss- neska landsliðinu. Þar em sterkar skíðakonur eins og Vreni Schneid- er, Michela Figini, sem sigraði í bmni á Ólympíuleikunum í Sarajevo og Corinne Scmidhauser, en hennar sérgrein er svig. Einnig em þær Brigitte Oertli, Beatrice Gaftier, Heidi Zúrbriggen og Zoe Hess lfleg- ar til afreka. Erika Hess hætt iJb Ein frægasta skíðakona Svisslend- inga fyrr og síðar, Erika Hess, hefur lagt skiðin á hilluna og er sjónar- sviftir af henni. Hún hætti eftir heimsmeistaramótið f Crans Mont- ana í fyrra, en þar vann hún tvenn gullverðlaun. Hún hafði áður unnið fem gullverðlaun á heimsmeistara- móti auk fjölmargra sigra í heims- - j bikamum. „Zurbriggen ersábesti“ - segir Frakkinn Jean Claude Killy SVISSNESKI skíðakappinn Pirmin Ziirbriggen, sem vann fjórfaldan sigur í heimsbikarn- um í fyrra, verður að teljast sigurstranglegastur í karla- flokki á komandi keppnistíma- bili. í fyrra vann Zurbriggen brunið, stórsvigið, risastór- svigið og keppnina samanlagt. Hann vann einnig samanlagt 1984, en átti við meiðsli að stríða árið eftir. Fyrsta heims- bikarmótið í karlaflokki verður svig sem fram fer f Sestriere á Ítalíu á föstudaginn. Zurbriggen er mjög fjölhæfur og er jafnvígur allar greinamar fjórar. „Zurbriggen er besti og fjöl- hæfasti skíðamaður sem uppi hefur verið," sagði Frakkinn Jean Claude Killy, sem talinn hefur verið einn sá besti hingað til. Þessi orð Frakk- ans segja allt um hæfíleika Sviss- Það er þó talið að hún fái harða keppni frá stöllum sfnum f svissneska liðinu. lendingsins. Svisslendingar voru nær einráðir í karla og kvennaflokki síðast vetur. Svissnesku stúlkumar unnu allar kvennagreinaramar samanlagt og Zurbriggen vann allt í karlaflokki nema svigið. Þar sigraði júgóslav- inn Bojan Krizaj. Jámmaðurinn Svisslendingar geta þakkað þjálfar- anum Karl Freshner fyrir þennan góða árangur sem náðst hefur. Hann byrjaði að þjálfa unglinga- landsliðið fyrir 20 árum en tók síðan við A-landsliðinu og er nú talinn besti alpagreinaþjálfari heims. Hann gengur undir nafninu „Jám- maðurinn" og skal engan undra því hann er mjög harður og ákviðinn þjálfari. „Ef þú ætlar þér að verða bestur verður þú að borga það dýru verði. Þú verður að neita þér um margt og fóma þér algjörlega fyrir íþrótt- ina. Æfíngar mínar eru erfíðar og kreflandi en þær skila árangri," sagði Freshner. Hann framlengdi á dögunum samning sinn við sviss- neska skíðasambandið fram yfír Vetrarólympíuleikana 1992. Helstu vonir Svisslendinga í karla- flokki á Ólympíuleikunum í Calgary í febrúar eru Zúrbriggen, Peter Múller, Karl Alpiger, Joel Gaspoz og Franz Heinzer. Gaspoz hafði í hyggju að taka þátt í atvinnu- mannakeppninni í Bandarflgunum f vetur en hefur nú ákveðið að reyna við ólypíugull í Calgary. Marc Qirardelll helstl keppinautur ZUrbriggen Austurríkismaðurinn Marc Girar- delli, sem keppir nú fyrir Luxem- borg, verður að teljast helsti keppinautur Zúrbriggen í vetur. Hann sigraði f heimsbikamum 1985 og 1986 en átti við meiðsli að stríða í öxl síðasta keppnistímabil. Hann er jafnvígur á allar greinar eins og Zúrbriggen. Austurríkismenn, sem oftasta hafa verið stórveldi í alpagreinunum, hafa ekki náð sér á strik sfðustu árin. Þeir áttu aðeins þrívegis sigur- vegara á heimsbikarmóti í fyrra og alla í bruni. Þessa sigra unnu þeir Peter Wimsberger, Leonard Stock og Helmut Höflehner. Þeir verða allir með í vetur. ftalir komu nokkuð á óvart síðasta vetur. Richard Pramotton bytjaði keppnistfmabilið í stórsvigi vel í fyrra og hafði forystu þar lengi vel. Hann meiddist sfðan og þá var draumurinn um sigur á enda. ítalir eiga einnig skæða keppendur eins og Robert Erlacher, Alberto Tomba og Michael Maier. Síðan Mahre bræðumir bandarísku Phil og Steve hættu keppni hefur ekki mikið borið á bandarískum skíðamönnum í toppsætunum. Það er aðeins brunmaðurinn Bill Jo- hnson sem hefur unnið mót síðan. En átti þó ekki góðu gengi að fagna sfðasta vetur. Aðrir keppendur sem koma til með að blanda sér í baráttuna í vetur eru brunmaðurinn Rob Boyd frá Kanda og sænski skíðakappinn In- gemar Stenmark sem verður með í baráttunni í vetur. Mlchela Flglna Wolf gætl komlð á óvart Af keppendum annara þjóða er búist við að Austurríkisstúlkan Sigried Wolf, sem vann tvö síðustu brunmótin á síðasta ári, verði til alls Iíkleg í þeirri grein í vetur. Einn- ig gætu þær Katrin Gutensohn, sem var meidd f fyrra og Roswitha Steiner komið til með að blanda sér í baráttuna. Líklega verður hin unga Mateja Sveit frá Júgóslavíu helsti keppina- utur svissnesku stúlknanna. Hún vann þrenn verðlaun á heimsmeist- aramótinu í Crans Montana í fyrra og kom á óvart í heimsbikarkeppn- inni. Hún er aðeins 18 ára. Franska stúlkan Catherine Quitte- et, Vestur-þýsku stúlkumar Marina Kiehl og Michaela Gerg, kanadfska stúlkan Laurie Graham og Tamara McKinney frá Bandaríkjunum gætu einnig komið sterklega til greina. McKinney hefur átt við meiðsli að stríða og ekki víst að hún verði með í fyrstu mótunum. Maria Walllaar, núverandi heims- bikarhafi frá Sviss, er talin Ifklegust til afreka á komandi keppnistfmabili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.