Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Minning: * Jóna Asgeirsdóttir frá Hafnarfirði Það er alltaf þungbært fjölskyldu og vinum þegar ástvinur kveður þetta tilverustig, jafnvel þótt um veikindi hafi verið að ræða og flest- ir vitað að hveiju stefndi. Flesta setur hljóða eitt andartak og upp í hugann koma minningar liðinna ára. Þegar ég frétti um andlát Jónu varð mér strax hugsað til þess, að þar kvaddi heiminn ákaflega hjartahlý kona, sem lítils hafði krafist af lífinu og var sífellt með hugann við aðra - en sjálfan sig. Hún var af þessari fómfúsu aldamótakynslóð, sem hef- ur séð tímana tvenna og aldrei gleymt uppruna sínum. Óbilandi staðfesta og nægjusemi eru einkenni þessarar kynslóðar og þannig var Jóna Ásgeirsdóttir. Hún fæddist 19. apríl 1905 á Eiði í Hestfírði. Hún var ein 14 systkina og eru 4 enn á lífí. Foreldrar hennar voru Sigríður K. Jónsdóttir og Ásgeir Jónsson. Jóna fór að heiman árið 1928 og var ferðinni heitið til ísafjarðar, þar sem hún starfaði eitt ár. Þá flyzt hún til Reykjavíkur 1929 og þaðan til Hafnarfjarðar 1930. í Hafnarfírði kynnist hún síðan manni sínum, Jóni Bergþórssyni, og bjó hún þar alla sína tíð. Þau Jón giftu sig 21. desem- ber 1935. Jón var fæddur 23. febrúar 1881 í Niðurkoti á Kjalamesi, sonur hjónanna Guðbjargar Oddsdóttur og Bergþórs Jónssonar. Jón dó fyrir allmörgum ámm, eða þann 16. des- ember 1962, og hefur Jóna síðan búið ein, fyrst á heimili þeirra á Hlíðarbraut 10 og hin síðari ár í einstaklingsíbúð á Sólvangi. Bömin voru sex og eru þau öll á lífí: Bryndís, f. 1930, Valgerður, f. 1935, Kristín, f. 1936, Kristinn, f. 1937, Ástrún, f. 1940 ogGuðlaug, f. 1942. Þau hjónin lifðu af búskap og ann- arri tilfallandi vinnu og hefur eflaust á stundum verið þröngt í búi hjá svo mannmargri fjölskyldu. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast Jónu mjög náið þegar móðir mín og fósturfaðir, son- ur Jónu, Kristinn Jónsson, fluttu í næsta hús á Hlíðarbraut lOb, er Kristinn hafði byggt. Það varð óneit- anlega mikill samgangur milli heimilanna og aldrei skyggði þar nokkuð á, enda Jóna einstaklega góðlynd og hreinlynd. Aldrei minnist ég þess að hún hafí skipt skapi, jafn- vel ekki þegar duttlungar mínir og skapbrestir voru hvað mestir. Strax frá upphafí tók hún okkur systkinin sem sín eigin bamaböm og aldrei skyggði þar á. Þegar ég löngu seinna fluttist til útlanda með fjölskyldu mína var hún stöðugt að fylgjast með hvemig gengi. En þetta voru einkenni Jónu. Hún var stöðugt að fylgjast með bömum sínum, bama- bömum og hin síðari ár bamabama- bömum. Þetta var henni ákaflega mikið hjartans mál, því oft á tíðum gleymdi hún sjálfri sér. Jólin voru hápunktur þessara samskipta og alltaf hugsaði hún um að gefa böm- unum eitthvað á jólunum, þótt efni væm lítil. Hún hefur síðan ég man eftir boðið öllum heim til sín á jólun- um og verið eins konar samnefnari fjölskyldunnar. Þetta voru hennar ánægjustundir, þótt hin síðari ár hafí þetta verið í erfíðara lagi eftir að heilsunni tók að hraka. Aldrei sá ég hana jafn ánægða og í þessi skipti, þegar hún hafði sameinað fjölskylduna. Þá geislaði hún af ánægju og sýndi það fas sem hún ella sýndi sjaldan. En nú er Jóna farin og raegi hún hvíla í friði. Það er kannski tákn- rænt að húsið þeirra Jóns á Hlíðar- braut 10 er einnig horfíð. Á grunni þess er búið að byggja bamaheimili fyrir Jósepsspítala, sem í mínum huga er besti minnisvarðinn um hana. Minnisvarði um hjartahlýja og bamgóða konu, sem einskis krafðist af lífínu. Helgi Sigurðsson „Ég vildi að þetta væri bara draumur, ég vildi að hún amma mín væri ekki dáin,“ sagði sonur minn við mig eftír að ég hafði sagt honum lát langömmu hans. Og víst höfðum við vonast eftir að hafa hana lengur hjá okkur. En leiðin hennar ömmu var orðin löng og hún þreytt, enda hafði hún aldrei hlíft sér. Þegar ég hugsa til baka fínnst mér að amma hafi lítinn tíma haft aflögu fyrir sjálfa sig, að hún hafí lifað fyrir aðra, einkum sína nán- ustu; aldrei var hún ánægðari en þegar hún gat hjálpað þeim eða glatt á einhvem hátt og fram á síðustu stundu var hún vakin og sofín að hugsa um velferð þeirra. Amma var gestrisin og hafði yndi af að veita öðmm, hún var gjafmild, til dæmis fylgdist hún vandlega með afmælis- dögum bamabama sinna og bama- bamabama og þau eru mörg. Við kveðjum nú ömmu, en minnin- gamar um hana, hjartahlýju hennar, örlæti og trygglyndi, munu lifa. Sigrún Árni Guðlaugsson, Dalvík-Kveðjuorð Fæddur 10. júní 1912 Dáinn 7. nóvember 1987 Ámi frændi minn Guðlaugsson lést 7. nóvember síðastliðinn og var V jarðsettur frá Dalvíkurkirkju 14. nóvember. Fráfall hans kom öllum á óvart en var þó e.t.v. í fullu sam- ræmi við persónuna, ef svo má segja. Ámi Guð. var aldrei að tvínóna við hlutina, hvorki í orði né æði; hann var snöggur til alls og því heill í gegn til hinstu stundar. Eins og jafnan á slíkum tímamót- um koma upp í huga manns minn- ingar frá liðnum árum. Allar götur frá því undirritaður hafði líkams- burði til að trítla út á Möl til þeirra Áma og Kidda, þar sem þeir ráku steypustöð og þar til nú fyrir nokkr- um dögum. Þá hefur Árni verið mér og mínu fólki mikils virði. Ég átti því láni að fagna að vera með honum á grásleppu eitt vor fyr- ir nokkmm árum. Við vomm tveir saman á trillu sem hann átti. Þá var Ámi kominn á sjötugsaldurinn en ég 24 ára unglamb. Hann sjálfstæð- ismaður, ég Alþýðubandalagsmaður. Báðir þrjóskir. Báðir töldu sínar skoðanir réttar. Það var því ekki alltaf logn í kringum okkur frænd- uma þegar við drógum netin og fómm að ræða um pólitík. Puuh! Þetta er nú svo vitlaust! sagði hann einu sinni þegar ég var búinn að halda langa ræðu um nauð- syn þess að allir grásleppukarlar gerðust sósíalistar. Þú vilt steypa alla í sama mótið og ekki gefa mönn- um frelsi til að athafna sig að vild. Þótt þú veiðir rauðmaga þarftu ekki sjálfur að vera rauðmagi! í þessum eldhúsdagsumræðum okkar komst Ámi sjaldan í rökþrot. En ef svo ólíklega vildi til að honum fyndist fætumir vera famir að renna undir honum, átti hann til að segja um leið og hann horfði upp í loftið: — Jaaa, láttu ekki svona góurinn, þú ert svo ungur að þú veist ekkert hvað þú ert að segja. En við Árni ræddum líka eilífðar- málin. Hann var þeirrar skoðunar að kristin trú væri það haldreipi sem héldi lengst. Ég er ekki frá því að slíkt hafi hann fengið að sannreyna á erfíðum stundum í lífínu. Margt af því sem okkur frændun- um fór á milli á þessari grásleppu- vertíð átti undirritaður eftir að rifja upp þegar hann setti saman bók sem tengdist þeim göfuga físki gráslepp- unni. Ámi gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir Dalvík og Dalvík- inga. Hann átti ríkulegan þátt í að byggja upp staðinn, bæði beint og óbeint. Meðan hann vann í múrverk- inu var varla reist það hús í þorpinu að hann kæmi þar ekki nærri. Hann var einn af stofnendum Dalvíkur- deildar Slysavamafélags íslands og fyrsti formaður hennar, einn af stofnendum Lionsklúbbsins, sat í kirkjunefnd til margra ára, í sóknar- nefnd, í karlakór, kirkjukór og svona mætti lengi telja. Með Áma Guð. er horfin ein af litríkustu persónum Dalvíkur. Kem- ur þar margt til. Langur og starfs- maður æviferill, umönnun og ástríki í garð þeirra sem minna máttu sín, óbilandi þrek og kjarkur þegar á reyndi í lífínu og síðast en ekki síst fastmótaðar og ákveðnar skoðanir á hlutunum. Um slíkt talaði hann tæp- itungulaust með þungum áherslum þegar honum var mikið niðri fyrir, en glettni og stráksskap ef sá gáll- inn var á honum. Það er mikill missir að slíkum manni og forrétt- indi að hafa fengið að kynnast honum. Blessuð sé minning hans. Fjölskylda mín vottar Þórunni, Svönsu og öllum aðstandendum inni- legustu samúð við fráfall þessa góða drengs. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsfjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Öskar Sigurgeirs- son — Kveðja Víst ávallt þeim vana halt, vinna, lesa, iðja. Umfram allt þú ætíð skalt elska Guð og biðja. Nú höfum við kvatt ástkæran afa okkar í síðasta sinn. Erfitt var að sætta sig við að hann væri farinn frá okkur, sumir spurðu hvort amma yrði alltaf ein, aðrir hvemig hún kæmist til Guðs. Minningin um hann mun ávallt fylgja okkur og ekki síst þegar söngur og gleði ríkir, því hver man ekki þær stundir er hann náði athygli okkar með söng sínum. Elsku amma, við biðjum góðan Guð að styrkja þig, því öll vitum við að missirinn er mikill. Blessuð sé minning hans. Afa og langafabörn. Með fáeinum orðum langar mig til að minnast míns hjartkæra bróður, Eyþórs Óskars Sigur- geirssonar. Er mér var tjáð að hann væri látinn setti mig hljóða. Ég fann bylgju trega og þakklæt- is bærast í bijósti mér. Minnin- gamar tóku að streyma fram í hugann. Um leið þakkaði ég al- góðum Guði fyrir þennan elsku- lega bróður, sem var mér ávallt svo góður og reyndist mér svo vel í alla staði. Ég bið Guð að blessa konu hans, Stellu, dætum- ar og bamabömin. Sálarfriðinn sonur Guðs oss gefur, sanna blessun innst í okkar sál. Lífið okkar í lófa sínum hefur, ljúft hann sér um öll vor hjartans mál. (Sálmur MJ.) Klara Sigurgeirsdóttir SVAR MITT eftir Billy Graham „Ég vil líkjast Daníel“ Á skrifstofunni þar sem ég vinn virðist hver og einn beita kjafti og klóm til þess að komast i háar stöður, og sá sem veitir ekki viðnám og klórar á móti verður að þola svik og pretti og er vægðarlaust troðinn undir. Finnst þér nokkuð athugavert þó að eg reyni að komast áfram enda þótt svona sé í pottinn búið? Það þarf ekki að vera rangt að koma sér áfram, en það er rangt ef beitt er sömu aðferðum og þeim sem þú segir að aðrir noti, eins og svikum og prettum. Það varðar meiru að maður sé heiðarlegur og sannur en að hann komist hátt. Já, hinn raunverulegi sigurvegari er sá sem gerir rétt, hvað sem líður fjárhagslegum ávinningi. Manstu eftir frásögunni um Daníel í Gamla testamentinu? Hann var maður sem vildi framar öllu öðru þjóna Guði, hvað sem það kostaði. Hann varð einn mesti áhrifamaðurinn í heimsveldi Persa af því að konungurinn vissi um dugnað hans og honum mátti treysta. Svo segir í Dan. 6,3—4: „Þá bar Daníel þessi af ... sökum þess að hann hafði frábæran anda og hugði konungur að setja hann yfír allt ríkið. Þá leituðu yfírhöfðingjarnir og jarlamir að fínna Daníel eitthvað til saka ..., en gátu enga sök eða ávirðing fundið, því að hann var trúr svo að ekkert tómlæti né ávirðing fannst hjá honum." Óvinir hans gerðu samsæri gegn honum og reyndu að veiða hann í gildru. En Danfel neitaði að gera það sem hann vissi að væri rangt í augum Guðs. Honum var varpað í ljónagryfju. En Guð bjargaði honum og kom honum aftur til mannvirðinga. Þú skalt ekki „klóra á móti“ eða aðhæfast neitt illt til þess að komast áfram. Slíkt kann reyndar að virðast eina ráðið — en þegar til lengdar lætur kemur í ljós að því er öfugt farið. Biblían varar okkur við: „Reiðst ekki vegna illgjörðamanna. Öfunda eigi óguðlega, því að vondur maður á enga framtíð fyrir höndum. Á lampa óguðlegra slokknar." (Orðskv. 24,19-20.) Þú skalt heldur gefa Jesú Kristi hjarta þitt og leitast við að gera vilja hans. Stunda starf þitt með iðni og einlægni hvað sem aðrir kunna að gera. Guð mun launa þér tryggð þína við sig — ef til vill ekki með því að bæta stöðu þína (þó að svo kunni að fara) en með því að gefa þér frið og gleði sem fæst með því að þjóna Kristi. Guðlaugur Arason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.