Morgunblaðið - 26.11.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 26.11.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 \y flð PIONEER HUÓMTÆKI Gjafir eru gefnar eftir Sigurð J. Líndal í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi eru skert ýmis framlög til landbúnaðarmála. Ekki verða allar þær skerðingar gerðar hér að umtalsefni heldur aðeins ein, þ.e. skerðing á framlögum til starfs Búnaðarfélags íslands. Á vegum Búnaðarfélags íslands fer fram öll ráðunautaþjónusta við landbúnað- inn. í öllum löndum þar sem landbúnaður er þróaður, er framlag ríkisins til ráðunautaþjónustu um- talsvert. Ráðunautaþjónusta er nauðsynlegur þáttur í þróun land- búnaðarframleiðslunnar og bætir hag bæði neytenda með lægra vöru- verði og bættum vörugæðum og bænda með hagkvæmari fram- leiðslu. Hér hefir Búnaðarfélagi íslands verið falið að sjá um fram- kvæmd ráðunautaþjónustunnar. Það fer með framkvæmd jarðrækt- arlaga, búfjárræktarlaga, Búreikn- ingastofu landbúnaðarins, embætti Veiðistjóra og fleiri þátta sem land- búnað snerta. Þetta fyrirkomulag hefir reynst hagkvæmt og árekstra- laust. En síðustu ár hefir borið á því að ríkisvaldið hafí viljað þrengja framlög til þessarar þjónustu. Að sumra mati er landbúnaður ekki það sem kallað er arðvænlegur at- vinnuvegur og ber því ekki að prísa hátt. Það mun vera af þeim ástæð- um að ekki hafa verið greidd „Ef það á að vera gjöf þjóðarinnar til Búnað- arfélagsins að draga úr framlögum til starfs þess um fjórðung án þess að annað komi á móti er hlutunum öfugt snúið.“ lögbundin framlög samkvæmt jarð- ræktar- og búfjárræktarlögum, nema að hluta, og er kominn lang- ur hali af ógreiddum framlögum. Ifyrir nokkrum áratugum var til meðferðar á Alþingi frumvarp sem gerði ráð fyrir því að Búnaðarfélag Islands fengi sjálfstæðan tekjustofn með framlagi bænda. Sú hugmynd fékk ekki framgang á Alþingi á þeim tíma. En þrátt fyrir það hefír Búnaðarfélagið haft viðgang sem sjálfstæð stofnun og með dugnaði og framsýni forráðamanna eignast verðmikla eign með byggingu Bændahallar sem mun tryggja til- veru þess um ókomin ár. Á þessu ári er 150 ára afmæli Búnaðarfélags íslands. Oft eru góð- um þegnum færðar gjafir á merkum tímamótum. Ef það á að vera gjöf þjóðarinnar til Búnaðarfélagsins að draga úr framlögum til starfs þess um fjórðung án þess að annað komi á móti er hlutunum öfugt snúið og Búnaðarfélag íslands er ekki neitt óskabam heldur vandræðaungi sem nauðsynlegt er að losna við. Höfundur er bóndi á Lækjamóti í Húna vatnssýslu. Sýnir vatns- litamyndir í Gerðubergi ÁSTA Erlingsdóttir grasalæknir sýnir um þessar mundir 40 vatns- litamyndir í Gerðubergi. Þetta er fyrsta myndlistarsýning Ástu en flesta liti sem Ásta notar hefur hún sjálf blandað úr íslensk- um jurtum. Sýningu þessa heldur Ásta f tilefni þess að út er komin bók um ævi hennar og störf skráð af Atla Magnússyni en Öm og Örlygur gefa bókina út. Sýningin sem stendur til sunnu- dagsins 6. desember er opin kl. 13.00-22.00 mánudaga til fímmtu- daga og kl. 13.00-18.00 föstudaga til sunnudaga. FYRIR ALLA SNORRABRAUT ■■■■■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.