Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 72
| ALHLIÐA PRENTWÖNUSTA I GuÓjónÓ.hf. 91-27233 l Þjónusta íþínaþágu 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. SS Watson segist vera á leið til Islands „ÉG KEM til íslands skömmu eftir áramót," sagði Paul Watson, for- sprakki Sea Shepherd-samtakauna, í samtali við Morgunblaðið í gær. Watson sagði að ferðina til íslands ætlaði hann öðrum þræði að nota til að bregðast við „háhymingaráninu", eins og hann tók til orða. Watson vildi ekki tjá sig um í hverju viðbrögð hans yrðu fólgin. Hann sagði að samtök sín fylgdust vel með málinu vestra og myndu beita sér af afli gegn þvi að veitt yrðu leyfi til að flytja skepnumar inn tíl Bandaríkjanna eða Kanada. En Watson kveðst einnig eiga annað erindi hingað til lands. „Eg vil gefa íslenskum stjómvöldum færi á að standa við stóru orðin sem voru viðhöfð um okkur í samtökunum fyrir ári. Þá vomm við kölluð hryðju- verkamenn og glæpamenn og hótað kærum og jafnvel framsali til ís- lands. Kærumar hafa aldrei borist og ekki hefur verið reynt að fá okk- ur framseld. íslendingar virðast ekki ,diafa áhuga á að fylgja þessum ásök- unum eftir með aðgerðum, en nú fá stjómvöld færi á að ákæra mig fyr- ir að eiga þátt í að sökkva hvalbátun- um og geta rekið málið fyrir dómstólum." Watson var spurður hvort Rodney Coronado og David Howard, sem talið er að hafi unnið skemmdar- verkin í hvalstöðinni í Hvalfirði og sökkt hvalbátunum í Reykjavíkur- höfn, yrðu honum samferða á leið- inni hingað. „Ég kem einn,“ sagði Watson, „en Coronado og Howard koma kannski síðar. Við sjáum til hvemig málin þróast og hvað íslensk stjómvöld aðhafast. Sea Shepherd- samtökin óttast ekki að standa fyrir sínu máli fyrir dómstólum. Við björg- uðum lífum og hindruðum ólöglegar veiðar. Ef ég verð ekki ákærður þá lítum við á það sem viðurkenningu á réttmæti aðgerðanna." • • SIS kaupir hlut Ogur- .víkur í Kirkjusandi Ekki hætt við kaup á Fífuhvammslandi segir Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS SAMBAND íslenskra samvinnufélaga gekk í gær frá kaupum á hlut útgerðarfélagsins Ögurvíkur hf. í fiskvinnsluhúsinu Kirkjusandi í Reykjavík. Þar ætlar SÍS að hafa aðstöðu fyrir starfsemi sína í fram- tiðinni, en í haust keypti ríkið skrifstofuhúsnæði SÍS við Sölvhólsgötu. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, sagði að þrátt fyrir þessi kaup hefði fyrirtækið enn áhuga á að kaupa Fífuhvammsland í Kópavogi. „Það var gengið frá því í gær að kaupa hlut meðeiganda SÍS í Kirkj- usandi, Ögurvíkur hf., og það stendur til að þama verði framtíðar- húsnæði Sambandsins," sagði Guðjón. „Það þarf að breyta hús- næðinu mikið til að það verði ►nothæft undir starfsemina, en það er ekki tímabært að nefna neinar tölur um líklegan kostnað við það. Varðandi Fífuhvammslandið get ég ekkert fullyrt nú, en við emm að velta fyrir okkur ýmsum hugmynd- um um not á því landi og ræða við viðkomandi aðila. Við erum ekki hættir við kaup á því.“ Guðjón kvaðst ekki vilja gefa upp hversu mikið SÍS hefði greitt fyrir hlut Ögurvíkur hf. í Kirkjusandi, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins vom það um 45 milljónir. Ögurvík hf. átti um 35% í fískvinnsl- unni. Frá siysstaðnum á Skógarhlíð. ■wjten - i.; V*. ... v - Mor^unblaðið/Júlíus Sex ára dreng- ur fórst í bflslysi SEX ára drengur iést um kl. una við Litluhlíð, þegar hann varð 19 í gær þegar hann varð fyrir fyrir stórri bifreið, sem var ekið bifreið á Skógarhlíð í niður Skógarhlíð. Hann lést sam- Reykjavík. stundis. Ekki er unnt að birta Drengurinn var á leið yfir göt- nafn hans að svo stöddu. Dounreay mótmælt ÓLAFUR Egilsson, sendiherra íslands í London, sat sem áheyrn- arfulltrúi á ráðstefnu um mengun í Norðursjónum þar í borg í gær. Þar kynnti hann sjón- armið Islendinga og andstöðu við stækkun kjarnorkuendurvinnslu- stöðvarinnar í Dounreay í Skot- landi. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að honum hefði verið boðið á ráðstefnuna, en hann hefði ekki getað farið, og því hefði hann beðið Ólaf að sitja hana og koma sjónarmiðum ríkisstjómar- innar á framfæri. Steingrímur sagði- að ríkisstiómin hefði nú þegar mót- mælt stækkun Dounreay-stöðvar- innar við bresk stjómvöld, nú síðast á fundi sjávarútvegsráðherra Norð- urlanda fyrir skemmstu. Ráðstefnuna í London sitja um- hverfísmálaráðherrar átta landa sem liggja að Norðursjónum. Henni lýkur í dag, miðvikudag. Viðey seldi í Bremerhaven VERÐ á ferskum fiski í Bremer- haven lækkaði lítillega i gær, eftir nokkuð hátt verð á mánu- dag. Skýringin er sú, að kaup- endum gekk illa að Iosna við fiskinn, sem þeir keyptu á mánu- dag, á nægilega háu verði. Viðey RE seldi á mánudag og þriðjudag. Meðalverð aflans á mánudag var um 70 krónur, en talsvert lægra í gær. Alls seldi Við- ey 213,5 tonn að verðmæti 14 milljónir króna. Meðalverð var 65,50 kr. Vöttur SU seldi 89 lestir, mest þorsk, í Hull. Heildarverð var 6,7 milljónir króna, meðalverð 75,22 kr. Reykjavík - Kópavogur; Samkomulag gert um landamerkin ^íirkjusandur Reykjavikurborg og Kópa- vogsbær hafa gert með sér samning um mörk milli bæjar- Hrefnan frek til matarins Etur hundruð þúsunda tonna af fiski árlega ÁÆTLA má að hrefna hér við land éti hundruð þúsunda tonna af flski árlega. Norðmenn telja að hver hrefna éti um 40 tonn af fiski árlega, en hér er stofninn talinn vera 10.000 til 15.000 dýr. Hrefnan er ekki hér við landið allt árið og étur auk þess annað en fisk. Því má ætla að hún éti um 200.000 tonn árlega að minnsta kosti meðan hún er hér við land. Þá er ótalið hve mikið aðrar sinni við setningu þings Far- hvalategundir éta af fiski, svo og manna- og fiskimannasambands selur. Fyrir nokkrum árum áætl- uðu norskir vísindamenn að hvalur og selur ætu um 2,4 millj- ónir lesta af fiski í Barentshafí árlega. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, vék að þessu í ræðu íslands í gær. Hann nefndi að Norðmenn teldu að hrefnan æti um 40 tonn af fiski á ári og stofn- stærðin hér væri 10.000 til 15.000 dýr. Hann sagði, að þó sumum fyndist trillukarlar fá mikið af fiski, væri það smáræði í saman- burði við það, sem hvalimir ætu. Yrði hvalastofnunum ekki haldið í skefjum, gætu þeir náð yfir- höndinni í samkeppninni um fískinn og þá væri illa fyrir okkur komið. Því væri það mikils virði að eyða tíma í að kynna erlendum þjóðum þessi mál. Samstarf við aðrar þjóðir væri til lítils, vildu þær ekki tala tillit til þessa alvar- lega máls fyrir okkur. Sjá frásögn af þingi Far- manna- og fiskimannasam- bandsins á bls. 31. félganna. Samningurinn felur í sér að Kópavogsbær fellur frá forkaupsrétti á hluta úr landi Vatnsenda, sem Reykjavíkur- borg hefur gert kaupsamning um. Einnig að fram fari maka- skipti á löndum við Lögberg og Þingnes. Rúmlega níu hektarar úr landi Reykjavíkur umfram makaskipti koma í hlut Kópavogs og greiðir Kópavogsbær 2 millj- ónir króna fyrir þá. „Eins og kunnugt er höfum við gert samning við bóndann á Vatns- enda og buðum Kópavogi forkaups- rétt,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Það komu upp hug- myndir hjá Kópavogi að taka forkaupsréttinn og við lýstum því yfir af hálfu borgarinnar að það væri okkur að meinalausu að Kópa- vogur neytti forkaupsréttar, því við vorum ekki í neinum landvinning- um. Við vorum einungis að leysa visst vandamál viðsemjanda okkar, landeigandans." Davíð sagði að niðurstaðan hefði orðið sú, að ákveðið var að nota tækifærið og lagfæra landamæri milli Kópavogs og Reykjavíkur og hafa skipti á löndum við Vatnsenda og Þingnes, en Reykjavíkurborg neitaði að ræða deiluna um Foss- voginn á þessum grundvelli. Borgarráð samþykkti samninginn samhljóða og lýstu fundarmenn yfir ánægju með hann. „Það er ánægjulegt að samning- ar skulu hafa tekist og þar með eru öll mörk á milli Kópavogs og Reykjavíkur orðin skýr, en þau hafa verið óljós um langan tíma og verið mikil þrætubókarlist þegar menn hafa ýmist verið að sækja á eða veija,“ sagði Kristján Guðmundsson bæjarstjóri. Bæjarstjóm Kópavogs hefiir samþykkti samninginn með níu samhljóða atkvæðum, en tveir sátu hjá. „Ég lít svo á að með þess- um samningi hafi náðst ákveðin afstaða til grannskaparins, en það er mikilvægt að grannar geti unnið saman," sagði Kristján.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.