Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 \y flð PIONEER HUÓMTÆKI Gjafir eru gefnar eftir Sigurð J. Líndal í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi eru skert ýmis framlög til landbúnaðarmála. Ekki verða allar þær skerðingar gerðar hér að umtalsefni heldur aðeins ein, þ.e. skerðing á framlögum til starfs Búnaðarfélags íslands. Á vegum Búnaðarfélags íslands fer fram öll ráðunautaþjónusta við landbúnað- inn. í öllum löndum þar sem landbúnaður er þróaður, er framlag ríkisins til ráðunautaþjónustu um- talsvert. Ráðunautaþjónusta er nauðsynlegur þáttur í þróun land- búnaðarframleiðslunnar og bætir hag bæði neytenda með lægra vöru- verði og bættum vörugæðum og bænda með hagkvæmari fram- leiðslu. Hér hefir Búnaðarfélagi íslands verið falið að sjá um fram- kvæmd ráðunautaþjónustunnar. Það fer með framkvæmd jarðrækt- arlaga, búfjárræktarlaga, Búreikn- ingastofu landbúnaðarins, embætti Veiðistjóra og fleiri þátta sem land- búnað snerta. Þetta fyrirkomulag hefir reynst hagkvæmt og árekstra- laust. En síðustu ár hefir borið á því að ríkisvaldið hafí viljað þrengja framlög til þessarar þjónustu. Að sumra mati er landbúnaður ekki það sem kallað er arðvænlegur at- vinnuvegur og ber því ekki að prísa hátt. Það mun vera af þeim ástæð- um að ekki hafa verið greidd „Ef það á að vera gjöf þjóðarinnar til Búnað- arfélagsins að draga úr framlögum til starfs þess um fjórðung án þess að annað komi á móti er hlutunum öfugt snúið.“ lögbundin framlög samkvæmt jarð- ræktar- og búfjárræktarlögum, nema að hluta, og er kominn lang- ur hali af ógreiddum framlögum. Ifyrir nokkrum áratugum var til meðferðar á Alþingi frumvarp sem gerði ráð fyrir því að Búnaðarfélag Islands fengi sjálfstæðan tekjustofn með framlagi bænda. Sú hugmynd fékk ekki framgang á Alþingi á þeim tíma. En þrátt fyrir það hefír Búnaðarfélagið haft viðgang sem sjálfstæð stofnun og með dugnaði og framsýni forráðamanna eignast verðmikla eign með byggingu Bændahallar sem mun tryggja til- veru þess um ókomin ár. Á þessu ári er 150 ára afmæli Búnaðarfélags íslands. Oft eru góð- um þegnum færðar gjafir á merkum tímamótum. Ef það á að vera gjöf þjóðarinnar til Búnaðarfélagsins að draga úr framlögum til starfs þess um fjórðung án þess að annað komi á móti er hlutunum öfugt snúið og Búnaðarfélag íslands er ekki neitt óskabam heldur vandræðaungi sem nauðsynlegt er að losna við. Höfundur er bóndi á Lækjamóti í Húna vatnssýslu. Sýnir vatns- litamyndir í Gerðubergi ÁSTA Erlingsdóttir grasalæknir sýnir um þessar mundir 40 vatns- litamyndir í Gerðubergi. Þetta er fyrsta myndlistarsýning Ástu en flesta liti sem Ásta notar hefur hún sjálf blandað úr íslensk- um jurtum. Sýningu þessa heldur Ásta f tilefni þess að út er komin bók um ævi hennar og störf skráð af Atla Magnússyni en Öm og Örlygur gefa bókina út. Sýningin sem stendur til sunnu- dagsins 6. desember er opin kl. 13.00-22.00 mánudaga til fímmtu- daga og kl. 13.00-18.00 föstudaga til sunnudaga. FYRIR ALLA SNORRABRAUT ■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.