Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 / (é -) Mjúk satináferð með Kópal Glitru Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig 10, sem gefur fallega satináferð. Heimilið fær mildan og sérlega hlýlegan blæ, því birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss og skugga verður áhrifamikið með Kópal Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa til að henta á öll herbergi hússins. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal Geisla. málningt k STEIN, TRÉ, MÁLM O.R rJUSn»Au#HG, VATNSÞVNNANLEG, HAFÐU ALLT Á HREINU FÁÐU ÞÉR &TÐK Unglingar verði skattlausir Til Velvakanda. Ég má til að gera athugasemd í sambandi við skattakortin sem unglingar eiga að fá við 16 ára aldur. Þetta er oft lítil vinna sem unglingar fá á sumrin og oft ekki nema fyrir fatnaði. Þetta eru krakk- ar sem eru í skóla og þurfa að kaupa dýrar bækur. Sé verið að skattleggja unglinga þá lendir það á foreldrunum að borga þetta fyrir þau. Þetta getur verið erfítt fyrir þá foreldra sem hafa lág laun því það er dýrt að klæða bömin núna þegar einar litlar gallabuxur kosta á þriðja þúsund krónur. Ég vil að þessu verði breytt og unglingar verði ekki látnir borga skatta fyrr en átján ára. Flestir eru í skóla framá þennan aldur og oft lengur. Ég vil einnig að stjómarskránni verði breytt og landið verði gert að einu kjördæmi og þinghúsið að einni málstofu. Þá mætti fækka þing- mönnum um átján, við höfum ekkert að gera með svona marga þingmenn meðan þjóðinni fjölgar ekki. Þannig væri hægt að spara þinghúsbygginguna. Mér finnst að okkar ráðamenn spari ekki nóg fyr- Leggið ekki uppá gang- stéttir Til Velvakanda Að undanfömu hefur mikið verið talað um umferðarmenninguna í Reykjavík og kemur flestum saman um að hún sé okkur ekki til sóma. Eitt er það sem fer ákaflega mikið í taugamar á mér og það er að sjá bflum lagt upp á gangstéttir. Eftir því sem bflum hefur fjölgað gerist þetta æ algengara. Við getum verið sammála um að gangstéttimar eiga að vera fyrir gangandi fólk, götum- ar fyrir bfla. Fyrir utan það að valda gangandi fólki óþægindum og gremju fer þetta illa með gangstétt- imar. Það yrði örugglega til bóta að hækka sektir fyrir að leggja ir þjóðfélagið. Það þarf að sníða sér stakk eftir vexti eins og þar stend- ur. Ingimundur Sæmundsson bflum svona og herða eftirlitið. Vegfarandi Prentvilla Prentvilla slæddist inn í at- hugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni, útvarpsstjóra, sem birtist í Velvakanda sl. laugar- dag, og er niðurlag hennar því endurbirt hér. „í útvarpslögum frá 1985 er tek- ið fram að aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau renni óskert í framkvæmasjóð Ríkisútvarpsins til þess m.a. að standa undir upp- byggingu dreifikerfis Ríkisútvarps- ins. Alþingi ákvað að svipta Ríkisút- varpið þessum tekjum á yfirstand- andi ári og áform em uppi um að endurtaka þá aðgerð 1988. Ríkisút- varpið gerir þá sjálfsögðu kröfu að fá að búa við þau skilyrði sem kveð- ið er á um í útvarpslögum og að því verði þannig gert kleift að verða við óskum notenda um bætt mót- tökuskilyrði úti um landið. Ekki verður öðru trúað en að alþingis- menn sýni skilning á þessu sjónar- miði, þegar fjárlög og lánsfjárlög verða afgreidd á yfírstandandi þingi." Yíkverji skrifar Síminn hringdi hátt og snjallt og maðurinn sem var við vinnu í herberginu svaraði um leið; halló, halló. Ekkert svar hinum megin. Þá var svarað í beina símann. Ekkert svar þar heldur. Enn hringdi og skildi maðurinn greinilega ekkert í þessu. Það var ekki fyrr en utan- aðkomandi, sem átti erindi á þessum vinnustað, kom hlaup- andi og reif upp tólið á farsíma sínum, að starfsmaðurinn skildi hvemig í málinu lá. Farsímaeigandinn talaði dijúga stund í símann. Sam- bandið hefur trúlega verið í lakara lagi því hann brýndi rödd- ina annað slagið þannig að orð hans fóru ekki framhjá öðram viðstöddum. Ekki fannst heim- ildamanni Víkveija samtalið ýkja merkilegt og ekkert sem ekki hefði getað beðið. Annars virðist enginn maður með mönnum nema hann eigi farsíma, hafí beinan síma á skrifstofunni auk þess venjulega. Heima fyrir er nauðsynlegt að hafa eins og þijá síma. Einn miðsvæðis, annan í sjónvarps- herbergi og þann þriðja í hjóna- herberginu. Svo þegar fólk er búið að fá nóg af öllum hringing- unum þá er að koma sér upp aukasíma með leyninúmeri, taka íjölskyldusímann úr sambandi, þannig að einhvem tímann sé hægt að fá frið fyrir þessum árans hringingum. XXX Svo er það þetta með út- varps- og sjónvarpstækin. Til að fylgjast með þarf fólk að stilla á fréttir ekki seinna en klukkan 18 og þetta er orðið svo flott hjá okkur íslendingum að við getum fylgst með fréttum alveg til klukkan 20.30. Það skiptir engu máli þó þetta séu meira og minna sömu fréttimar af engu. Ekki dugir að hafa eitt sjónvarp, samkeppnin við barna- efni í sjónvarpi og kvöldmatinn frúarinnar kallar á að minnsta kosti eitt sjónvarpstæki í viðbót. Ef til vill er hægt að koma því fyrir í eldhúsinu? Takist svo ólánlega til að eitt- hvað fari niður á milli er nauðsynlegt að hafa tæki til að taka upp efni. Myndband heitir það víst. xxx Að öllu gamni slepptu þá við- urkennir Víkveiji að margt er til bóta með allri þessari tækni og auknum möguleikum á þess- um sviðum. Þannig geta far- símar verið hið mesta þarfaþing. Til dæmis fyrir fréttamenn, sem þurfa að geta verið í beinu sam- bandi við höfuðstöðvamar þegar mikið er að gerast og prenttími nálgast. Þá skiptir ekki máli hvort þeir era úti á sjó, í flugvél uppi í loftinu eða kannski á strandstað á annesi. Farsímamir era mikið notaðir af sjómönnum hringinn í kringum landið og hafa á einhveijum stöðum leyst strandstöðvamar af hólmi. Reyndar hefur þessi farsíma- tækni raðst yfír og eins og sprengt allar áætlanir. Sýnir það vissulega þörfina á slíkum tólum í þessu stóra og dreifbyggða landi — en einnig okkar miklu nýjungagimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.