Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 21

Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 21 AF ERLENDUM VETTVAN61 Hungursneyð af völdum þurrka vofir yfir Eþíópíu NÚ er aftur komið að því. Þúsundum saman gengur fólkið í fæðuleit yfir svimandi há fjöll Norður-Eþíópíu til bæja og vega. Jörðin er hulin ryki; gróðurinn hefur skrælnað undir heiðum himni. Arin 1984-85 varð hungursneyð milljónum sveitafólks að bana. Nú er Eþíópía aftur lömuð vegna þurrka og dauðinn vof- ir yfir hundruðum þúsunda. Að þessu sinni eru aðstæður aðrar. Síðast barst fregin um neyðina í Eþíópíu allsendis óvænt til annarra landa. Neyðin nú nálg- ast miskunnarlaust en hjálpar- stofnanir hafa varað við henni frá því í ágúst. Þá sögðu starfsmenn sig Frelsissfylkingu þjóðarinnar gerðu dæmalausa árás á fæðu- flutningalest frá Sameinuðu þjóðunum suður af Asmara. Svip- aðar árásir í þessum mánuði hafa hindrað ferðir flutningabifreiða með hjálpargögn. Um það bil matvælin frá birgðastöðvunum til hinna þurfandi. Alþjóðahjálparstofnunin í Genf segir að eina lausnin sé loftbrú sem kostað gæti meira en 20 milljónir Bandaríkjadala. Stofn- unin segist þurfa að minnsta kosti þijár Herkúles flutningavélar á einu ári. Sjóðir stofnunarinnar til slíkra flutningaverkefna nema nú tveimur milljónum dala. Fyrir það fé væri ekki unnt að gera út eina flugvél lengur en í einn mánuð. Starfsmenn stofnunarinnar segja Adigrat og Makale í Tigre-héraði sem verst hefur orðið úti í þurrk- unum. Þar fá bændumir mánað- arbirgðir af matvælum til að fara með heim. Allt þar til í síðasta mánuði bjuggust hjálparstofnanir við að geta að þessu sinni ráðið betur við hungursneyðina. Varað var við hættunni í tíma. Einnig er til nokkuð af flutningabifreiðúm og birgðastöðvum frá því fyrir þrem- ur árum. Þetta þýddi að unnt var að koma í veg fyrir stórfelldan dauða og búferlaflutninga. Ákveðið var að safna matvælum til dreifingar í þéttbýliskjömum í stað þess að reisa dýrar búðir fyrir nauðstadda. Svona hefði þetta geta gengið fyrir sig. En í lok október brustu vonir manna harkalega þegar skæruliðar frá Eritreu sem kalla 17.000 tonn af matvælum verða að ná til Tigre í hveijum mánuði ef takast á að bjarga lífi hálfrar milljónar manna sem hungurs- neyð vofir yfir. Eins og stendur em tæplega tveggja vikna birgðir fyrir hendi í dreifingarstöðvum héraðsins og minnka hefur orðið skammtana handa hveijum og einum. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna segja að Eþíópíustjóm hafi vanmetið þörf landsins fyrir mat- væli. Þann 13. nóvember fór stjómin fram á rúmlega eina millj- ón tonna af matvælum frá hjálp- arstofnunum til þess að unnt væri að fæða meira en fimm millj- ónir manna á næsta ári. Nú þegar em 230.000 tonn til staðar. Það ætti undir eðlilegum kringum- stæðum að nægja Eþíópíubúum fram í mars. Erfiðast er að flytja Kortið sýnir norðuhluta Eþíópíu. í héruð- unum Eritreu, Tigre og Wello hafa þurrkar valdið uppskeru- bresti. að svipuð vandamál blasi við hvað varðar skipulag á jörðu niðri. Band-Aid hjálparsamtökin hafa lagt fram tuttugu flutningabif- reiðar. Hjálparstofnun kaþólsku kirlqunnar hefur útvegað fjórtán til viðbótar. En þörf er á að minnsta kosti þijú hundmð enn. Hæfíleiki Eþíópíumanna til að gera sér lífið erfitt hefur ekki minnkað. Þegar síðasta hungurs- neyð vofði yfir örvuðu sjónvarps- myndir af neyðinni hjálparstofn- anir á Vesturlöndum til dáða. Nú er einnig þörf á að ýta við sam- visku ríku þjóðanna. Engu að síður beið tylft vestrænna frétta- manna í síðustu viku á hótelum í höfuðborginni Addis Ababa eftir því að embættismenn afléttu ferðabanni til hungursvæðanna. Ecoaomist F.nn er til matur handa svöngum munnum í Eþíópíu. En þurrkar í þremur héruðum og uppskeru- brestur valda því að hungursneyð vofir yfir. MIKIÐ ÚRVAL AF JÁRNRÚMUM HJÓNARÚM OG EINSTAKLINGSRÚM Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði. sími: 54100. n IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: 30. nóv.-2.des. 10.-11-des. 14.-15. des. 2.-3. des. 7.-8. des. 11.-12. des. 15.-16. des. 11.-12. des. 9.-10. des. 3.-4. des. FRÆÐSLUMIÐSTOÐ IÐNAÐARINS. Ræstingar. Námskeiðið er um áætla- nagerð, skipulagningu og framkvæmd ræstihga. v VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN. Stjórnunaraðferðir og starfshvatn- ing. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvernig eiga góð verkfyrirmæli að vera. Verktilsögn og vinnutækni. Farið er yfir skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, vinnu- vistfræði, líkamsbeitingu við vinnu. Stjórnun breytinga. Haldið á Akureyri. Farið er yfir stjórnun breytinga, hvern- ig er unnið að breytingum. Starfs- mannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenno.fi. Verkefnastjórnun. Haldið á Akureyri. Undirstaða verkefnastjórnunar. Hlut- verk verkefnisstjóra, myndun verkefn- ishópa, vöruþróunarverkefni o.fl. Öryggismál. Haldið á Austurlandi. Farið eryfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. Bruna- og slysavarnir. Haldið á Akureyri. Farið er yfir bruna- og slysavarnir, brunaflokka, slökkvitæki o.fl. Tíðniathuganir og bónus. Haldið á Akureyri. Tíðnirannsóknir og hvernig meta má afköst hópa, verktæðisskipulag, ha- græðing vinnustaða, afkastahvetjandi launakerfi. Verkáætlanir. Haldið á Austurlandi. Farið er yf ir undirstöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu. CPM-fram- kvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. MULTIPLAN-forrit og kostnaðará- ætlanir. Farið eryfir undirstöður áætlanagerðarmeð PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTI- PLAN. VINNUVÉLANÁMSKEIÐ. 7.-17. des. Námskeiö fyrir stjórnendur vinnu- véla. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntækni- stofnunar íslands, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91 >687000. Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91)687440 og Verk- stjórnarfræðslunni í síma (91)687009. Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.