Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Sinfóníuhljómsveit íslands: Spænskur blær og fantasía frá Túnis Yfirbragð tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands í kvöld í Háskólabíói verður með óvenjuleg- um hætti: Frumflutt verður nýtt verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Pétur Jónasson, gítarleikari, leikur einleik í gítarkonsert eftir Joaquin Rodrigo og flutt verður í fyrsta skipti hér- lendis sinfónía nr. 1 eftir William Walton. Mist Þorkelsdóttir er eitt okkar jmgstu tónskálda. Verk hennar hafa vakið athygli og hún hlaut m.a. 2. verðlaun í samkeppni Ríkisútvarps- ins fyrir ung tónskáld 1985. Ég hitti hana að máli eftir fyrstu æf- ingu hljómsveitarinnar á verki hennar „Fanta-Sec“ og innti hana eftir því, hvort það hljómaði eins og hún hefði gert ráð fyrir: Vona að áhrifin skili sér „Ég var hissa á sumu, og annað vissi ég um,“ sagði Mist. „í raun er erfítt fyrir mig að segja til um það hvemig mér fannst; ég hlustaði ekki á verkið í heild, heldur á ein- staka þætti þess og þá fyrst og fremst á þá, sem mér fínnst að þyrftu að koma sterkar út. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit og ég vona að mér takist að koma til skila þeim áhrifum sem ég varð fyrir, þegar ég samdi verkið. — Og um það er ég ekki dómbær eftir fyrstu æf- ingu!“ — En hvaða áhrifum varðst þú fyrir, sem varð kveikjan að verkinu? „Eg samdi þetta verk í Túnis í fyrravor, þegar ég var þar á ferða- lagi. Þetta er eins konar fantasía um sjóinn þar. Þetta er sögufrægur staður og úti fyrir ströndum em Ódysseifur og sýrenumar en söngur þeirra dró sjómenn til glötunar. Það er heitt og sjórinn er endalaus, blár og heitur, það gerist ekkert nema einstaka sinnum kemur stór alda. — Þetta verk endurspeglar þessa tilfínningu og þessi áhrif: Sagan er akkúrat um þennan sjó, sem er allt öðra vísi heldur en sjórinn heima," sagði Mist Þorkelsdóttir, um nýj- asta verk sitt. Það tekur um átta mínútur í flutningi. Auk þessa verks er Mist að skrifa annað tónverk, sem hún vildi ekki tjá sig um og einnig hún kennir í Tónmenntaskólanum og Tónlistar- skólanum í Garðabæ. Pétur Jónasson, gítarleikari, hef- ur um þriggja ára skeið búið í Alicante-héraðinu á Spáni, þar sem hann hefur numið enn frekari gítar- leik og tekið þátt í tónleikahaldi. Hann hefur gert víðreist með gítar- inn og haldið tónleika í Evrópu, Ameríku og Asíu. Hann var valinn úr stóram hópi til að taka þátt í narhskeiði hjá Andrés Segovia í Los Angeles í fyrra. Nú hefur hann flutt heim um sinn, ætlar að stunda tón- ieikahald hér í vetur en næsta vor leggja land aftur undir fót. Þá tek- ur hann upp hljómplötu í Edinborg með tónlist, sem Hafliði Hallgríms- son hefur samið fyrir hann og heldur einnig hljómleika erlendis, bæði í Bandaríkjunum og á Spáni. Spænsk stemmn- ingsmúsík En hvað segir hann um gítarkon- sertinn „Fantasia par un gentil- hombre" eftir spænska tónskáldið Joaquin Rodrigo? Pétur Jónasson leikur einleik á gitar með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld, hljóðfæri, sem sjaldan heyrist í með sinfóníuhljómsveit. „Þetta er annar tveggja þeirra gítarkonserta, sem oftast era flutt- ir. Reyndar era þeir báðir eftir Rodrigo. Rodrigo er 20. aldar tón- skáld; hann er enn á lífí og hefur verið blindur alla tíð. Hann semur ekki nútímatónlist, heldur er t.d. þessi gítarkonsert byggður á stefj- um frá barokktímanum og hljómar eins og tónlist frá þeim tíma. Þetta verk var samið fýrir og tileinkað Andrés Segovia. Þetta er mikil stemmningsmúsík, sem vekur upp gamalt, spænskt andrúmsloft. Ég tengist þessu verki persónleg- um böndum," sagði Pétur ennfrem- ur. „Ég hef mikið hlustað á þetta verk og þetta er þannig stykki, að þegar maður heyrir það, segir mað- ur við sjálfan sig: Þetta verð ég að spila einhvem tímann!“ Þetta er í fyrsta skipti, sem Pét- ur Jónasson leikur með Sinfóníu- hljómsveitinni á tónleikum, en 1982 tók hann þátt í Sjónvarpsupptöku með henni. Hann hefur einnig spilað 20 ára söngafmæli Tónlist Jón Ásgeirsson Skólastarf á íslandi hefur að miklu leyti verið rúið allri list, nema þá helst er nam vísnagerð. Einstaka sinnum munu skóla- sveinar hafa staðið fyrir samsöng og leiksýningum en sjálft skóla- námið að öðra leyti verið fræð- astagl, þar sem listumsvif vora talin ófín og gáfuðu fólki lítt sæm- andi. Kunnátta í stærðfræði og latínu var notuð sem eins konar gáfnapróf og sú ein listgrein kom til álita, að semja góða íslenskurit- gerð. í sögu var getið að nokkra helstu rithöfunda og önnur menn- ingaramsvif eins og tónlist höfðu ekki mikið meira pláss en að sagt var frá því að Beethoven hefði orðið heymarlaus, Schumann geð- veikur og Bach átt 22 böm. Myndlist var harla létt metin enda var teiknihæfíleikinn eitthvað sem mönnum var gefið og ásamt því að vera músíkalskur, þá komu vitsmunir og kunnátta því máli ekki við. Þetta viðhorf hefur því miður ekki verið kveðið niður, þrátt fyr- ir að listumsvif hafi aukist mjög mikið á síðari áram, og margir skólamenn skilji að listuppeldi er mikilvægt fyrir tilfínningalegan þroska mannsins og andlegt jafn- vægi hans. Það væri verðugt athugunarefni að rannsaka áhrif kórs eins og þess sem nú er að halda upp á 20 ára starfsafmæli sitt við Menntaskólann í Hamrahlíð. Rektorar skólans hafa stutt vel við starfsemi kórsins en meistari verksins er Þorgerður Ingólfsdóttir og þegar litið er yfír sögu kórsins er ljóst að hún er snillingur í því að laða fram und- ur fagran söng, þó megínhluti söngmánna hafi litla reynslu og kunnáttu og séu raddlega lítt þroskaðir. Það er ekki aðeins að söngur unga fólksins sé fallegur og hreinn í hljóman, heldur er hann og gæddur sérkennilega fíngerðri innlifun og æskuglaðlyndi sem tekur til hjartans. Listamaðurinn Þorgerður Ingólfsdóttir hefur ekki aðeins laðað til sín söngfólk, því tónskáld hafa hrifist og samið margvísleg tónverk fyrir kórinn sem þannig hefur verið virkur í skapandi framvindu íslenskrar tónsköpunar, allt frá 1970, er Þorkell Sigurbjömsson sendi Þor- gerði lag sem hann kallar Trölla- slag handa hálftröllum í Hamrahlíð og flutt var nú í tilefni aftnælisins. List er máttug og um það vitn- ar frægð kórsins erlendis. Það era trúlega ekki margir menntaskólar í heiminum sem geta státað af jafn góðum kór og frægð kórsins er ekki aðeins vitnisburður um að vel hafí verið unnið, heldur og mikill álitsauki fyrir skólann í heild, svo að nú nefna ménn í sömu andrá skólann og kórinn í Hamrahlíð. Aftnælistónleikamir vora stór- kostleg tónlistarhátíð og hinn fagri söngur unga fólksins var þranginn af ást, gamni, alvöra og æskugleði. Kristinn Sigmunds- son er hóf sinn söngferil með kómum söng nokkur lög og hreint sló alla „útaf laginu" með feikna glæsilegum söng sínum, studdur af Catherine Williams píanóleik- ara. Yfírfullur salurinn í Mennta- skólanum við Hamrahlíð er tii vitnis um að fólk kann að meta starf Þorgerðar og þakkar henni og kómum fyrir góðar stundir og vill eiga von í enn meiri söng. Staðgreiðslukerfi skatta: Skattkort eldri borgurum til hagræðingar FÉLAG eldri borgara hélt nýver- ið félagsfund, þar sem kynnt var hið nýja staðgreiðslukerfi skatta og hvemig það snýr að eldri borgurum. Fundurinn var hald- inn í súlnasal Hótel Sögu og var salurinn þétt setinn gestum. Á fundinn mættu fulltrúar frá stað- greiðsludeild ríkisskattstjóra, þeir Skúli Eggert Þórðarson og Jón Zophaníasson. Höfðu þeir framsögu á fundinum og svömðu fyrirspurnum. Nýlega var öllum ellilífeyris- þegum sent bréf frá ríkisskatt- stjóra, þar sem þeim var gerð grein fyrir nýju fyrirkomulagi varðandi greiðslu skatta, að því er þá varð- aði. Mörgum þótti þetta bréf óljóst og var mörgum fyrirspumum beint til skattayfirvalda. Að sögn Haralds Steinþórssonar, sem var fundar- stjóri á fundinum var þetta ástæða þess að félagið boðaði til fundarins. Taldi Haraldur að hið nýja kerfi ætti á margan hátt að verða mönn- um til hægðarauka. í upphafí erindis síns rakti Skúli aðdragandann að setningu regln- anna um staðgreiðslukerfíð. Hann skýrði síðan meginreglur hins nýja skattkerfís. Eitt aðalatriði hinna nýju reglna era hinir svokölluðu launagreiðendur og launamenn. Hlutverk launagreiðanda er að ákveða skatta launamanna, halda skattinum eftir af launum og koma til rétthafa. Hlutverk launamanns er hins vegar að upplýsa um að- stæður og réttindi sín með afhend-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.