Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 VERÐFALLIÐ í WALLSTREET eftirÞorvald Gylfason Það gerðist um daginn, eins og fram hefur komið í fréttum, að einn- ar viku verðhrun á hlutabréfamark- aðnum í New York þurrkaði út eignir, sem námu næstum 1.000.000.000.000 Bandaríkjadoll- urum. Það er eðlilegt, að mönnum bregði við slík tíðindi. Menn hrökkva við, ekki aðeins vegna þess að fjárhæðin er fjallhá, heldur líka vegna þess, að verðhrun af þessu tagi var undanfari kreppunnar miklu 1929. Frá Bolungarvík til Bangladesh Hversu há er þessi ijárhæð, þús- und milljarðar dollara? Hún er mjög há. Hún nemur um 4.000 dollurum eða um 150.000 íslenzkum krónum á hvert manns- bam í Bandaríkjunum. Hún er jafnvirði næstum fjórðungs allrar þjóðarframleiðslu Bandaríkja- manna á þessu ári. Þetta þýðir, að bandaríska þjóðin væri næstum þijá mánuði að bæta sér tjónið að fullu, þótt hún sylti á meðan. Þjóðveijar þyrftu að svelta í heilt ár, ef þeim væri gert að greiða reikninginn. Á íslenzkan kvarða nemur þessi ijárhæð næstum tvöhundruðfaldri þjóðarframleiðslu íslands í ár. Við værum með öðrum orðum næstum 200 ár að vinna fyrir þessari upp- hæð við núverandi skilyrði og gerðum ekki annað á meðan. Ef fjárhæðinni væri skipt í 1.000 kr. seðla, sem eru um V2 úr millimetra á þykkt hver um sig, þá væri seðla- bunkinn allur næstum 10.000 kílómetra hár. Ef hann væri lagður á hliðina, næði bunkinn frá Bolung- arvík til Bangladesh. Á annan og eðlilegri mælikvarða er tjónið þó ekki alveg eins ískyggi- legt og ætla mætti. Þjóðarauður Bandaríkjanna er nú talinn vera næstum fjórum sinnum meiri en þjóðarframleiðslan eða um 15.000 milljarðar dollara. Með þjóðarauði er átt við samanlagt verðmæti allra Qármuna, framleiðslutækja og hús- eigna bandarísku þjóðarinnar. Þannig nemur hlutabréfarýrnunin vegna verðfallsins um daginn að- eins um fimmtánda hluta þjóðar- auðsins. Ef mannauður Banda- ríkjanna er tekinn með í reikninginn, minnkar áfallið enn. Með mannauði er átt við þau verð- mæti, sem eru fólgin í kunnáttu, menntun og þekkingu mannaflans. Mannauðinn er að sönnu erfítt að meta til fjár, en hann er þó talinn nema um þreföldum þjóðarauði í Bandaríkjunum. Þannig nemur skaðinn vegna verðfallsins í Wall Street ekki nema rösklega 2% af samanlögðum þjóðarauði og mann- auði Bandaríkjanna. Það er óvera. Fór féð í súginn? Fór allt þetta fé annars í súginn? Hversu mikill er skaðinn af völdum verðhrunsins í Wall Street í raun og veru? Svarið liggur ekki í augum uppi. Ástæðan er sú, að hlutabréfaeign almennings er ekki raunveruleg og áþreifanleg eign á sama hátt og hús eða bíll eða bankainnstæða, heldur ávísun á hugsanlegt sölu- verðmæti þeirra fyrirtækja, sem hafa gefíð út bréfín. Gengi hluta- bréfa fer því að miklu leyti eftir trú manna á framleiðslugetu fyrirtækj- anna á líðandi stund og langt fram í tímann. Það er eðlilegt, að trú manna á framtíðina breytist eftir aðstæðum hveiju sinni. Þegar til lengdar læt- ur, hlýtur söluverðmæti hlutabréfa þó að endurspegla raunverulegt bolmagn fyrirtækjanna í einhveij- um skilningi. Verðfallið um daginn verður ekki rakið til gerbreytingar á framleiðsluskilyrðum eða íjárhag bandarískra fyrirtækja. Engin slík breyting hefur átt sér stað. Kjarval o g Scheving Hugsum okkur mann, sem á málverk eftir Kjarval og langar að skipta á því og öðru eftir Gunnlaug Scheving. Eigandinn telur mark- aðsvirði Kjarvalsmyndarinnar vera 500.000 krónur og hefur það fyrir sér, að svipuð mynd seldist fyrir það verð á uppboði nýlega. Hann fer með myndina á uppboð, og hún er seld fyrir 400.000 krónur. Hefur maðurinn tapað 100.000 krónum? Það er alls ekki víst. Kannski var fyrri myndin ofmetin. Kannski hafði kaupandi hennar ekki mikið vit á málverkum (eða peningum). Kannski voru myndimar í raun og veru ekki nema 300.000 króna virði í þeim skilningi, að aðrir hugsanleg- ir kaupendur hefðu ekki verið fúsir að greiða fyrir þær hærra verð en það. Og kannski verða málverkin miklu minna virði eftir nokkur ár, ef hylli Kjarvals minnkar. Þannig fer tap eða hagnaður seljandans að verulegu leyti eftir því, á hveiju hann og aðrir áttu von. Svipað á reyndar yfírleitt við um hús og bfla og aðrar varanlegar eignir. Sagan geymir að vísu dæmi þess, að húseignir hafí hrapað í verði á heilum landsvæðum, en það er ekki algengt. Hús hækka næst- um alltaf í verði smám saman, þegar litið er yfír löng tímabil, eink- um í þéttbýli. Þetta stafar af því að fólki fjölgar, en landrými stendur nokkum veginn í stað. Þess vegna vex eftirspum yfírleitt hraðar en framboð á húsnæðismarkaði, og húsaverð þokast upp á við eftir því. Svipuðu máli gegnir um hluta- Dr. Þorvaldur Gylfason „Það er líka mikilvægt, að við Islendingar drögnm ekki rangar ályktanir af atburðum síðustu vikna. Það er eftir sem áður æskilegt yf irleitt, að almenning- ur eigi hlut í einkafyrir- tækjum, í okkar landi ekki síður en annars staðar, og að hlutabréf gangi kaupum og sölum eins og aðrar eignir.“ bréfamarkaði. Framleiðni fyrir- tækja fer sívaxandi smám saman vegna þess, að tækjakostur, þekk- ing og þjálfun vinnuaflsins vex og batnar sífellt. Þess vegna eykst söluverðmæti fyrirtækja smám saman. Gengi hlutabréfa í fyrir- tækjum hækkar smátt og smátt í samræmi við þetta, þegar til lengd- ar lætur. Stundum gerist þetta hægt og sígandi, stundum með rykkjum og skrykkjum. Er kreppa í aðsigi? Eru Bandaríkjamenn 1.000.000.000.000 dollurum fátæk- ari nú en þeir voru fyrir verðfallið í Wall Street? Varla. Það virðist eðlilegra að túlka verðhrunið á þann veg, að menn hafi einfaldlega verið orðnir of bjartsýnir og séu nú komn- ir niður á jörðina aftur. Eftir þessari túlkun eru hluthafar því í raun og veru engu verr settir en áður. Ef þessi túlkun er rétt, er heldur engin ástæða til að óttast, að verð- fallið valdi kreppu eins og 1929. Það hefur ekki orðið nein raun- veruleg breyting á framleiðsluskil- yrðum í heimsbúskapnum. Þau eru jafngóð og áður. Hins vegar er hugsanlegt, að eftirspum dragist saman í kjölfar verðfallsins. Það gerðist 1929. Reyndar vita menn ekki með vissu, hvers vegna kreppan skall á. Þó er víst, að (a) bandaríska seðlabankanum láðist að koma í veg fyrir, að framboð peninga skiyppi verulega saman í kjölfar verðfalls- ins, (b) Hoover forseti lagði kapp á að minnka ríkisútgjöld til að draga úr halla á fjárlögum, og (c) Banda- ríkjaþing setti um þetta leyti ný tollalög, sem drógu mjög úr við- skiptum. Allt þetta olli samdrætti. Þessi hagstjómarmistök em sennilegasta skýringin á skellinum mikla. Þetta vita núverandi ríkis- stjómir Bandaríkjanna og annarra iðnríkja. Þær hljóta því að gæta þess vandlega að halda ekki um of aftur af eftirspum nú og hamla ekki heldur á móti heimsviðskipt- um. Það er líka mikilvægt, að við Islendingar drögum ekki rangar ályktanir af atburðum síðustu vikna. Það er eftir sem áður æski- legt yfírleitt, að almenningur eigi hlut í einkafyrirtækjum, í okkar landi ekki síður en annars staðar, og að hlutabréf gangi kaupum og sölum eins og aðrar eignir. Þannig dreifast auður og vald í þjóðfélaginu á margar hendur. Og þannig opn- ast almenningi spamaðarleiðir, sem vom ófærar áður. Einmitt nú ríður á að efla spamað til að halda verð- bólgu í skeijum. Þess vegna er brýnt, að við látum ekki verðfallið í Wall Street villa okkur sýn. Höfundur er prófessor íþjóð- hagfræði við Háskóla íslands. Spírall og miðdepill Grétar Reynisson Myndlist Bragi Ásgeirsson í Nýlistasafninu við Vatnsstíg sýna um þessar mundir tveir ung- ir og framsæknir leikmyndasmið- ir, sem einnig virkja áköpunar- gleði sína í fijálsu málverki, þau Grétar Reynisson og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Grétar Reynisson er kannski fremur myndlistarmaður, sem notar leikmyndagerð sem lifi- brauð, enda hefur hann verið vel virkur á myndlistarsýningum ný- listamanna, auk þess sem þetta er þriðja sjálfstæða sýning hans á ársgmndvelli! Námsferill hans er sígildur ný- listaferill, þ.e. nam hann við nýlistadeild MHÍ og síðan í tvö ár í Amsterdam. í upphafí var hann á kafí í hugmyndafræðilegu listinni, þar sem ekki mátti sjást pensilstroka án þess að liði yfír það góða fólk, en á undanfömum ámm hefur hann verið á bólakafí í málverkinu og mundað pentskúfínn ótt 0g títt svo sem marka má af athafna- gleði hans á sýningavettvangi. En einnig hefur það komið fram, að hann á öllu meira heima í málverkinu en hugmyndafræði- iegu listinni, enda hafa sumar sýningar hans vakið mikla at- hygli og þá helst sú á Nýlistasafn- inu fyrir ári. Það er einnig svo, að hið hreint myndræna virðist hafa vinninginn yfír hugmyndafræðinni á þessari sýningu, a.m.k. frá mínum bæjar- dymm séð. Spírallinn, sem myndsmiðurinn gengur út frá, væri þannig hvorki fugl né fískur ef ekki kæmi til tilfinning fyrir myndrænni heild. í stærstu myndinni á sýning- unni, þar sem Grétar lætur gamminn geisa, „Málverk" (17), minna útfærslan og liturinn svoií- tið á sjálfan Anselm Kiefer, en nýja málverkið hefur með sanni haft mikil áhrif á Grétar Reynis- son ... Námsbraut Þómnnar S. Þor- grímsdóttur þróaðist á allt annan hátt en Grétars. Eftir eins árs nám við háskóla hagnýtrar myndlistar í Vínarborg settist hún í MHÍ, en hafði þar einnig jafn skamma við- dvöl og hélt til Berlínar og nam við Listaháskólann þar á ámnum 1973-79. Fjölbreytilegur námsferill er eitthvað hið besta, sem lítið þjóð- félag getur óskað þegnum sínum, menningarlegri burðargrind sjálfs sín til styrktar og eflingar. Það er einnig svo, að myndir Þómnnar era um margt frá- bmgðnar myndum Grétars og má auðsjáanlega kenna hér skólun hennar í Berlín. Það er nefnilega eitthvað í myndunum, sem ekki hefur sést hér áður, sem er vafalí- tið í senn hennar eigið sem og áhrif menntunar hennar. Hún vinnur einnig í sérstakri blandaðri tækni, sem ég minnist ekki að hafa séð hér áður, sem er bývax, tempera og olía, en bývaxið notar hún heilmikið og þá aðallega á móti temperalitum. Þómnn málar myndir sínar hratt og af miklum þrótti og auðsæ er viss „artistísk“ tilfínning í útfærslu málverkanna, sem kem- ur ljóslega fram í myndunum „Úr miðdepli" (44) og „Kona“ (45). í þessum myndum þykja mér koma fram bestu eiginleikar hennar — Þórunn Sigríður Þorgrímsdótt- ir myndmálið umbúðalaust og kröft- ugt og vinnubrögð skynræð 0g sérstæð. Myndlistarkonan virðist vera háðari leikrænum hugmyndum er tengjast leiksviði en Grétar, þann- ig að sumar myndimar bera keim af hugmyndarissum. Skóiun hennar í Berlín byggðist í senn á leikmyndagerð og myndlist, sem kemur greinilega fram í mynd- verkunum og öllu meira en hjá Grétari, sem hefur annars konar skólun að baki. Þannig era málverk Þórannar skrautlegri og meira fyrir augað en hjá starfsbróður hennar en hvort það er kostur eða löstur er algjört matsatriði. Þar sem telja má þetta frekar tvær afmarkaðar einkasýningar en samsýningu má álykta, að þessi fmmraun Þómnnar sé henni til sóma ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.