Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 ♦ % ~ r * Guðmundur Haraldsson Mrw\gMMMMW\ FOLX ■ GUÐMUNDUR Haraldsson hlaut Afreksbikar KDSÍ árið 1987. Afreksbikarinn er veittur ár- lega þeim knattspymudómara sem þykir skara fram úr. Guðmundur dæmdi einnig fjölmarga leiki er- lendis á síðasta ári og stóð sig vel. Talandi um dómara þá hefur orðið ein breyting á A-dómarahópnum. Guðmundur Stefán Maríasson kemur inn fyrir Magnús Theodórs- son. ■ SJÓNVARPAÐ verður beint frá einum leik íslenska landsliðsins í handknattleik í Polar Cup í Nor- egi. Það verður leikur íslendinga og Norðmanna, sem verður laugarr daginn 5. desember. Útsending hefst kl. 13.30. * ■ TERRY Venables er nú kom- inn til liðs við Tottenham,' sem hefur ekki unnið leik síðan að David Pleat tók pokann sinn eftir hneykslismál á dögunum. Síðan eru liðnir átta leikir. Tottenham tekur á móti Liverpool á laugardaginn og segir Venables að mikil og strembin vinna sé framundan. „Það er þó við hæfí að mæta á þessu stigi því liði sem ég ætla að taka til fyrirmyndar er uppbyggingin hefst hjá Tottenham," sagði Vena- bles. ■ GAMLI sovéski snillingurinn Oleg Blochin hefur leikið sitt síðasta keppnistímabil með Kænu- garðsliðinu Dinamo. Hann er nú 35 ára gamall og margur myndi ætla að hann væri orðinn saddur á knattspymu. En hann segir: „Síður en svo, þvert á móti fínnst mér ég vera í toppformi og ég vildi gjaman fá að ljúka ferlinum erlendis. Pen- ingar skipta engu máli.“ Eitt sagði Blochin við þetta tækifæri og varð- ar það gmnsemdir margra um að leikmenn eða þjálfarar ákveði oft fyrirfram hvemig best sé að leikir fari og haldi síg síðan við það eftir samkomulagi. Blochin segir: „Mér er ekkert um slíkt gefíð, mér fínnst það ekki heiðarlegt. Ég hef hins vegar ekki tölu á slíkum leikjum sem ég hef tekið þátt í.“ Óskar Pátursson, heiðursfélagi Þróttar, tekur fyrstu skóflustunguna að grasvellinum IMýrgras- völlur hjá Þrótti Óskar Pétursson tók tyrstu skóflustunguna Fyrir skömmu var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum gra- svelli á félagssvæði Þróttar við Holtaveg. Rúnar Smárason og Víðir Guðmundsson voru með lægsta til- boð í vallargerðina, um 80% af kostnaðaráætlun. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næstu dög- um og er ráðgert að ljúka þeim 1. júlí á næsta ári. Síðan verður byggð áhorfendastúka og svæðið afgirt. Fyrirhugað er að ölum framkvæmd- um á vallarsvæðinu verði lokið 1989, sem er 40 ára afmælisári félagsins. ZANUSSI Einstakt verð a-.-fo.h-a— HAFNARFIRÐI LÆKJARGÖTU 22 SÍMI: 50022 HANDKNATTLEIKUR Þorbergur getur leikið íNoregi - Sautján leikmenn hafa verið vald- irtil að keppa á Lottó PolarCup Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsmaður í handknatt- leik, sem leikur með Saab í Svíþjóð, getur leikið með íslenska landsliðinu í Lottó Polar Cup-handknattleik- skeppninni í Noregi. Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari ís- lands, hefur leikið sautján leikmenn til Noregsferðarinn- ar. Kristján Arason og Alfreð Gísla- son missa af tveimur fyrstu leikjunum í mótinu - gegn Jú- gósíövum og ísraelsmönnum. Aðrir mótheijar verða Hollendingar, Norðmenn og Svisslendingar. Polar Cup hefst í Osló á miðvikudaginn í næstu viku. Einnig verður keppt í Stavangri og Björgvin. Framarinn Atli Hilmarsson, sem hefur leikið 98 landsleiki, nær þeim áfanga að tryggja sér sæti í 100 S-Kóreu- menn leika hértvo landsleiki - ídesember S-Kóreumenn koma til ís- lands rétt fyrir jól og leika tvo landsleiki í Laugardalshöll- inni, 21. og 22. desember. Leikirnir verða þeir fyrstu sem íslendingar mæta S-Kóreu- mönnum hér ájandi. Menn bíða spenntir eftir að sjá þá leika, því að S-Kóreumenn hafa komið með nýtt blóð í alþjóðlegan handknattleik - mjög hraðan sóknarleik og maður á mann vöm. landsleikja klúbbnum í Noregi. Alla hafa tólf leikmenn, sem fara til Noregs, leikið yfír 100 landsleiki. Landsliðshópurinn er skipaður þess- um leikmönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val (156 landsleikir), Brynjar Kvar- an, KA (107) og Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðablik (39). Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mat- hiesen, FH (154), Jakob Sigurðs- son, Val (113), Birgir Sigurðsson, Fram (7), Karl Þráinsson, Víkingi (44), Sigurður Gunnarsson, Víking (116), _Alfreð Gíslason, Essen (117), Páll Ólafsson, Dússeldorf (144), Guðmundur Guðmundsson, Víkingi (149), Kristján Arason, Gummsrs- bach (157), Geir Sveinsson, Val (100), Sigurður Sveinsson, Lemgo (119), Atli Hilmarsson, Fram (98), Júlíus Jónasson, Val (73) og Þor- bergur Aðalsteinsson, Saab (157). Þorb«rgur Aðalstelnsson klæðist landsliðsbúningnum aftur í Noregi. Alfreð ekki JR llir þeir leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik, sem leikur á Lottó Polar Cup, leika gegn Olympíu- og heimsmeistur- með gegn Jú um Júgóslava f Laugardalshöllinni 8. og 9. desember. Þó er enn óvíst hvort að Alfreð Gíslason komist í leikina. igóslövum? Júgóslavar verða samferða íslenska liðinu frá Noregi hingað til lands 7. sember. KNATTSPYRNA KRmeðOtsýn Knattspymudeild_ KR og ferða- skrifstofan Útsýn gerðu auglýsingasamning fyrir skömmu, sem gildir út næsta keppnistímabil. Við það tækifæri sagði Helgi Magn- ússon, forstjóri Útsýnar, að fyrir- tækið fagnaði því að fyrstu deildarlið KR léki með Útsýnaraug- lýsingu næsta ár. „Samstarf Útsýnar og KR gekk mjög vel á síðasta sumri. Rekstur knatt- spyrnudeildar KR er mjög til fyrir- myndar og það er alltaf ánægjulegt að eiga samstarf við þá, sem standa vel að málum. Með Ian Ross við stjómvölinn og Útsýnarmerki á búningunum ná KR-ingar langt næsta sumar," sagði Helgi. — Gunnar GuAmundsson, form- adur knattspyrnudelldar KR, og Helgi Magnússon, forstjórl Út- sýnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.