Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 40

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Dagstjarnan skírð Sól- bakur EA 305 NÝJASTI tog'ari Útgerðarfélags Akureyringa, Dagstjarnan frá Keflavík, hefur verið skírður Sóibakur og hefur hann hlotið einkennisstafina EA 305. Sólbak- ur var reyndar fyrsti skuttogar- inn sem útgerðarfélagið eignaðist eftir gömlu síðutogar- ana. Sólbak keypti ÚA árið 1972 frá Frakklandi, en honum var lagt í ágúst 1982 og síðan seldur í brotajárn. Vinnuslys í slippnum VINNUSLYS varð um borð í Hvanney frá Hornafirði sem nú er hjá Slippstöðinni á Akureyri. Maður um þrítugt féll um tvo metra niður í lest skipsins klukk- an rúmlega 8.00 í gærmorgun. Hann skaddaðist á hné og ökkla og var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Maðurinn var að vinna uppi á vinnupöllum í lestinni er óhappið varð. Hvanney er í lengingu hjá Slipp- stöðinni auk þess sem verið er að byggja yfír hana og hækka stýris- húsið. Gerist áskrifendur, það borgar sig. Tvær bækur í mánuði kosta aðeins kr. 620. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. nýjar b/ekur nýjar b/ekur nýjar bækur nýjar baekur nýjar bækur Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði í samtali við Morgunblaðið að nýi Sólbakur- inn væri ennþá í slipp og ekki væri ákveðið ennþá hvenær skipið héldi til veiða þó að menn gerðu sér von- ir um'að það gæti haldið á miðin fyrir áramót. Þá hefur hvorki verið ráðinn skipstjóri né áhöfn á Sólbak enn sem komið er. Morgunblaðið/GSV Hlið sem notað er við að loka akureyrska rúntinum um helgar. Lokun rúntsins mótmælt Sólbakur EA. „Ef íbúar miðbæjarins sváfu ekki fyrir gamla rúntinum, hef- ur þeim örugglega ekki orðið svefnsamt eftir að rúntjnum var lokað í fyrrakvöld. Ökumenn lágu á flautum sínum í rúma tvo tíma eins og þeir ættu lífið að leysa eftir að rúntinum var lok- að. Bærinn var fullur af bílum og ungum ökumönnum." Ég held þeir hafi ekki vitað hverju þeir voru eiginlega að mót- mæla. Einn byrjaði og þá fylgdu hinir i kjölfarið," sagði lög- regluvarðstjóri á Akureyri i samtali við Morgunbiaðið í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum var samþykkt í bæjar- stjóm fyrir skömmu að rúntinum á Akureyri skyldi lokað frá kl. 22.00 til 6.00 allar nætur vikunn- ar vegna beiðni frá íbúum í nágrenni miðbæjarins. Þeir kvört- uðu um ónæði og hávaða um nætur. „Sumir ökumannanna óku mjög ógætilega í fyrrakvöld og aðrir brutu umferðarlög með ein- stefnuakstri. Við kærðum heilan helling af mönnum fyrst og fremst fyrir glannaakstur og umferðar- brot. Hinsvegar var ekki um neina ölvun að ræða enda var markmið- ið fyrst og fremst það að halda vöku fyrir því fólki sem hafði far- ið fram á að rúntinum yrði lokað," sagði varðstjóri. Krossanes verksmiðj - an kaupir Súluna EA á 160 milljónir króna Krossanesverksmiðjan keypti eitt aflasælasta loðnuskip flotans í gær, Súluna EA 300, af Leó Sigurðssyni, eiganda útgerðar- fyrirtækisins Súlur hf. Kaupverð skipsins nemur 160 milljónum króna og eru þá veiðarfæri og varahlutir taldir með. Krossanesverksmiðjan er alfarið í eigu Akureyrarbæjar og er Sigfús Jónsson bæjarstjóri stjórnarformað- ur hennar. „Við erum búnir að vera að svipast eftir skipi síðan í haust. Verksmiðjan var hráefnislaus fram- an af loðnuvertíð þó að næg loðna hefði verið á miðunum. Skipin voru hinsvegar í öðru, svo sem í rækju. Við réðumst í kaupin til að lengja starfstíma loðnuverksmiðjunnar og ( öðru lagi erum við að koma í veg fyrir að skipið verði selt úr bænum og gaf eigandi skipsins okkur fyrst kost á kaupum. Þá erum við auðvit- að hræddir um að loðnuverksmiðj- urnar fari í auknum mæli að festa kaup á skipum og er þá ákveðið öryggi í því að hafa eitt skip, þó það dugi hvergi til ef í harða sam- keppni fer,“ sagði Sigfús. Nýir eigendur taka við Súlunni næsta þriðjudag. Súlan var smíðað í Noregi árið 1967 og hefur ávallt verið í eigu Leós. Það er 391 brúttórúmlest að stærð og með 1800 hestafla vél. Síðan hefur skip- ið verið lengt, vélarskipti hafa farið fram og það yfirbyggt. Sigfús sagði að skipinu hafí verið mjög vel við haldið og myndi nafn skipsins fylgja með í kaupunum. Áhöfn verður hin sama á skipinu og verið hefur, en skipstjóri er Bjami Bjamason. Loftplata hrundi FJÖGUR hundruð fermetra loftplata hrundi siðastliðinn laugardag eftir að uppsteypu hennar lauk í nýju fiskverk- unarhúsi Auðbjargar sf. á Hauganesi. Talið er að tjón hafi numið um hálfri milljón króna. Ekki urðu nein slys á fólki, en vinnu var nýlokið þegar óhappið varð og menn ekki famir af staðnum. Rúmmál steypunnar mun hafa verið 90 og þykkt plötunnar 25 sm. Hjálparsveit skáta á Akureyri var kölluð til svo hægt yrði að moka út steypunni áður en hún harðnaði og auk hennar munu heimaaðilar hafa tekið til hend- inni. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri mun uppslátturinn undir plötunni hafa gefið sig með fyrrgreind- um afleiðingum. nýjar bjekur nýjar bækur nýjar b/ekur nýjar b/ekur nýjar b/ekur Tvær nýjar bækur Allt fyrir bílinn Látið yfírfara bílinn fyrir veturinn. Vandið valið - Við vöndum verkin. þÓRSIWMR HF. Við Tryggvabraul, Akurevri - Sími 22700 GLOS ■ y Jíj uy Vfn- g/ösin komin aftur. VtSA KOMPAN SKIPAGÖTU 2 ■ AKUREYRII SÍMI 96-2 59 17 Rjúpna- veiðimenn Eigum öryggisblys í átta skota pakkningum. Póstsendum um land allt. SANDFELL HF Veiðarfæri - útgerðarvörur v/Laufásgötu, sími 96-26120 . er\ BÓKVAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.