Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 42

Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Gjafir berast Kristnesspítala Morgunblaðið/GSV Við afliengindu málverksins „Ljós lífsins". Frá vinstri: Hulda Gunnlaugsdóttir hjúkrunarforstjóri, Hall- dór Halldórsson yfirlæknir, Bragi Sigurjónsson, Bjarni Arthursson framkvæmdastjóri og Áskell Siguijónsson. Kristnesspítala hefur borist ýmsar góðar gjafir í tilefni 60 ára afmælis síns þann 1. nóvem- ber siðastliðinn. Spítalanum var sl. þriðjudag afhent málverk til minningar um mæðgurnar Kristínu Jónsdóttur og Ingunni Siguijónsdóttur, en þær voru fyrstu sjúklingarnir, sem innrit- uðust þar, þegar spítalinn tók til starfa sem berklahæli fyrir 60 árum. Höfundur málverksins, lista- konan Björg Þorsteinsdóttir, hefur valið myndinni heitið „Ljós lífsins", en það var upphaflega til- laga að altaristöflu og einkunnar- orð úr Jóhannesarguðspjalli, 8. kafla, 12. versi: „Ég er ljós heims- ins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins“. Hringurinn er tákn eilífð- arinnar, í bakgrunni er landslag, himinn, vatn og jörð, birtan í miðju táknar ljós lífsins, en neðst er einn- ig að finna fískinn, fomt tákn Krists. ári. Hallgrímur sagði að salan hefði minnkað um 200 tré eftir sumarið 1979, en það var eitt kaldasta sum- ar sem komið hefur á þessari öld enda fer ástand tijáa mikið eftir árferði. „Við erum hinsvegar búnir að ná upp þeirri lægð og vel það. Þetta er mikið til sama fólkið sem fær sér lifandi tré fyrir jólin. Svo bætast alltaf nýir viðskiptavinir í hópinn á hveiju ári og ef tréð reyn- ist vel fær það sér ekki aftur gervitré." Skógræktarmenn hófust handa við skógarhöggið fyrir um það bil þremur vikum og verður verkunum lokið eftir tvo til þijá daga. „Við Það er ósk gefenda til handa Kristnesspítala að ljósið að ofan lýsi ætíð veg hans og allra þeirra komum til með að selja um 1.500 tré í ár úr Vaðlareit, Kjamaskógi, Miðhálsstöðum í Öxnadal, frá Skóg- ræktarfélagi Þingeyinga og Skóg- rækt ríkisins á Vöglum. Ennfremur er fluttur inn danskur þynur á veg- um Landgræðslusjóðs. Aðallega tökum við stafafuru og stærri torg- tré hér í Eyjafírði auk rauðgrenis og sitkagrenis," sagði Hallgrímur. Skógrækt ríkisins hefur ekki enn gefið út verðskrá, en Hallgrímur sagði að hækkunin yrði ekki hærri en næmi almennum verðhækkunum í landinu og hefði heyrst að verð jólatijáa myndi hækka um þetta 25% frá því í fyrra. Hallgrímur bjóst við að byijað yrði á að selja trén þann er þar starfa eða dvelja í leit að heilsubót. „Með þessum orðum felum við stofnuninni málverk 10. desember og yrði bæði selt í göngugötunni á Akureyri eins og venja hefur verið og í Kjamaskógi þar sem einnig yrði opið um helgar. Um val á tijám sagði hann að nauð- synlegt væri að fólk velti litnum fyrir sér. „Tréð á að hafa frískan grænan lit og útlit þess skiptir auð- vitað meginmáli auk vaxtarlags. Jafnframt ætti fólk að vega það og meta hvort því fínnst tréð þungt eða létt. Ef þau reynast mjög létt þýðir það, að þau eru þurr og allur raki á bak og burt sem er ekki heillavæn- legt. Gott jólatré á að geta vaxið heima í stofu og verður að standa í vatni eigi það að endast eitthvað." Hallgrímur sagði að haustið hefði verið óvenju gott enda sæist það á tijánum. Þau væm alveg óbæld og vel á sig komin og skógarhöggsmenn hefðu varla þurft að stíga í snjó við vinnu sína það sem af væri. þetta til eignar og varðveislu," sagði Bragi Siguijónsson sem af- henti verkið fyrir hönd systkina sinna þeirra Unnar, Askels, Fríðar, Sigurbjargar og Halldóru. Gefend- ur þess, sem eru núlifandi börn Kristínar og systkini Ingunnar, leyfa sér að óska þess að yfírlækn- ir sjúkrahússins og aðrir ráðamenn þess láti verða framhald á því að gæða stofnunina birtu og yl og auka híbýlaprýði svo að í stað fá- breytileika hvítra og oft auðra veggja komi ljós, líf og litir. Nokk- ur fjárupphæð fylgir gjöf þessari innan tíðar og vonandi nýtist hún að nokkru til þessara hluta eða annarra í þágu spítalans, sagði Bragi. Að undanfömu hafa spítalanum borist nokkrar gjafir í tilefni af afmælinu. Iðunn Agústsdóttir hef- ur gefíð mynd eftir sig. Starfs- menn spítalans gáfu sjúklingalyft- ara til nota á hjúkrunardeildinni. Einnig hafa margar gjafir borist til uppbyggingar endurhæfíngar- deildar. Kvenfélagið Iðunn í Hrafnagilshreppi hefur í tvígang gefíð peninga til kaupa á sjúkra- þjálfunartækjum. Kvenfélagið Hjálpin í Saurbæjarhreppi gaf peninga til kaupa á iðjuþjálfunar- tækjum, en upphaf spítalans má einmitt rekja til þessa félags sem upphaflega ákvað að beita sér fyr- ir byggingu heilsuhælis fyrir berklasjúklinga á Norðurlandi. Helga Jónsdóttir gaf mikið af tækjum fyrir sjúkraþjálfun til minningar um eiginmann sinn Jó- hann Pálmason. Nokkrar hús- mæður sem kalla sig velunnara Kristnesspítala gáfu fjárhæð til tækjakaupa fyrir endurhæfinga- deildina. Herrakvöld KA-manna HERRAKVÖLD KA-manna verð- ur haldið hátíðlegt næstkomandi föstudagskvöld í KA-félagsheimil- inu við Dalsbraut. Húsið verður opnað kl. 20.00 og borðhald hefst klukkutima síðar. Ræðumaður kvöldsins verður séra Pétur Þór- arinsson á Möðruvöllum auk þess sem boðið verður upp á létt skemmtiatriði. Að sögn Hinriks Þórhallssonar í hérrakvöldsnefnd er fjöldi miða tak- markaður þar sem húsið tekur ekki nema rúmlega 90 manns. Miðasala fer fram í KA-húsinu og í Sporthús- inu og kostar miðinn 1.800 krónur. Morgunblaðið/GSV Höggvið í Vaðlareit Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri félags- ins, og Már Guðmundsson, starfsmaður þess, við vinnu sína. Sala lifandí jólatrjáa eykst frá ári til árs — segir Hallgrímur Indriðason framkvæmda- sljóri Skógræktarf élags Eyjafjarðar UNNIÐ er nú af fullum krafti við skógarhögg á vegum Skógræktarfé- lags Eyjafjarðar fyrir jólahátíðina. A sumum heimilum eru lifandi jólatré jafnnauðsynleg og laufabrauð eru á öðrum og að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra félagsins og forstöðumanns útivist- arsvæðisins í Kjarnaskógi, eykst sala á lifandi jólatijám sífellt ár frá TISKU- LJÓS ÍAKURUÓSI AKURVÍK SIEMENS heimilistæki Mikið úrval af smátækjum tii jólagjafa Furuvöllum 1, 600 Akureyri Sími 96-27788 — Vandaður karlmannafatnaður í úrvali Leggjum áherslu á góða og örugga þjónustu. Klæðskeraþjónusta. Herrabudin HMNKRSIRA tl 92 602 AKURITRI SIRÍI 96 26208 80* 391 Hafnarstrati 92 - Sími 96-26708 Skiðaþjónustan Mikið úrval af nýjum og notuft- . umskíðum FJölnisgötu 4b - Sími 96-21713. Jólakort Pantiðjólakortin tímanlega 15% afsláttur til 1. des. ^Pedíomyndir? Hafnarstræti 98 - Sími 96-23520 Áskriflarsimirm er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.