Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 63

Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 63 Kveðjuorð: Sveinsína Sísí Tryggvadó ttir Sveinsína Tryggvadóttir, eða Sísí eins og hún var jafnan kölluð, var til moldar borin í gær, miðvikudag. Það er erfítt að hugsa sér það að eiga ekki eftir að hitta hana aftur. Ég kynntist henni fyrst fyrir tæp- um 10 árum í Lágmúla 9. Hún var einn fyrsti starfsmaður SÁÁ og starf- aði sem ráðgjafí þar til sjúkdómurinn sem hana hrjáði leyfði það ekki leng- ur, en það var fyrir stuttu síðan. Sísí sýndi ótrúlegan kjark sem kom þeim sem þekktu hana reyndar ekki á óvart. Hún var stórglæsileg kona og hafði fágaða framkomu sem ein- kenndist af hlýju viðmóti og mýkt sem átti sinn þátt í að laða fram það besta í fólki. Og það var sama hvort alkóhólisti eða aðstandandi átti í hlut, Sísí átti til skilning á sjúkdómnum alkóhólisma sem fáum er gefínn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkri manneskju, hún reyndist mér góður vinur frá fyrstu kynnum. Hún snerti líf margra og hennar verður sárt saknað. Fjölskyldu Sísíar votta ég innilega samúð mína. Helga Ásgeirsdóttir Á liðnum árum hefur margt verið reynt á íslandi til að koma þeim til hjálpar sem minna mega sín í þessu lífí vegna vímuefnaneyslu og ýmissa vandræða. Meðferðarstofnanir hafa verið byggðar, prógröm skipulögð og gerð sem best úr garði svo hjálpa megi fólki aftur inná vandræðaminni braut. En prógrömminn verða aldrei betri en fólkið sem vinnur við þau, svo árangur meðferða byggist alltaf að miklu leyti á hæfileikum og mann- kostum þeirra sem þangað ráðast til starfa. Það hefur verið gæfa SÁÁ að þangað réðst einu sinni til starfa konan Sveinsína Tryggvadóttir eða Sísí eins og við kölluðum hana öll. Sísí var óvenju miklum mannkostum búin, ákaflega vel greind, vel lesin og mikill mannþekkjari. Hún hafði reynt sitt af hveiju í eigin lífi en lífsreynslan hafði gert hana að vitr- ari og betri manneskju en ekki fyllt hana biturleika eins og stundum gerist. Hún gat því notfært sér eigin reynslu til að liðsinna öðrum og gerði það betur en flestir aðrir. Alkóhólist- ar eru oft erfíðir viðfangs, þeir eru stundum óheiðarlegir og ekki allir þar sem þeir sýnast, en á sama tíma eru þeir viðkvæmir og tortryggnir og markaðir viðbrögðum þess um- hverfís sem þeir hafa lifað í. Það er vandi að umgangast alkóhólista og enn meiri vandi að vinna meðal þeirra og fá þá til að treysta sér og virða sig. Þetta tókst Sísí ákaflega vel þó svo að hún hefði sjálf aldrei drukkið áfengi í óhófi. Hún skildi skjólstæð- inga sína vel og gat stofnað til vináttu, þar sem allt mátti segjast en ekki þurfti að veíja orðin l við- kvæmar umbúðir, svo enginn gæti móðgast. Þess vegna var Sísí svo góður ráðgjafí sem raun bar vitni. Lengst af vann Sísí á Sogpii sem ráðgjafi og þar kynntumst við henni sem þetta ritum best. Þar var Sísí drottningin í ríki sínu meðal sam- starfsmanna, sem báru fyrir henni óskipta virðingu og mátu reynslu hennar og mannkosti mikils. Þar stjórnaði hún grúppum af myndug- leik og miklu innsæi, þar flutti hún ágæta fyrirlestra, þar talaði hún við ótal sjúklinga og hjálpaði þeim til annars skilnings á eigin tilveru. En þar átti hún líka sínar erfíðu stund- ir. Það var á Sogni sem Sísí upplifði fyrstu einkenni þess sjúkdóms, sem síðar átti eftir að draga hana til dauða. Það var í ágústmánuði í fyrra, sem hún kenndi lömunar í vinstra fæti og kvartaði undan því við okk- ur. Umfangsmiklar rannsóknir leiddu í ljós hver sjúkdómurinn var og eftir það gátum við aðeins beðið og fylgst með þeirri þróun sem varð. Sfsí hrak- aði hratt, lömunin í fætinum jókst og færðist í hinn fótinn og áður en varði var þessi dugmikla kona komin í hjólastól. Og lömunin hélt áfram og áfram og að lokum var hún alveg komin í rúmið og gat sig ekki hrært. Það virtust ekki vera nein tak- mörk á miskunnarleysi forlaganna og oft fylltumst við magnvana reiði gagnvart þeim örlögum sem þessari konu voru búin. En á þessum erfíðu stundum reis Sísí hæst, þá komu í ljós þeir mannkostir sem gerðu hana að þeirri manneskju sem hún var. Hún barðist eins og hetja og hélt dauðahaldi í vonina um betra líf og bata, þó hún virtist aldrei glata raun- sæinu í hugsunum sínum. Eftir því sem máttleysið jókst átti hún erfíð- ara með að lifa sjálfbjarga lífí en hún vildi þrauka hvað sem það kostaði. Sísí vann á Sogni þar til íjórum vik- um fyrir andlát sitt. Hún sat í hjólastólnum sínum og gat sig varla hreyft og þurfti að fá aðstoð við flest en aldrei gafst hún upp og var fram í það síðasta frábær ráðgjafí og gat tekið þátt í raunum sjúklinga sinna þrátt fyrir þann harmleik sem henn- ar eigið líf var orðið. I Islendingasögum er oftlega sagt frá dauðastundum manna. Menn taka bana sínum misjafnlega og það þótti bera mannkostum og eiginleik- um gott vitni að bregðast vel við dauðanum. Á þeirri stundu verður ekki aftur snúið og þá þarf að standa reikningsskil þess sem verið hefur. „Hverð gerðirðu veröld Drottins til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlagsbil," stendur einhvers stað- ar. Sísí Tryggvadóttir getur hnarreist staðið frammi fyrir skapara sínum og litið um farinn veg. Þar fór góða kona sem „gerði veröld Drottins til þarfa" sem mikilvægast verður að teljast, hún hjálpaði öðrum að fínna sjálfa sig í þeim brotabrotum sem mannlegt líf stundum er. Hún lifði eigin lífí í því jafnvægi sem gerði hana að þeirri konu sem hún var, ól upp sín böm og var þeim góð móðir, qúklingunum okkar góður ráð- 'þjafi og okkur góður vinur og félagi. Fari Sísí í friði, friður Guðs hana blessi, við munum beijast áfram fyr- ir framgangi þeirra mála sem okkur öllum voru svo mikilvæg og megi Guð gefa okkur eitthvað af þeirri sálarró og jafnvægi sem hún virtist hafa fram á síðustu stund. Óttar Guðmundsson Þórarínn Tyrfingsson Fimmtudagurinn rann upp eins og venjulega. Það var þoka á leiðinni austur. Ekki hvarflaði að mér, að þessi fimmtudagur yrði á neinn hátt frábrugðinn öðrum dögum. Símtal úr Reykjavík breytti þessum degi og það dimmdi enn meira yfír þessum drungalega degi. Lára, dóttir Sísísar, hringi og tjáði mér að mamma sín væri dáin. Minningamar hrönnuðust upp í huganum. Ég fann fyrir miklum söknuði og tómleika. Sísí kæmi aldr- ei aftur að Sogni, en ég vissi, að andi hennar færi þaðan aldrei. Ég kynntist henni fyrir 9 árum, en þá var hún ráðgjafi hjá fjölskyldudeild Reykjavíkurborgar í Lágmúla 9. Ég bað hana þá að koma austur að Sogni einu sinni í viku til fyrirlestrahalds, en þróunin varð sú, að fljótlega réðst Sísí í fullt ráðgjafarstarf að Sogni og hætti hjá fjölskyldudeildinni. Hún hafði allt sem góður alkóhól- ráðgjafí þarfnast í starfi. Hún naut sín vel í samstarfi við aðra, bæði sjúklinga og annað starfslið. Á milli okkar Sísíar var alltaf mikil vinátta sem ég mat mikils og á ég henni - persónulega mikið upp að unna. Fá- einum dögum fyrir andlát hennar heimsóttum við hana, tveir vinir hennar, á sjúkrahúsið. Þá sá ég vel hve Sísí var falleg og sterk mann- eskja. Við eyddum góðri stund saman við að ræða um heima og geima, nýafstaðna Grikklandsferð, meðferð- armál, dægurmál, drukkum saman kaffi ogte. Við hlógum og spjölluðum og stundum var allt eins og áður. Þegar ég kvaddi hana fann ég hversu erfitt ég átti með að horfa í augu hennar. Mér fannst hún kveðja mig öðruvísi en áður. Hún vissi að hveiju stefndi og hún var alltaf vitrari en ég. í dag blaktir fáninn í hálfa stöng á Sogni og við fáum ekki framar að njóta hennar Sísíar. Meðferðin er fátækari en áður þegar reynslu henn- ar, vitsmuna og mannþekkingar nýtur ekki lengur við. Ég votta ást- vinum Sísíar mína dýpstu samúð, en veit, að minningamar um góða og heilsteypta manneskju munu létta þeim þessa sorgarstund. Sigurður Gunnsteinsson t Móðir okkar, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Unaðsdal, lést á Grensásdeild Borgarspítalans 24. nóvember. Börnin. t RÓSA SIGFÚSSON hjúkrunarkona, lést 13. þ.m. á Droplaugarstöðum. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Vandamenn. t Elskulegur eiginmaöur minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, GUÐJÓN PÁLSSON skipstjóri, Hraunslóð 2, Vestmannaeyjum, andaðist 20. nóvember. Jarðsungið verður frá Landakirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Elinborg Jónsdóttir, Eyjólfur Guðjónsson, Anna Guðjónsdóttir, Jónina Guðjónsdóttir, Páll Guðjónsson, Anna Þorsteinsdóttir. t Systir mín og mágkona, KRISTÍN BRYNJÓLFSDÓTTIR, Hátuni 10a, lést á Öldrunardeild Landspítalans 11. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir skulu færðar starfsfólki Öldrunardeildarinnar fyrir góða umönnun svo og stjórn Öryrkjabandalagsins fyrir vel- vild í garð Kristínar á liðnum árum. Sigriður G. Brynjólfsdóttir, Gísli Friðrik Petersen. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR STEINDÓRSDÓTTUR frá ísafirði, Merkurgötu 4, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Þorsteinn Jónsson, Þórdfs G. Jónsdóttir, Bjamþór Valdimarsson, Jóna Jónsdóttir, Ólafur Ó. Jónsson, Þorleifur Ófeigur Jónsson, Guöjón Jónsson, Halla Siguröardóttir, Bjarni Jónsson, Steindór Á. Jónsson, Erna Karlsdóttir, Sigrfður A. Jónsdóttir, Jóakim T. Andrésson, Sólveig E. Jónsdóttir, Ingólfur Helgason, Jón Helgi Jónsson, Helga Thorsteinsson, Guðbjartur B. Jónsson, Birna Björnsdóttir, Pétur Jónsson, Steinþóra Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur minn og mágur, GUÐFINNUR EINARSSON, Smyrlahrauni 6, Hafnarfirði, sem andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 19. nóv. sl., verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 27. nóv. kl. 13.30. Einar Guðmundsson, Sigurbjörg Valdimarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGTRYGGUR SIGFÚSSON, Ketu, Skógargötu 26, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. ember kl. 13.00. nóv- Guttormur A. Jónsson, Björn Jónsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Lissý Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Viðar Jónsson, barnabörn og Hrefna Einarsdóttir, Elfsa Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Sigmundsson, Jósep Þóroddsson, Stefán Vagnsson, Steinunn Egilsdóttir, barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaðir, HELGI VIGFÚSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Breiðumörk 8, Hveragerði, verður jarösunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Jónína Aldís Þórðardóttir, Helga Kristfn Hjörvar, Gisli Jón Helgason, Sigrún Helgadóttir, Vigfús Helgason, Magnús Helgason, Sesselja K. Helgadóttir, Jóhanna B. Helgadóttir, Steinunn Helgadóttir, Óskar H. Helgason, Friðmundur H. Helgason, Sigríður R. Helgadóttir, Jón L. Helgason, Selma Haraldsdóttir, Þórunn Á. Haraldsdóttir og fjölskyldur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn, 26. nóvember kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, GEIRÞRÚÐAR E. ÁRSÆLSDÓTTUR, Breiðholti, Garðabæ, fer fram frá Garöakirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 13.30. Gunnar Yngvason og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.