Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 19 íslendingar og Þjóðverjar eiga margt sameiginlegt - segja hjón sem reka gistiheimili í Titisee í Svartaskógi FORSTÖÐUMENN gistiheimilis- ins Hochfirst, í bænum Titisee, í Svartaskógi i Vestur-þýskalandi, hjónin Waltraud og Kurt Rösch, heimsóttu ísland nýverið til að kynnast betur landi og þjóð og heilsa upp á kunningja sína frá liðnu sumri en þá dvöldu íslend- ingar í fyrsta skipti í Hochfirst á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Rösch-hjónunum líkaði mjög vel við íslendingana og töldu þá og Þjóðverja eiga margt sameiginlegt. „Héraðið Svartiskógur afmark- ast af Sviss í suðri en Frakklandi { vestri," sögðu Rösch-hjónin, „Það er um 100 km á lengd frá suðri til norðurs en um 60 km á breidd þar sem það er breiðast. Hæsta fjallið í Svartaskógi, Feldberg, er 1493 metrar á hæð en héraðið er mest- allt vaxið dökkum og þéttum greniskógi sem það dregur nafn sitt af. Það hefur mjög lengi verið vinsælt bæði af innlendum og er- lendum ferðamönnum sem hafa leitað sér þar hvíldar og hressingar en Qölmörg gisti- og sjúkrahús eru í héraðinu. Á sumrin er t.d. hægt að leigja báta og seglbretti og sigla á Titi- see-vatninu, sem er eitt af mörgum vötnum í Svartaskógi, ellegar fara í skoðunarferðir til nálægra borga, t.d. Freiborgar, sem er höfuðborg Suður-Svartaskógar og mikil versl- unarborg, eða Baaden-Baaden sem er fræg fyrir heilsuböð. Á vetuma er hægt að fara á skíði, t.d. eru allt að 100 km langar gönguskíða- brautir í gegnum skóginn nálægt Hochfirst. Einnig er hægt að fara á skauta á Titiseevatni. Okkur hjónunum lfkaði mjög vel við þá 300 íslendinga sem gistu hjá okkur sl. sumar. íbúar Titisee vita mjög lítið um ísland en við munum fræða þá um landið þegar við erum komin heim og segja þeim frá þeirr! miklu gestrisni sem við höfum orð- ið aðnjótandi hér á landi. Okkur virðast íslendingar og Þjóðverjar eiga margt sameiginlegt, t.d. virðist kraftur og dugnaður einkenna báð- ar þjóðimar," sögðu Rösch-hjónin. Rösch-hjónin sem veita gistiheimilinu Hochfirst Svartaskógi forstöðu. Á milli þeirra stendur Ása dóttir, fararstjóri Útsýnar í Svartaskógi. Morgunblaðið/Sverrir í bænum Titisee í María Valdimars- Óvíst hvort ferða- skrifstofan Terra verður lýst gjaldþrota Kaupum nýrra eigenda rift ÁKVEÐIÐ hefur verið að kaup- um á ferðaskrifstofunni Terru skuli rift, en nýir eigendur keyptu fyrirtækið í byrjun nóv- ember. Á hluthafafundi þann 30. nóvember verður ákveðið hvort óskað verði eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta, eða hvort reynt verður að endur- reisa það. Skuldir fyrirtækisins eru 20-30 milljónir króna, en eignir þess eru aðeins brot af þeirri upphæð. Torfi Ásgeirsson, sem nú er framkvæmdastjóri Terru, sagði að hluthafafundur á fimmtudag sl. hefði óskað eftir því að farið væri yfir allar tölur og lögð fram ný gögn, áður en tekin yrði ákvörðun um framtíð fyrirtækisins. „Hlut- hafafundur þann 30. nóvember tekur síðan endanlega ákvörðun um hvort við stefnum í gjaldþrot eða endurreisum fyrirtækið," sagði Torfí. „Það er álitamál hvort við reynum fyrst að sækja um greiðslu- stöðvun, en ef ákveðið verður að halda rekstri áfram munu núver- andi eigendur ræða við alla aðila, sem það skuldar fé. Á fundinum á fimmtudag var ennfremur ákveðið að rifta kaupsamningi við þá aðila sem keyptu fyrirtækið í byijun þessa mánaðar. „Staðan nú er sú, að ef við ákveð- um að halda rekstri áfram, þá verðum við að reyna að ná samning- um við stærstu kröfuhafa," sagði Torfi. „Ef fyrirtækið verður lýst gjaldþrota þá er ljóst að ekkert er til skiptanna fyrir kröfuhafa, því eignir fyrirtækisins eru aðeins brot af skuldum. Verði rekstri haldið áfram þá er möguleiki á að leita eftir nýjum meðeigendum, en eig- endur verða sjálfír að borga upp mikið af skuldum fyrirtækisins ef það á að ganga upp.“ Ferðaskrifstofan Terra hóf starf- semi árið 1984. Torfi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, sagðist ekki vilja segja neitt um hvers vegna staða fyrirtækisins væri jafn slæm og raun ber vitni, þvi menn væru ekki á einu máli um það. STEFNA í UTANRÍKISVERSLUN Mánudaginn 30. nóvember verður almennur félagsfundur í Félagi íslenskra stórkaupmanna með Steingrími Hermannssyni, utanríkis- viðskiptaráðherra. Fundurinn verður haldinn í Hvammi á Holiday Inn og hefst kl. 12.00 með hádegisverði. Verkefni er varða utanríkisverslun voru nýlega færð frá viðskipta- ráðuneyti til utanríkisráðuneytis. Þar á meðal: Útflutningsverslun. Undirbúningur og framkvæmd viðskiptasamninga. Skipti íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök. Vörusýningar erlendis. Ráðherrann fer þannig ekki aðeins með útflutningsmál, heldur einn- ig mikilvæga hagsmuni er varða innflutningsverslunina, s.s. samninga er varða aðgang íslendinga að erlendum innkaupamörk- uðum. Á fundinum gefst félagsmönnum kostur á að kynnast viðhorfum ráðherra og ríkisstjórnar til þessara mikilvægu mála. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 10650. GÓÐA FERÐ MEÐ —RATVÍS— MAYERHOFEN Verð frá kr. 26.628.- 2 vikur, 2 í herb. Afsláttur 30. jan. SKIÐAFERÐIR SERFAUS Verðfrákr. 37.290.- Sérstökjólaferð 19. des. Örfá sæti laus. 2 vikur, 2 í herb. ZELLAMSEE Verð frá kr. 25.463 2 vikur, 2 herb. HFLGAR- OG VIKUFERÐIR GLASGOW Verðfrákr. 16.760.- 2 í herb. 3 nætur. LONDON Verð frá kr. 18.870.- 2 í herb. 3 nætur. AMSTERDAM Verð frá kr. 17.320.- 2 í herb. 2 nætur. HAMBORG Verðfrákr. 20.540.- 2 í gistingu. 3 nætur. ÁRAMÓTAFERÐ TIL AMSTERDAM Ógleymanleg áramótaferð í sex daga/ fimm nætur. Akstur til og frá flugvelli. Dvalið á Hótel Krasnapolski. Áramóta- fagnaður og nýárshádegisverður. Verð aðeins kr. 29.870.- ■ ODYR FARGJOJLDIDFSFMBFR örIvlgwofnaR fl§i? GLASGOW kr. 14.040.- AMSTERDAM kr. 15.500.- PANTIÐ TÍMANLEGA LONDON kr. 16.150.- KAUPMANNAHÖFN kr. 18.790.- OSLÓ kr. 18.490 TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ STOKKHOLMUR kr. 21.440.- MVÍS Teroir 8>J O- Ratvís - ferðaskrifstofa Hamraborgl— 3 Sími: 91-641 522
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.