Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/GÓI Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur falið hafnarstjóra að undirbúa framkvæmdir við stækkun hafnarsvæðisins í Kleppsvík á næsta ári, eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu. A meðfylgjandi mynd sést hvaða helstu breytingar eru áætlaðar. Borgarstjóri krefst endurgreiðslu vegakostnaðar: Fjárveitingar hefur skort til að greiða kostnað borgarinnar - segir Matthías Á Mathiesen, samgönguráðherra „ÞAÐ er ljóst að Reykjavíkur- borg hefur unnið það mikið að vegagerð að rikið skuldar borg- inni fé,“ sagði Matthías A. Mathiesen, samgönguráðherra, vegna bréfs Davíð Oddsonar, borgarstjóra, til fjárveitinga- nefndar Alþingis. í bréfinu fer borgarstjóri fram á að fjárveit- ing til þjóðvega í Reykjavík verði stórlega aukin á næsta ári til að mæta kostnaði þess árs og til að borgarsjóður fái endurgreiddan framkvæmdakostnað undanfar- inna ára. um króna vegna þjóðvega í Reykjavík, en fengið 351 milljón króna úr vegasjóði. „Þetta segir að borgin eigi verulegar fjárhæðir enn ógreiddar vegna þessara fram- kvæmda, en fjárveitingar á fjárlög- um hafa ekki verið til að greiða þetta," sagði Matthías Á. Mathies- en. „Ég hef rætt við borgarstjóra um það hversu þýðingarmikið það er að fá aukið ijármagn til að vinna að endurbótum á vegum og umferð í Reykjavík. í næstu viku ætla ég að hitta Davíð að máli og þá getum við vonandi gert okkur grein fyrir hvemig best verður að þessu stað- ið,“ sagði samgönguráðherra að lokum. Skáldsaga eftir Borgarstjóri bendir á, að á árun- um 1980-1986 hafi borgarsjóður borið kostnað sem nemi 734 milljón- Gyrði Elíasson 33. þing FFSÍ: Undanþágum tíl skip- stjómar fer fækkandi Morgunblaðid/Bjami UNDANÞÁGUM til að gegna stöðum skipstjómarmanna og vélstjóra um borð i flotanum hefur farið fækkandi ár frá ári. Fækkunin nemur 33 til 41% eftir stöðum. Fæstar undanþágur á þessu ári hafa verið veittar til skipstjóra, 20 alls sem svarar til 3,7% af stöðufjöldanum. Hlut- fallslega flestar undanþágur hafa verið veittar vélavörðum. Þessar upplýsingar komu fram á þingi FFSÍ í erindi Helga Laxdal, formanns Vélastjórafélags íslands og undanþágunefndar, en hann er jafnframt varaforseti FFSÍ. Hann ræddi einnig um lögskráningu. Hann sagði, að á fundum, sem haldnir hefðu verið um þessi mál, hefðu menn verið sammáia um að sjómenn á smábátum þyrftu að uppfylla skilyrði til atvinnuréttinda, bæði hvað varðaði vélfræði og sigl- ingafræði. Það væri í samræmi við tillögur sjómanna á bátum undir 20 brúttólestum, sem fram hefðu komið á öryggisráðstefnu sjómanna í haust. Helgi gat þess, að nokkur mis- brestur hefði orðið á því að reglur um lögskráning væru í heiðri hafð- ar og í samræmi við gildandi lög. „Það er undarlegt að við skulum þurfa að standa í stappi við okkar eigin félaga um að þeir fari eftir lögum sem sett eru fyrst og fremst til að tryggja rétt sjómanna, en ekki einhverra pappírsþegna í landi. Ef menn átta sig ekki á lagalegum skyldum sínum í þessu efni, er ekki Frá þingi FFSl um annað að ræða en færa þessa framkvæmd og lagalegu ábyrgð til annarra," sagði Helgi. Hann gat þess ennfremur, að nú stæðu yfir viðræður við Skýrsluvélar ríkisins um að tölvufæra útgefin atvinnu- skírteini. Sú leið væri talin heppileg þar sem SKÝRR væru með tölvu- tengingu við flest sýslumanns- embætti landsins. Með því móti yrði hægt að fá upplýsingar um lögskráningu á öll íslenzk skip á einum stað og upplýsingar um út- gefin atvinnuskírteini. Árið 1985 voru undanþágur til skipstjómarmanna 211, 174 í fyrra og nú 141. Vélstjórar fengu 1985 198 undanþágur, 152 í fyrra og 116 nú. Undanþágur til vélavarða voru 1985 226, 163 í fyrra og nú 143. * Um undanþágu málin sagði Helgi: „Allt þetta mál hefur þróazt í mjög jákvæða átt á undangengnum 4 til 5 árum. Þessi þróun hefur átt sér stað vegna þess að við, sem höfum með þennan málaflokk að gera, höfum kappkostað að ná sáttum um málin, en hafnað því verklagi að forsenda sigurs sé hávaði og meiri hávaði, ásamt endalausum klögumálum og lögfræðiþrætum. Því verklagi hefi ég hafnað og mun hafna meðan ég hef áhrif á stefn- una í þessu máli.“ Bók um „Sambúð manns og sjávar“ BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hefur gefið út bókina „Sambúð manns og sjávar" eftir Gísla Pálsson lektor í mannfræði við Háskóla íslans. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Efni þessarar bókar varðar okkur öll af þeirri einföldu ástæðu að fáar þjóðir eru eins háðar fiskveiðum og Islendingar. í bókinni er m.a. fjallað um landskunna aflaskipstjóra eins og Binna í Gröf, Eggert Gíslason ofl. og leitað skýringa á frægð þeirra. Þeirri kenningu er varpað fram að aflasæld ráðist ekki af hæfileikum einstakra skipstjóra en sú staðhæfíng hefúr vakið miklar deilur. Einnig er leitað svara við spumingum svo sem hvaða augum líta sjómenn starf sitt? Fjölskyld- una? Hvemig er framleiðslunni í landi og verkaskiptingu kynjanna háttað? Verður kvótakerfið þess valdandi að aflakóngurinn skipar ekki lengur þann sess sem hann hafði í vitund þjóðarinnar?" Bókin „Sambúð manns og sjáv- ar“ er 230 blaðsíður. Gísli Pálsson SKÁLDSAGAN Gangandi ikorni eftir Gyrði Elíasson er komin út hjá bókaforlagi Máls og menn- ingar og er þetta fyrsta skáld- saga Gyrðis, en hann hefur áður sent frá sér fimm ljóðabækur. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Svið og persónur þess- arar sögu sýnast í fyrstu hefð- bundin: ungur drengur í afskekktri sveit hjá öldruðum hjónum. Dreng- urinn virðist lifa fábreyttu lífí, en hann á sér sinn eigin heim. Dag einn ''st hann við vaxdúklagt borð- ið og tekur að festa sýnir á brúnan maskínupappír: „Fyrst teikna ég flugvél og hákarl lónandi í grugg- ugu hafi undir. Síðan færi ég mig til á blaðinu. Ég leggst þungt á tréblýantinn og vanda mig. Allt í einu er orðinn til strákofi með garð- skækli við, lítil lognvær tjöm, og íkomi.“ Og frásögnin berst inn í myndina, fyrr en varir er lesandinn horfínn með íkomanum inn í borg- arævintýri þar sem allt er með öðmm brag en í sveitinni. Áður en Gyrðir Elíasson yfir lýkur verða ýmsir undarlegir atburðir." Gangandi íkomi er 119 bls., prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar. Guðjón Ketilsson teiknaði bókarkápu. Norræna húsinu Magnús Magnússon flytur fyrirlestur í TILEFNI af útkomu nýrrar bókar sinnar, Landið, sagan og sögumar, flytur Magnús Magnús- son rithöfundur og sjónvarps- maður fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 27. nóvem- ber. Fyrirlesturinn ber sama heiti og bókin, Landið, sagan og sög- umar, og hefst kl. 20.30. Það er Vaka-Helgafell sem gefur bók Magnúsar út og hefur undirbún- ingur að útgáfunni staðið í fjögur ár. Bókin er í sama broti og stærð og bókin íslandseldar sem Vaka- Helgafell gaf út í fyrra og hefur í engu verið sparað til að gera bókina sem best úr garði, en hana prýða á annað hundrað litmyndir, skýringar- myndir og kort. Bókin er 180 blaðsíður. í frétt frá Vöku-Helgafelli segir m.a.: „Hugmyndin með bókinni er að segja söguna út frá öðru sjónar- homi en tíðkast hefur og kýs Magnús að vera í hlutverki sagna- þularins sem segir söguna og leiðir lesendur um söguna og sögusviðið eins og sönnum sagnameistara og leiðsögumanni sæmir. Fyrirlesturinn, sem fluttur er á ensku, hefst á stuttum inngangi um íslendingasögumar, tilurð þeirra og sögu. Þá flallar Magnús um hvemig sagnahefðin hefur búið með lands- mönnum um aldimar og hvemig sögumar hafi borist á milli manna, hveija kynslóðina á eftir annarri. Þá rekur hann efni helstu íslend- Magnús Magnússon ingasagnanna, Eyrbyggjasögu, Laxdælasögu, Njálssögu og endar á umfjöllun um Egilssögu og Reyk- holt. Bókin Landið, sagan og sögumar er stærsta bókin sem Vaka-Helga- fell gefur út á þessu ári, en formleg- ur útgáfudagur hennar verður á föstudaginn. Magnús Magnússon fjallar einnig um gerð bókarinnar og kynnir efni hennar en að loknum fyrirlestrinum áritar Magnús bækur sem verða til sölu í Norræna húsinu fyrir og eftir fyrirlesturinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.