Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 19 Þunguð kona sem veiktist: Fær bæði veik- indalaun og fæðingarorlof í bæjarþingi Vestmannaeyja var nýlega kveðinn upp dómur i máli þungaðrar konu gegn vinnuveitanda sínum. Konan hafði veikst skömmu fyrir bamsburðinn og komst dómur að þeirri niðurstöðu að konunni bæri launagreiðslur fyrir þann tíma, þrátt fyrir greitt fæðingarorlof. Málavextir voru með þeim hætti, að stefnandi málsins, Margrét Ey- gló Birgisdóttir réðst til starfa hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um árið 1978 og starfaði þar óslitið til 17. janúar 1984. Hún var þá þunguð og gengin 27 vikur og ól bam sitt 25. apríl. Samkvæmt læknisvottorði varð stefnandi óvinnufær 17. janúar vegna sjúk- dóms, tengdum þungun hennar, þ.e. fæðingareitrunar. Aðilar málsins deildu um það m. a. hvort stefnandi hafi frá 17. janúar til 24. apríl 1984 verið hald- in sjúkdómi í skilningi 5. og 6. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysa- forfalla. Mál þetta var sent til umsagnar Læknaráðs og í úrskurði þess kom fram það álit, að stefnandi hafi verið haldin fæðingareitrun og að henni hafi verið það nauðsynlegt að vera frá störfum vegna eitrunar- innar. Stefnandi gerði kröfu til launa fyrir tímabilið frá því að hún var frá vegna eitrunarinnar og þar til hún ól bam sitt. Stefndi taldi lög nr. 19/1979 ekki eiga við um tilvik eins og fæðingareitrun; settar hafi verið sérstakar reglur um fæðingar- orlof og því ættu reglur um veik- indagreiðslur ekki við. Var þess krafist að greiðsla fæðingarorlofs kæ_mi til frádráttar umkröfðu kaupi. í dómsniðurstöðu segir, að við það verði að miða að stefnandi hafi verið óvinnufær frá 17. janúar til 25. apríl af ástæðum tilgreindum í læknisvottorði. Segir í dómnum að lög nr. 19/1979 tryggi rétt verka- fólks til ákveðinna launagreiðslna í veikindum og þar sem hvergi sé að f.nna í lögunum eða lögskýringar- gögnum undantekningar, sem löggjafinn hefur gert varðandi ákveðinn veikindi. Var það niður- staða dómsins að stefnandi nyti vegna veikinda sinna réttar til lau- nagreiðslna samkvæmt lögunum. Samkvæmt þágildandi lögum um fæðingarorlof áttu foreldrar rétt til greiðslu þriggja mánaða fæðingar- orlofs og samkvæmt 11. mgr. 16. gr. þeirra laga á móðir rétt til eins mánaðar orlofs til viðbótar, éf henni er það nauðsynlegt af heilsufars- eða öryggisástæðum. Fékk stefn- andi greitt fæðingarorlof í fjóra mánuði. í forsendum dómsins segir síðan: „Greiðslu fæðingarorlofs er ætlað að bæta þeim foreldrum, sem ekki halda vinnulaunum frá vinnuveit- anda þegar bamsburð ber að höndum, það tekjutap sem þeir verða fyrir. Nú hagar svo til samkvæmt framangreidri niðurstöðu í máli þessu, að stefnandi er talinn eiga rétt á launum vegna veikinda frá stefndu, vinnuveitenda hennar, í þrjá mánuði að telja frá 17. janúar 1984 og varð hún því ekki fyrir tekjutapi í þann tíma. Hins vegar verður ekki talið að greiðsla fæðing- arorlofs, hvort heldur í þijá eða fjóra mánuði, og hugsanlega fram yfir það sem stefnandi kann að hafa átt rétt á þegar framangreind niðurstaða í máli þessu er höfð í huga, eigi að leia til þess að lög- bundnar launagreiðslur til stefndu til stefnanda í veikindum hennar lækki eins og stefnda heldur fram. Því verður ekki fallist á þær kröfur stefndu að fæðingarorlof komi að hluta til frádráttar launagreiðslum stefndu til stefnanda." Dóm þennan kváðu upp Friðgeir Bjömsson, umboðsdómari, og lækn- amir Guðmundur Steinsson og Reynir Tómas Geirsson. Hvammstangi: 45.500 kindum slátrað í haust Hvanimstanga. RÚMLEGA 45.500 kindum var slátrað þjá gláturleyfishöfunum tveimur á Hvammstanga á liðandi hausti: Hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga var slátrað 38.585 kindum. Meðalþyngd dilka var 14,82 kg. Þar að auki slátraði kaupfélagið 282 kind- um fyrir Framleiðnisjóð. Hjá Verslun Sigurðar Pálmasonar var í októberlok búið að slátra 6.435 kindum. Meðal- þyngd dilka var 14,56 kg. Að auki var slátrað fyrir Framleiðnisjóð 244 kindum. Verslun Sig. Pálmasonar áformar slátrun í byijun desember á svokölluðum jólalömbum, sem trúlega verða um 100. Niðurskurður vegna sauðfjársjúk- dóma í Vestur-Húnavatnssýslu er óverulegur í ár. Aðeins var skorið nið- ur á einum bæ í Víðidal. Karl ÍSLENSKAR GETRAUNIR iþróttamiðstööinni v/Siglun • 104 ReykjaviK island • Simi 84590 GETRAUNAVINIMINGAR! 13. leikvika - 21. nóvember 1987 Vinningsröð: 2X1-X2X-1 11-212 1. vinnlngur, kr. 595.143,36,- flyst yflr á 14. leikvlku þar sem engln röA kom fram með 12 rétta 2. vlnnlngur 11 réttlr kr. 266.061,- T00362 Kœrufrestur er til mánudagsins 14. deaember 1887 kl. 12,00 é hádegl. Japönsk gæði eins og hún gerist fullkomnust. Vörumarkaðurinn hf. I KRINGLUNNI S: 685440 Klin»jandi kristall-kærkomin gjöf KostaIÍBoda Bankastræti 10 - Sími 13122 Kringlunni - Sími 689122 FUNAI — fjarstýrði geislaspilarinn með öllum tækninýjungunum á aðeins kr. 19.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.