Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 33

Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 33 I NÆSTA mánuði verða gefnar út fjórar hæggengar hljómplötur með söng Stefáns íslandi. Það er Taktur hf., þ.e. hljómplötu- deild Fálkans, sem gefur plöt- urnar út í samvinnu við Ríkisútvarpið. Segja má að hér sé um heildar- útgáfu að ræða af hljóðritunum sem varðveist hafa með söng Stefáns, bæði þeim er gefnar voru út á 78 snúninga hljómplötum og þeim er varðveittar eru í safni Ríkisútvarps- ins. Hinar síðamefndu eru ýmist stúdíóupptökur, upptökur af tón- leikum í Gamla bíói og af upptökum af sýningu á óperunni Rígóletto í Þjóðleikhúsinu árið 1951. Þá er og endurútgefin ein 45 snúninga plata sem gefin var út í Danmörku og loks tvö lög sem skorin voru á plötu hjá Ríkisútvarpinu árið 1937 er endurútvarpað var frá Danmörku tónleikum er Stefán söng á í Tívolí í Kaupmannahöfn og haldnir voru í tilefni af 25 ára ríkisstjómar- afmæli Kristjáns konungs tíunda. INNLENT Aukið sætabil í vélum Flugleiða Á NÆSTU vikum mun sætabil í öllum Fokker Friendship-flug- vélum Flugleiða verða aukið nokkuð, þannig að sætabilið í þessum flugvélum verði sam- bærilegt við sætabiUð á venju- legu farrými í þotum félagsins. Jafnframt verður sú breyting gerð, að fremstu sætaröðinni verður snúið við og sitja á farþegar í fyrstu og annarri sætaröð gegnt hveijir öðram. Er þetta einkum hentugt fyrir fjölskyldur með böm, en æ algengara er að fjölskyldur ferðist saman í innanlandsflugi á fjöl- skyldufargjöldum í stað þess að aka á bfl. Undirbúningur að þessari breyt- ingu hefur staðið yfir í tæknideild félagsins um nokkurra mánaða skeið og þurfti að hanna og smíða sérstök sæti í fremstu röðina. Einni flugvélinni hefur þegar verið breytt, og hefur hið nýja fyrirkomulag og aukna sætabil mælst vel fyrir hjá farþegum. Stefnt er að því, að breytingum á öllum fimm Fokker- vélum félagsins verði lokið fyrir jól. Vetraráætlun Flugleiða gerir ráð fyrir 100 ferðum frá Reykjavík til 10 staða á landinu í hverri viku. Alls munu yfír 40 staðir á landinu tengjast Reyjavík og einnig inn- byrðis vegna samræmingar á áætlun Fugleiða við áætlun lands- hlutaflugfélaganna og áætlunarbif- reiða. Sætaframboð til og frá Reykjavík er um 8.800 sæti á viku. Aukaferð- ir verða famar um jól og nýár. í vetur er gert ráð fyrir auknu flugi um helgar vegna þess að ódýr- ar helgarferðir félagsins og 17 hótela víðs vegar um land hafa reynst vinsælar og hefur mikill fjöldi farþega nýtt sér þá þjónustu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri afhendir Ólafi Haraldssyni for- stjóra Takts hf. frumband af hinum 8 plötusíðum. Aðrir á myndinni eru Jón Örn Marinósson tónlistarstjóri og Þorsteinn Hannesson fv. tónlistarstjóri. Fjórar hljóm- plötur með söng Stefáns Islandi 4 Morgunblaðið/Þorkell Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, Hannes Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Securitas, og starfsmaður öryggisfyrirtækisins í stjómstöð neyðarhnappaþjónustunnar. Securitas með viðvör- unarkerfi fyrir aldraða Tryggingastofnun tekur þátt í kostnaði vegna neyðarhnappa ORY GGISF YRIRTÆKIÐ Sec- uritas í Reykjavík býður upp á neyðarhnappaþjónustu fyrir aldraða og öryrkja sem búa einir. Tryggingastofnun veitir styrk til kaupa á neyðarhnöpp- unum, sem era þráðlausir neyðarsendar, og móttökutækj- um fyrir aldraða sjúklinga og greiðir 80% mánaðargjalda þjónustunnar. Securitas starf- rækir síðan stjórnstöð allan sólarhringinn og sendir örygg- isverði til hjálpar þeim sem ýta á hnappanna. Neyðarhnappurinn er léttur, á stærð við karlmannsúr og getur notandinn fest hann við sig eins og honum hentar. Móttökutækið er oftast sett við síma og í því er hátalarabúnaður sem gerir starfsmanni stjómstöðvar Secur- itas kleift að komast strax í talsamband við þann sem hefur ýtt á neyðarhnappinn. Um leið og ýtt er á hnappinn berast boð sam- stundis til stjómstöðvarinnar, starfsmaður hennar sendir þann öryggisvörð sem er staddur næst viðkomandi íbúð á staðinn og um leið er annar öryggisvörður send- ur með lykil að íbúðinni. Ef um hjartasjúkling er að ræða birtast upplýsingar um það á tölvuskjá stjómstöðvarinnar og starfsmað- ur hringir í sjúkrabfl um leið og boð berst frá tækjum sjúklingsins. Á sama tíma getur starfsmaður stjómstöðvarinnar talað við þann sem er staddur í nauðum, róað hann og upplýst um að hjálp sé á næstu grösum. Þegar öryggis- vörðurinn er kominn á staðinn metur hann aðstæður og grípur til nauðsynlegra ráðstafanna. Samkvæmt reglum Trygging- aráðs er heimilt að veita styrk til kaupa viðurkennds viðvörana- rkerfis fyrir elli- og örorkulífeyris- þega sem búa einir, séu þeir svo sjúkir að þeir þurfi nauðsynlega á slíku viðvöranarkerfi að halda. Þeir sjúkdómar sem að jafnaði er um að ræða era ýmsir miðtauga- sjúkdómar svo sem lömun, floga- veiki, kransæðasjúkdómar á háu stigi, hjartabilun, og svæsnir lungnasjúkdómar. Afleiðingar slysa koma einnig til greina. Verð neyðarhnapps er 46.283 krónur með stofnkostnaði og upp- setningu. Tryggingastofnun greiðir 90% af þessum kostnaði, 41.655 krónur, ef stofnunin telur viðvöranarkerfið nauðsynlegt fyr- ir umsækjandann, og notandinn greiðir sjálfur 4.628 krónur. Mán- aðargjaldið er 2.901, þar af greiðir Tryggingastofnun 80% eða 2.321 krónu, og notandinn greiðir 580 krónur. Viðhald búnaðarins er innifalið í mánaðargjaldinu. Þijú neyðarköll á viku Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar stóð fyrir tilraun með viðvöranarkerfi Securitas frá des- ember 1986 til október 1987 sem starfsmenn Securitas fram- kvæmdu. Keypt vora 50 tæki handa öldraðum og útköll skráð. í niðurstöðum tilraunarinnar kem- ur meðal annars fram að síðustu vikurnar komu um þijú neyðarút- köll á viku. Ámi Sigfússon, formaður félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar, sagði á blaðamanna- fundi síðastliðinn þriðjudag að ýmsar efasemdir hefðu verið um þessa þjónustu í byijun, til að mynda vangaveltur um að ætt- ingjar myndu hætta að hafa samband við þá öldraðu og að þjónustan drægi úr annari félags- legri þjónustu. Einnig hefðu sumir þeirra sem þátt hefðu tekið í til- rauninni verið ósáttir við að fá neyðarhnappa í byijun, en hefðu síðan talið hnappana hið þarfasta þing í lok tilraunarinnar þegar rætt hefði verið við þá. Ámi sagði ennfrenjur að þjónustan hefði komið mjög vel út, hún hefði bjargað lífi sumra, en hitt væri ekki síður mikilvægt að hún hefði aukið öryggiskennd hinna öldraðu og gert þeim kleift að búa lengur heima en ella. Alls era á plötunum 58 lög, þar af þijú í tveim útgáfum, og hafa 27 þeirra ekki komið út áður á hljóm- plötu. Öll tæknivinna var unnin í tækni- deild Ríkisútvarpsins af Þóri Steingrímssyni. Umsjón með útgáf- unni höfðu þeir Trausti Jónsson og Þorsteinn Hannesson. Ferðafélag íslands: Hátíðarfundur og kvöld- vaka í tilefni sextugsafmælis FERÐAFÉLAG íslands heldur á morgun, föstudag, upp á sextíu ára afmæli sitt með hátíðarfundi og kvöldvöku og er öllum félagsmönn- um boðin þátttaka meðan húsrúm leyfir. Á hátíðarfundinum flytur forseti félagsins, Höskuldur Jónsson, ávarp svo og Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri. Kvöldvakan verður einkum helguð verkum Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings sem orðið hefði 75 ára á þessu ári. Stofnfélagar Ferðafélags íslands búist við að fjöldi þátttakenda í fyrir 60 árum voru 63 en tala fé- þeim á þessu ári verði kringum 6 lagsmanna nú er komin upp í um þúsund. Hátíðarfundurinn hefst kl. 8.400. Félagið hefur gefið út 59 17 og verður haldinn í fundarsal í árbækur og á hveiju ári stendur Borgartúni 6 í Reykjavík. Þar fer það fyrir liðlega 200 ferðum. Er einnig fram kvöldvakan sem hefst kl. 20.30. Árni Bjömsson og Sigurð- ur Steinþórsson stjórna henni en þar verður braðið upp svipmyndum af verkum Sigurðar Þórarinssonar. Með fulltingi söngfólks úr röðum félagsmanna verða kynntir nokkrir söngvar hans sem aðeins hafa verið fáum kunnir og flutt stutt erindi um vísindastörf Sigurðar. Á báðum samkomunum verða gestum bomar veitingar, afmæliskaffí og súkku- laði. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur var lengi varaforseti Ferðafélags íslands og er kvöld- vaka félagsins annað kvöld helguð verkum hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.