Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Jónbjörn Magnús- son - Minning Fæddur 3. ágríst 1967 Dáinn 14. nóvember 1987 í dag kveðjum við í hinsta sinn vin okkar Jónbjörn Magnússon sem lést í Borgarspítalanum 14. nóvem- ber. í ágúst síðastliðnum fengum Við þær sorgarfréttir að Jómbi hefði lent í alvarlegu umferðarslysi og fékk það mikið á okkur. Það gladdi okkur því mikið þegar Jómbi virtist vera kominn yfír erfiðasta hjallann eftir hetjulega baráttu, með dygg- . um stuðningi Qölskyldunnar, því ekki hafði útlitið verið bjart fyrst eftir slysið. Kom það því eins og reiðarslag yfir vinahópinn þegar afleiðingar slyssins yfirbuguðu hann. Samhentur hópur okkar, nokk- urra fyrrverandi nemenda Öldu- selsskóla, hefur á undanfömum árum átt margar ánægjulegar stundir saman. Ætíð tók Jómbi þátt í því sem gert var, jákvæður og lífsglaður. Nú er höggvið stórt skarð í vinahópinn og er sárt að hugsa til þess að sjá ekki kæran vin framar, en minning hans lifír á meðal okkar. Við þökkum Jómba fyrir allar ánægjustundimar sem við áttum með honum og sendum foreldrum og bræðmm hans okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Agnar Þór Brynjólfsson, Sigurður Einarsson. í dag verður vinur okkar og fé- lagi, Jónbjöm Magnússon, jarð- sunginn frá Háteigskirkju. Það er erfitt að sætta sig við þessi skjótu endalok þó svo að oftar en einu sinni hafi verið tvísýnt um líf hans. Þann 16. ágúst sl. lenti Jómbi, eins og hann var kallaður meðal vina og kunningja, í alvar- legu bflslysi og var það kraftaverki líkast að hann skyldi lifa það af. Jómbi var á góðum batavegi þegar hann var skyndilega kallaður burt úr þessum heimi aðeins tvítugur að aldri, fullur eftirvæntingar og bjartsýni um það sem framtíðin bæri í skauti sér. Við kynntumst Jómba í gmnn- skóla og strax þá tókst með okkur óijúfanleg vinátta. Strax kom í ljós að Jómbi var sannur vinur vina sinna, og var hans persónuleiki þeim eiginleikum gæddur, að treysta mátti honum fyrir öllum hugsanlegum vandamálum með vissu um að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að leysa úr þeim. Alltaf var hægt að ræða málin við Jómba í fullum trúnaði og af hreinskilni, og má eiginlega segja að í raun hafí hann verið betri vin- ur vina sinna en sjálfs sín. Það fór aldrei mikið fyrir Jómba. Hann var fremur hlédrægur en samt sem áður félagslyndur og ein- stakur á sinn hátt. Em margar samvemstundir okkar með honum ógleymanlegar, en þær vom ófáar , þó svo að þau fáu, en góðu ár sem hann lifði, hafi ekki orðið fleiri en tuttugu. Það er sárt að kveðja svo góðan og kæran vin sem Jómbi var, og orð mega sfn lítils á stundu sem þessari. Við vottum foreldrum hans, þeim Magnúsi og Önnu, bræðmm hans, þeim Hilmari og Ingólfí, og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja þau á þessari stundu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, maigt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin stn'ð. Far þú i friði, .friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljúta skalt. (V. Briem.) Birgir, Hlíf, Eyþór og Sigursteinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem.) Í dag verður lagður til hinstu hvflu fyrrum skólafélagi okkar og vinur Jónbjöm Magnússon er and- aðist á Borgarspítalanum aðfara- nótt 14. nóvember og langar okkur að minnast hans í fáum orðum. Leiðir okkar lágu saman í Öldu- selsskóla og áttum við þar margar góðar stundir. Jónbjöm eða Jómbi eins og við kölluðum hann átti auð- velt með að sjá björtu hliðamar á tilverunni og ósjaldan tókst honum að hrífa okkur með í hlátri sínum og lífsgleði. Að loknu grunnskóla- prófi lágu leiðir okkar í ýmsar áttir og þrátt fyrir að samverustundum okkar fækkaði héldust áfram sterk vináttubönd á milli okkar. Jómbi stundaði blikksmíðanám síðustu tvö ár og stefndi að sveins- prófi í greininni. Hann ferðaðist víða og þótti okkur ætíð gaman að heyra hann segja frá ferðum sínum erlendis er fundum okkar bar sam- an. Jómbi var einmitt að leggja af stað í eina slíka ferð er örlagaríkir atburðir áttu sér stað í lífi hans síðastliðið haust. Jómbi var góður félagi og sannur vinur og rejmist okkur erfitt að sætta okkur við skyndilega brottför hans. Viljum við votta fyölskyldu hans og aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og blessa í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning hans. Gummi J., Siggi, Steini og Brandur. Jónbjöm var sonur Magnúsar Þórs Hilmarssonar og Önnu Þ. Ing- ólfsdóttur. Hann var elstur þriggja bræðra, næstur kom Hilmar og svo Ingólfur. Jónbjöm bjó heima hjá fyölskyldu sinni í Breiðholtinu. Við kynntumst Jónbimi eða Jómba, eins og við kölluðum hann, í gegnum skólann í Ölduseli sem við öll sóttum. Hann var mjög fé- lagslyndur og safnaði að sér mörgum vinum sem hann hélt tryggð við alla tíð. Eftir skólaskyld- una hóf hann nám í blikksmíði og starfaði við þá iðn hjá Blikk og stál. Ýmislegt hefur á daga hans drifið þrátt fyrir stutta ævi en hann jafn- an sigrast á öllum erfiðleikum klakklaust með góðum stuðningi frá fyolskyldu sinni. í ágúst siðastliðnum lenti hann í miklu bílslysi sem olli því að hann var ekki jafii styrkur líkamlega og áður. Var hann engu síður jafn lífsglaður og fyrr og lét sér í léttu rúmi liggja þau áhrif sem það hafði á hann. Jómbi talaði hversdagslega um atburðinn og við heyrðum hann aldrei kvarta eða barma sér á nokk- um hátt auk þess sem hann hresstist og styrktist með degi hveijum. Þar sem Jómbi virtist kominn það vel á bataveg kom það mjög á óvart að eftirköst slyssins skyldu láta til sfn taka svo miklu síðar og verða honum þá um megn. Það er þó huggun harmi gegn hversu hress og glaður hann var síðustu ævidaga sína sem hann eyddi í góðu tómi með fyölskyldu og vinum sínum. Að kveðja svo góðan vin sem Jómbi var er mjög erfitt. Minningin um hann mun lifa meðal okkar og styrkja okkur, fyölskyldu hans og aðra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans. Við biðjum þess að Jónbjöm fái að hvfla í friði og sendum samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans og annarra aðstand- enda. Ólafur Már Ólafsson, Óskar Gunnarsson, Björn Sveinbjörnsson. Ungur frændi og vinur Jónbjöm Magnússon hefur kvatt okkur, allt of ungur og allt of snemma. Við rekum okkur oftar á það, hvað við fáum litlu ráðið um sam- veru okkar í þessu lífí, því skulum við nota tímann okkar vel og sýna hvort öðru mannkærleik, eins og ungi vinurinn okkar gerði. Við þekktum Jónbjöm vel, fylgd- umst með honum í uppvextinum, bæði vegna náins skyldleika og umgengni gegnum árin. Jónbjöm var góður drengur, hann var bamgóður, rólegur og til- litssamur við allt og alla svo af bar. Kynntumst við þessu vel í fari hans er hann var í vinnu með okk- ur um tíma og kom með okkur heim í vinnuhléum. Vorum við öll við erfiðisvinnu, þar sem hann hlífði sér hvergi, en hann lét ekki þar við sitja heldur hjálpaði til er heim kom, m.a. að hafa ofan fyrir yngstu dömunni á bænum. Þessar stundir vom í alla staði frábærar sem og aðrar stundir með honum. Við emm þakklát fyrir að hafa átt Jónbjöm að vini, og að eiga af honum fallegar myndir úr minning- unni sem við varðveitum í hjörtum okkar. Elsku Anna, Maggi, Hilmar og Ingólfur, Guð styrki ykkur og styðji á slíkri sorgarstund sem og allar aðrar stundir. Ei fellur nokkur fugl á jörð án fóður yðar vilja, hann alla sína annast hjörð, þó ei sé gott að skilja. Hið minnsta stiá, hið minnsta blað hans milda höndin geymir, hann eigi vill að eyðist það, hann aldrei nokkru gleymir. (Vald. Briem.) Vala, Fríðbjörn og dætur. Ástkær vinur okkar Jónbjöm eða Jómbi eins og hann var alltaf kallað- ur er látinn. Fregnin um andlát hans kom eins og reiðarslag yfir okkur, því eftir að hann lenti í bflslysinu í ágúst, hafði hann verið á stöðugum batavegi. Við glödd- umst allar yfír þessum stórkostlega bata og því var þetta það seinasta sem við áttum von á. Osjálfrátt fer maður að hugsa um hver sé tilgang- urinn með að hrífa svo ungan og lífsglaðan dreng í blóma lífsins í burtu. En einhver ástæða hlýtur að liggja að baki öllu. Er ekki sagt að þeir sem guðimir elska deyja ungir. Við kynntumst Jómba í grunn- skóla og allar götur síðan höfum við haldið sambandi. Margar gleði- stundimar höfum við átt saman sem seint munu gleymast. Jómbi var mjög rólyndur og góður strákur. Sú manngerð sem maður gat treyst á. Ef maður var hjálparþurfi þá var alltaf hægt að leita til hans, hjálp- semi hans og gjafmildi var ótrúleg. Ef við lítum til baka þá minnumst við Jómba alltaf brosandi og í góðu skapi, því það sem einkenndi hann var bjartsýni og þægilegt viðmót. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja Jómba. Sorgin og eftir- sjáin er mikil. En við huggum okkur við það að Jómbi er farinn til nýs og betra lífs, þar sem við munum öll hittast að nýju. Við vottum for- eldrum hans Magnúsi og Önnu og bræðrum hans Hilmari og Ingólfi okkar innilegustu samúðaróskir. Og megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Vigdís, Dísa, Lísa, Karen, Krístina, María og Hulda. Það voru slæm tíðindi er okkur starfsfélögum og fjölskyldu Jón- bjöms barst síðla sunnudags 9. nóvember til Amsterdam, að Jón- bjöm væri kominn á gjörgæslu aftur og ekki hugað líf vegna afleið- inga af bflslysi frá því í ágúst. Þetta var okkur svo fyarri að trúa því að svona þyrfti að fara því hann hafði kvatt móður sína svo ánægður, en þar sem hann treysti sér ekki með okkur starfsfélögunum þá lét hann móður sína njóta farseðilsins með hópnum. Jónbjöm var sonur hjónanna Önnu Ingólfsdóttur og Magnúsar Hilmarssonar flugvélstjóra. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Skólaganga hans var í Breiðholtinu og átti hann ávallt góðan vinahóp enda var hann félagslyndur dreng- ur. Hann hafði ferðast mikið á uppvaxtarámm sínum bæði innan- lands sem utan, hann átti yndislega ömmu í Lúxemborg sem hann heim- sótti oft, en í einni af síðustu ferðum sínum til hennar keypti hann falleg- an bíl sem honum þótti mjög vænt um. Jónbjöm byijaði að vinna í blikksmíði í skólafríum sínum á sumrin og í fríum um hátíðar, en þegar hann hafði lokið skyldunámi fór hann á námssamning í blikk- smíði hjá okkur. Honum féll fagið mjög vel og var með lagnari nemum okkar, það er eins og sagt er, hann hafði þetta í sér. í ágúst síðastliðnum varð hann svo fyrir umferðarslysi ásamt starfsfélaga sínum og var frá störf- um síðan, en hafði gott samband við okkur og starfsfélaga sína þeg- ar hann komst af sjúkrahúsi og allt virtist ganga eðlilega sem kom fram í því að hann var farinn að hugsa hvemig hann gæti stundað Iðnskólann á meðan hann væri að ná sér að verða vinnufær. En það átti alls ekki fyrir honum að liggja því hann var burt kvaddur í blóma lífsins. Við viljum hér þakka góðum dreng og frænda góð störf og gott viðmót um leið og við sendum for- eldrum, bræðmm og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Genginn er góður drengur og blessuð sé minning hans. F.h. Blikks og stáls hf., Garðar Erlendsson, Valdimar Jónsson. Þær vora hörmulegar fréttimar sem bárust okkur starfsfélögunum hjá Blikk og stál eftir að við komum heim úr ferð frá Amsterdam 10. nóvember sl. Jónbjöm starfsfélagi okkar og kær vinur lá þungt hald- inn á spítala. Nokkram dögum seinna var hann dáinn. Ég hafði þekkt Jónbjöm síðan við voram í grannskóla en ég kynnt- ist honum betur þegar hann kom að vinna með okkur fyrir tæpum fjóram áram. Hann var mjög vel liðinn af starfsfélögunum og skemmtilegur að vinna með. Hann hafði ferðast talsvert erlendis og hafði því frá mörgu skemmtilegu að segja. í siðustu ferð sinni erlend- is keypti hann sér bfl sem hann var mjög stoltur af. En hann fékk ekki að njóta hans lengi því bfllinn eyði- lagðist í alvarlegu umferðarslysi í ágúst sl. En Jónbjöm náði sér fiirðu vel eftir slysið og var fullur af orku og lífskrafti þrátt fyrir alvarleg líkamsmeiðsl. Jónbjöm kom ekki að vinna með okkur aftur, en við fylgdumst vel með honum. Hann átti ekki von á skjótum bata en horfði ótrauður fram á við. Hann átti góða fjölskyldu sem stóð að baki honum og studdi hann í veik- indum hans. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar og starfsfélaga senda mínar dýpstu samúðarkveðjur til foreldra hans, bræðra og annarra aðstand- enda. Missir ykkar er mikill en minn- ingin um góðan dreng lifir. F.h. starfsfélaga Blikk og stál, Krístínn Á. Krístinsson. Við voram um 90 krakkamir sem lukum samræmdu prófunum og útskrifuðumst úr Ölduselsskóla vor- ið 1983. Flest okkar höfðu þekkst lengi, byijað í Ölduselsskóla þegar á fyrstu starfsáram skólans svo að það var samstæður hópur sem kvaddi skólann vorið 1983 og hélt út í „alvömna", framhaldsnám eða vinnu. Við áttum margar ánægjulegar samverastundir í skólanum og þeg- ar við héldum nemendamót haustið 1985 urðu ógleymanlegir vinafund- ir þar sem skólasystkini hittust og áttu saman gleðistund. í dag kveðj- um við einn skólabróður okkar og vin, Jónbjöm Magnússon, sem lézt aðfaranótt laugardagsins 14. nóv. sl., aðeins tvítugur að aldri. Jómbi, eins og hann var alltaf kallaður, er horfinn okkur, það er erfitt að skilja hvers vegna svo ungur maður er hrifinn á brott en við reynum að sætta okkur við það og hug^sum: „Þeir deyja ungir sem guðimir elska" og að Jómba hafí verið ætlað meira starf á öðra til- verastigi. Við sem þessar línur skrifum þekktum Jómba vel og voram með honum í skóla í mörg ár en þegar við útskrifuðumst úr Ölduselsskóla skildu leiðir eins og oft vill gerast og við hittumst sjaldnar en áður. Alltaf vora þó sterk vináttubönd milli okkar. Með þessum fátæklegu línum viljum við fyrir hönd skólasystkina Jómba úr Ölduselsskóla þakka hon- um vináttu og samleið, og votta foreldram hans, bræðram og nán- ustu aðstandendum okkar dýpstu samúð. Stjóm nemenda- félagsins 1982—1983, Ingimar F. Jóhannsson, Erlendur Helgason, Anna Bjamadóttír. íslendingar ganga í Samtök evrópskra tryggingaf élaga AÐILD Sambands islenskra tryggingafélaga að Samtökum evrópskra tryggingafélaga (CEA) var formlega samþykkt á þingi samtakanna í París dagana 21. til 23. október. Nú era nítján þjóðir með fulla aðild að CEA, en auk þeirra hefur Júgóslavía svokallaða áheyrnarað- ild, eitt austantjaldsríkja. CEA gætir hagsmuna yfir 4500 evróp- skra tryggingafélaga og nema iðgjaldatekjur þessara félaga yfir 30% af tryggingaiðgjöldum í heim- inum. Áætlaður starfsmannafjöldi allra vátryggingarfélaga sem CEA er málsvari fyrir nálgast eina millj- ón. Tilgangur samtakanna er meðal annars að miðla upplýsingum milli landssamtakanna um öll svið vá- tryggingarmálefna og stunda rannsóknar- og fræðistörf á sviði vátrygginga. Þá er samtökunum ætlað að veita ýmsum alþjóðlegum stofnunum og samtökum ráðgjöf og auka veg vátryggingarstarfsem- innar í aðildarlöndunum og kynna hana almenningi og stjómvöldum. Aðsetur samtakanna er í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.