Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 53

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 53 Aldrei í vafa um að efnið væri gott Grafíkursveinar í viðtali Hljómsveitin Grafík hefur lif- að lengi, reyndar lengur en flestar aðrar íslenskar sveitir. Það hafa þó verið mannaskipti f Grafík, en kjölfestan, stofn- endurnir Rúnar Þórisson og Rafn Jónsson, hafa alltaf verið á sinum stað. Síðasta útgáfa á Grafík var óhemju vinsæl og ekki aetlar nú- verandi útgáfa að vera síður vinsæl, ef marka má viðtökurnar sem nýjasta plata sveitarinnar, Leyndarmál, hefur fengið. Lögin um prinsessuna og Presley hafa verið mikið leikin í útvarpi og fróðir herma að ekki sé Presley minna leikið en Húsið og ég á sínum tíma. Rokksíðan sótti heim hönd Grafíkursveina í kvik- myndaveri, en Andrea söngkona var vant við látin. Koma viðtökur plötunnar ykk- ur á óvart? Nei, við vissum það þegar við fórum með plötuna til Steinars að við vorum með gott efni í höndunum, hversu gott er álita- mál, en við vorum aldrei í vafa um að það væri gott; við trúðum alltaf á það. Þetta er orðið ársgamalt efni sem er á plötunni, finnst ykkur það ekki orðið of gamalt og eruð þið ekki þreytt á að spila það á tónleikum? í fyrra þegar við æfðum upp þetta prógramm var fólk alls ekki tilbúið til að hlusta á það, þaö var mjög erfitt að leika það á tónleikum. Þá vildu allir fá gömlu lögin, en nú hefur það breyst. Það er líka búið að vinna upptök- urnar allar aftur, endurhljóð- blanda þær og svo eru lögin alltaf að breytast hjá okkur á tónleik- um. Við einsettum okkur að senda ekki plötuna frá okkur fyrr en við værum ánægð með hana, enda er þetta besta plata á ferli hljóm- sveitarinnar. Við gáfum okkur þó ekki meiri hljóðverstíma en áður, en platan var samt lengur í vinnsiu og það gaf góða raun að leggja henni í nokkra mánuði áður en síðasta hönd var lögð á verkið. Eru einhver uppáhaldslög eftir svo langa kynningu? Það væri eins og að líta yfir barnahópinn og segja mér finnst Jón betri en Siggi, ef maður færi að taka eitt lag fram yfir annað. Samt á Leyndarmál líklegast eft- ir að eldast best af lögunum sem á plötunni eru. Annað lag, Lítið lag, sækir vel í sig veðrið. Það hefur reyndar breyst svo mikið á tónleikum að það þyrfti eiginlega að taka það upp aftur. Tónlistin á Leyndarmál telst vera lótt popptónlist, en þegar hljómsveitin var ný, var leikin þyngri tónlist eins og á annarri plötunni, Sýn. Verður tónlistin þyngd aftur? Við erum búnir að gera plötu sem var tilraun í þá átt, en það verður líklega ekki gert aftur. Aftur væri gaman að gera barna- plötu. Ef við gerum aðra plötu þá verður hún allt öðruvísi en Leyndarmál. Við erum að semja lag og lag og þaö er nokkuð frá því sem á plötunni er. Hver verður framtíð sveitar- innar? Það er bara allt búið, platan var dreggjarnar. Nei, annars, ætli við druslumst ekki eitthvað áfram í þessu úr því sem komið er. TJÓRNUNAR 3j 1 ^ SPASTEFNA 1987 VEITIRINNSÝN íFRAMTÍDINA HVER ERU ÁHRIF EFNAHAGSSTEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR Á ATVINNULÍFIÐ? HVERT ER SAMSPIL VINNUVEITENDA OG HAGSMUNASAMTAKA? HVER ERU ÁHRIF HRÆRINGA Á ERLENDUM MÖRKUÐUM? FÖSTUDAGINN 27. NÓVEMBER KL 13:30 í KRISTALSAL HÓTEL LOFTLEIÐA DAGSKRÁ: SETNING SPÁSTEFNU: Þórður Sverrisson, formaður Stjórnunarfélags íslands._______ ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. STÖÐU ÞJÓÐARBÚSINS OG YTRI SKILYRÐA: Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla íslands.__________ ÁLITÁ EFNAHAGSHORFUM, M.T.T. FISKVEIÐISTEFNU STJÓRNVALDA, ERLENDRA MARKAÐA OG OLÍUVERÐS: Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Norges Handelshoyskole._ STAÐA SJÁVARÚTVEGS OG AFKOMUHORFUR: Ólafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Miðness hf.____________ IÐNAÐUR í ERFIÐLEIKUM: Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar hf. LANDBÚNAÐUR í KREPPU: Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ístess hf. VERSLUN & VIÐSKIPTI - HVER ER STAÐAN? Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaupa hf.______________________ ER PENINGASTJÓRNUN OF SEIN Á SÉR? Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands. OPINBERU FJÁRMÁLIN - SKIPTIR HALLI ÞEIRRA MÁLI? Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra íslands. Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, skýrirstefnu stjórnvalda og gerir athugasemdir við fram komnar skoðanir. Þátttaka tilkynnist í síma 621066. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • S ími: 6210 66 SJONVARPIÐ -PimmíöiII, eignokkarallra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.