Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Dagstjarnan skírð Sól- bakur EA 305 NÝJASTI tog'ari Útgerðarfélags Akureyringa, Dagstjarnan frá Keflavík, hefur verið skírður Sóibakur og hefur hann hlotið einkennisstafina EA 305. Sólbak- ur var reyndar fyrsti skuttogar- inn sem útgerðarfélagið eignaðist eftir gömlu síðutogar- ana. Sólbak keypti ÚA árið 1972 frá Frakklandi, en honum var lagt í ágúst 1982 og síðan seldur í brotajárn. Vinnuslys í slippnum VINNUSLYS varð um borð í Hvanney frá Hornafirði sem nú er hjá Slippstöðinni á Akureyri. Maður um þrítugt féll um tvo metra niður í lest skipsins klukk- an rúmlega 8.00 í gærmorgun. Hann skaddaðist á hné og ökkla og var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Maðurinn var að vinna uppi á vinnupöllum í lestinni er óhappið varð. Hvanney er í lengingu hjá Slipp- stöðinni auk þess sem verið er að byggja yfír hana og hækka stýris- húsið. Gerist áskrifendur, það borgar sig. Tvær bækur í mánuði kosta aðeins kr. 620. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. nýjar b/ekur nýjar b/ekur nýjar bækur nýjar baekur nýjar bækur Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði í samtali við Morgunblaðið að nýi Sólbakur- inn væri ennþá í slipp og ekki væri ákveðið ennþá hvenær skipið héldi til veiða þó að menn gerðu sér von- ir um'að það gæti haldið á miðin fyrir áramót. Þá hefur hvorki verið ráðinn skipstjóri né áhöfn á Sólbak enn sem komið er. Morgunblaðið/GSV Hlið sem notað er við að loka akureyrska rúntinum um helgar. Lokun rúntsins mótmælt Sólbakur EA. „Ef íbúar miðbæjarins sváfu ekki fyrir gamla rúntinum, hef- ur þeim örugglega ekki orðið svefnsamt eftir að rúntjnum var lokað í fyrrakvöld. Ökumenn lágu á flautum sínum í rúma tvo tíma eins og þeir ættu lífið að leysa eftir að rúntinum var lok- að. Bærinn var fullur af bílum og ungum ökumönnum." Ég held þeir hafi ekki vitað hverju þeir voru eiginlega að mót- mæla. Einn byrjaði og þá fylgdu hinir i kjölfarið," sagði lög- regluvarðstjóri á Akureyri i samtali við Morgunbiaðið í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum var samþykkt í bæjar- stjóm fyrir skömmu að rúntinum á Akureyri skyldi lokað frá kl. 22.00 til 6.00 allar nætur vikunn- ar vegna beiðni frá íbúum í nágrenni miðbæjarins. Þeir kvört- uðu um ónæði og hávaða um nætur. „Sumir ökumannanna óku mjög ógætilega í fyrrakvöld og aðrir brutu umferðarlög með ein- stefnuakstri. Við kærðum heilan helling af mönnum fyrst og fremst fyrir glannaakstur og umferðar- brot. Hinsvegar var ekki um neina ölvun að ræða enda var markmið- ið fyrst og fremst það að halda vöku fyrir því fólki sem hafði far- ið fram á að rúntinum yrði lokað," sagði varðstjóri. Krossanes verksmiðj - an kaupir Súluna EA á 160 milljónir króna Krossanesverksmiðjan keypti eitt aflasælasta loðnuskip flotans í gær, Súluna EA 300, af Leó Sigurðssyni, eiganda útgerðar- fyrirtækisins Súlur hf. Kaupverð skipsins nemur 160 milljónum króna og eru þá veiðarfæri og varahlutir taldir með. Krossanesverksmiðjan er alfarið í eigu Akureyrarbæjar og er Sigfús Jónsson bæjarstjóri stjórnarformað- ur hennar. „Við erum búnir að vera að svipast eftir skipi síðan í haust. Verksmiðjan var hráefnislaus fram- an af loðnuvertíð þó að næg loðna hefði verið á miðunum. Skipin voru hinsvegar í öðru, svo sem í rækju. Við réðumst í kaupin til að lengja starfstíma loðnuverksmiðjunnar og ( öðru lagi erum við að koma í veg fyrir að skipið verði selt úr bænum og gaf eigandi skipsins okkur fyrst kost á kaupum. Þá erum við auðvit- að hræddir um að loðnuverksmiðj- urnar fari í auknum mæli að festa kaup á skipum og er þá ákveðið öryggi í því að hafa eitt skip, þó það dugi hvergi til ef í harða sam- keppni fer,“ sagði Sigfús. Nýir eigendur taka við Súlunni næsta þriðjudag. Súlan var smíðað í Noregi árið 1967 og hefur ávallt verið í eigu Leós. Það er 391 brúttórúmlest að stærð og með 1800 hestafla vél. Síðan hefur skip- ið verið lengt, vélarskipti hafa farið fram og það yfirbyggt. Sigfús sagði að skipinu hafí verið mjög vel við haldið og myndi nafn skipsins fylgja með í kaupunum. Áhöfn verður hin sama á skipinu og verið hefur, en skipstjóri er Bjami Bjamason. Loftplata hrundi FJÖGUR hundruð fermetra loftplata hrundi siðastliðinn laugardag eftir að uppsteypu hennar lauk í nýju fiskverk- unarhúsi Auðbjargar sf. á Hauganesi. Talið er að tjón hafi numið um hálfri milljón króna. Ekki urðu nein slys á fólki, en vinnu var nýlokið þegar óhappið varð og menn ekki famir af staðnum. Rúmmál steypunnar mun hafa verið 90 og þykkt plötunnar 25 sm. Hjálparsveit skáta á Akureyri var kölluð til svo hægt yrði að moka út steypunni áður en hún harðnaði og auk hennar munu heimaaðilar hafa tekið til hend- inni. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri mun uppslátturinn undir plötunni hafa gefið sig með fyrrgreind- um afleiðingum. nýjar bjekur nýjar bækur nýjar b/ekur nýjar b/ekur nýjar b/ekur Tvær nýjar bækur Allt fyrir bílinn Látið yfírfara bílinn fyrir veturinn. Vandið valið - Við vöndum verkin. þÓRSIWMR HF. Við Tryggvabraul, Akurevri - Sími 22700 GLOS ■ y Jíj uy Vfn- g/ösin komin aftur. VtSA KOMPAN SKIPAGÖTU 2 ■ AKUREYRII SÍMI 96-2 59 17 Rjúpna- veiðimenn Eigum öryggisblys í átta skota pakkningum. Póstsendum um land allt. SANDFELL HF Veiðarfæri - útgerðarvörur v/Laufásgötu, sími 96-26120 . er\ BÓKVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.