Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 61

Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 61 Rysjótt tíð á loðnumiðum VONZKUVEÐUR var á loðnu- miðunum síðasta sólarhring og engin veiði. Búizt er við rysjóttu veðri næstu daga. Loðnan virðist enn vera að ganga inn á miðin að vestan, en hefur lítið hafið göngu sína austur um. Frá upp- hafi vertíðar hafa veiðzt 138.415 tonn. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á þriðjudag: Þórður Jónasson EA 640 í Krossanes, Gísli Ámi RE 580 til Siglufjarðar, Guðmundur VE 750 til Vestmannaeyja, Rauðsey AK 570 til Þórshafnar, Gullberg VE 600 á suðurleið, Keflvíkingur KE 430 til Siglufjarðar og til Bolung- arvíkur fóru Grindvíkingur GK með 800, Guðmundur Ólafur ÓF 500 og Víkurberg GK 500. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt afla: Harpa RE 520 til Sigluíjarðar, Eskfirðingur SU 500 til Eskifjarðar, Höfrungur AK 630 í Krossanes, Gígja VE 650 til Vestmannaeyja, Bergur VE 430 til Siglufjarðar, Sigurður RE 600 til Vestmannaeyja og Húnaröst ÁR 570 til SigluQarðar. Fundur hval- veiðiþjóða hér í janúar RÁÐSTEFNA hvalveiðiþjóða verður haldinn hér á landi í byij- un næsta árs. Endanleg dagsetn- ing er ekki ákveðin en að sögn Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra er stefnt að því að fundurinn verði haldinn miili 20. og 30. janúar. Sjávarútvegsráðuneytið kannaði í haust undirtektir þeirra þjóða, sem eiga hagsmuna að gæta í sambandi við hvalveiðar, á að halda fund, þar sem þessi mál yrðu rædd á breiðum grundvelli. Fyrirhugað var að halda þennan fund hér á landi í haust, en honum var frestað. Púsi og Frikki — Fjórar nýjar litmyndabækur HÖRPUÚTGÁFAN hefur sent frá sér fjórar nýjar lit- myndabækur fyrir börn. Söguhetjurnar eru vinirnir Fúsi og Frikki, sem lenda í ótal spennandi ævintýrum, en jafn- framt kenna þeir börnunum að telja, þekkja litina og þjálfa athyglisgáfuna. Bækumar heita: Fúsi og Frikki í fjársjóðsleit, Fúsi og Frikki halda veislu, Fúsi og Frikki á ströndinni og Fúsi og Frikki fara til tungls- ins. Bryndís Bragadóttir þýddir bækumar. Þær em prentaðar í Belgíu. Úr umferðinni í Reykjavík þriðjudaginn 24. nóvember 1987 Árekstrar og slys: 33. Kl. 18.45 varð barn á leið vestur yfir Skógarhlíð fyrir bifreið er var ekið norður götuna. Þarna er götulýsing góð en myrkur var og ak- braut blaut. Enginn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á þriðjudag, en samtals bámst 52 kæmr fyrir umferðarlagabrot. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 6 ökumenn kærðir. Stöðvunarskyldubrot: 6 ökumenn kærðir. Réttindaleysi við akstur: 3 ökumenn kærðir. Þrír ökumenn vom gmnaðir um ölvun við akstur í þriðjudagsum- ferðinni. Klippt vom númer af 15 bifreiðum vegna vanrækslu á að fara til skoðunar. Kranabifreið fjarlægði 14 ökutæki vegna ólöglegrar stöðu. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík. Þakka sýnda vináttu á 60 ára afmœli mínu þann 4. september. Gísli Júlíusson. Námskeið fyrir atvinnu-uppfinningamenn Þörf fyrir markvissa uppfinningastarfsemi til nýsköpunar í atvinnulifinu The Necessity for Professional Inventions for Industrial Development - Markviss uppfinningastarfsemi í Evrópu - Professional Inventions in Europe - Verndun uppfinninga og einkaleyfi - Protections and Patents - Sala uppfinninga - Sale of Inventions - Fjármögnun uppfinninga - Financing - Flvernig hægt er að verða ríkur af upp uppfinningum - How to work on Inventions and become rich - Dæmi um velheppnaðar uppfinningar - Actual cases on successful Inventions Fyrirlesari: Lennart Nielsson, forstjóri Teknovators AB, ráðgjafafyrirtækis Sænska uppfinningafélagsins. Námskeiðið er á ensku. Tími: Föstudagur 27. nóvember kl. 9.00-17.00. Staður: Verkfræðingahúsið við Suðurlandsbraut. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Verkfræðingafélags- ins og Mannamót sf., sími 621062. Verkfræðingafélag íslands JHM Mannamót sf. Aðalfundur Varðar Aðalfundur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn fimmtudag- inn 26. nóvember nk. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Flokksstarfog fjölmiðlabylting. Jónas Kristjáns- son, ritstjóri D V. 3. Önnurmál. Stjórnin. Finnskir jerseykjólar og svört jerseypils v/Laugalæk sími 33755 UJSTZjOF POWER LIFTER DEKKIN SEM DUGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.