Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 53 Aldrei í vafa um að efnið væri gott Grafíkursveinar í viðtali Hljómsveitin Grafík hefur lif- að lengi, reyndar lengur en flestar aðrar íslenskar sveitir. Það hafa þó verið mannaskipti f Grafík, en kjölfestan, stofn- endurnir Rúnar Þórisson og Rafn Jónsson, hafa alltaf verið á sinum stað. Síðasta útgáfa á Grafík var óhemju vinsæl og ekki aetlar nú- verandi útgáfa að vera síður vinsæl, ef marka má viðtökurnar sem nýjasta plata sveitarinnar, Leyndarmál, hefur fengið. Lögin um prinsessuna og Presley hafa verið mikið leikin í útvarpi og fróðir herma að ekki sé Presley minna leikið en Húsið og ég á sínum tíma. Rokksíðan sótti heim hönd Grafíkursveina í kvik- myndaveri, en Andrea söngkona var vant við látin. Koma viðtökur plötunnar ykk- ur á óvart? Nei, við vissum það þegar við fórum með plötuna til Steinars að við vorum með gott efni í höndunum, hversu gott er álita- mál, en við vorum aldrei í vafa um að það væri gott; við trúðum alltaf á það. Þetta er orðið ársgamalt efni sem er á plötunni, finnst ykkur það ekki orðið of gamalt og eruð þið ekki þreytt á að spila það á tónleikum? í fyrra þegar við æfðum upp þetta prógramm var fólk alls ekki tilbúið til að hlusta á það, þaö var mjög erfitt að leika það á tónleikum. Þá vildu allir fá gömlu lögin, en nú hefur það breyst. Það er líka búið að vinna upptök- urnar allar aftur, endurhljóð- blanda þær og svo eru lögin alltaf að breytast hjá okkur á tónleik- um. Við einsettum okkur að senda ekki plötuna frá okkur fyrr en við værum ánægð með hana, enda er þetta besta plata á ferli hljóm- sveitarinnar. Við gáfum okkur þó ekki meiri hljóðverstíma en áður, en platan var samt lengur í vinnsiu og það gaf góða raun að leggja henni í nokkra mánuði áður en síðasta hönd var lögð á verkið. Eru einhver uppáhaldslög eftir svo langa kynningu? Það væri eins og að líta yfir barnahópinn og segja mér finnst Jón betri en Siggi, ef maður færi að taka eitt lag fram yfir annað. Samt á Leyndarmál líklegast eft- ir að eldast best af lögunum sem á plötunni eru. Annað lag, Lítið lag, sækir vel í sig veðrið. Það hefur reyndar breyst svo mikið á tónleikum að það þyrfti eiginlega að taka það upp aftur. Tónlistin á Leyndarmál telst vera lótt popptónlist, en þegar hljómsveitin var ný, var leikin þyngri tónlist eins og á annarri plötunni, Sýn. Verður tónlistin þyngd aftur? Við erum búnir að gera plötu sem var tilraun í þá átt, en það verður líklega ekki gert aftur. Aftur væri gaman að gera barna- plötu. Ef við gerum aðra plötu þá verður hún allt öðruvísi en Leyndarmál. Við erum að semja lag og lag og þaö er nokkuð frá því sem á plötunni er. Hver verður framtíð sveitar- innar? Það er bara allt búið, platan var dreggjarnar. Nei, annars, ætli við druslumst ekki eitthvað áfram í þessu úr því sem komið er. TJÓRNUNAR 3j 1 ^ SPASTEFNA 1987 VEITIRINNSÝN íFRAMTÍDINA HVER ERU ÁHRIF EFNAHAGSSTEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR Á ATVINNULÍFIÐ? HVERT ER SAMSPIL VINNUVEITENDA OG HAGSMUNASAMTAKA? HVER ERU ÁHRIF HRÆRINGA Á ERLENDUM MÖRKUÐUM? FÖSTUDAGINN 27. NÓVEMBER KL 13:30 í KRISTALSAL HÓTEL LOFTLEIÐA DAGSKRÁ: SETNING SPÁSTEFNU: Þórður Sverrisson, formaður Stjórnunarfélags íslands._______ ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. STÖÐU ÞJÓÐARBÚSINS OG YTRI SKILYRÐA: Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla íslands.__________ ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. FISKVEIÐISTEFNU STJÓRNVALDA, ERLENDRA MARKAÐA OG OLÍUVERÐS: Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Norges Handelshoyskole._ STAÐA SJÁVARÚTVEGS OG AFKOMUHORFUR: Ólafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Miðness hf.____________ IÐNAÐUR í ERFIÐLEIKUM: Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar hf. LANDBÚNAÐUR í KREPPU: Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ístess hf. VERSLUN & VIÐSKIPTI - HVER ER STAÐAN? Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaupa hf.______________________ ER PENINGASTJÓRNUN OF SEIN Á SÉR? Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands. OPINBERU FJÁRMÁLIN - SKIPTIR HALLI ÞEIRRA MÁLI? Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra íslands. Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, skýrirstefnu stjórnvalda og gerir athugasemdir við fram komnar skoðanir. Þátttaka tilkynnist í síma 621066. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • S ími: 6210 66 SJONVARPIÐ -PimmíöiII, eignokkarallra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.