Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
45
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Bakkaborg
- Blöndubakka
Óskum að ráða uppeldismenntað fólk eða
fólk með reynslu af uppeldisstörfum á deild
eins til þriggja ára barna.
Um er að ræða stjórnun og uppbyggingar-
starf innan deildarinnar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 71240.
M eðf erðarf u I Itr ú i
óskast
Starfsmaður óskast til starfa í 100% stöðu
við meðferðarheimilið Njörvasundi 2.
Vaktavinna með möguleika á aukavöktum.
Upplýsingar í síma 39516 (eða hjá forstöðu-
manni heima, í síma 16663).
Forstöðumaður.
Frá menntamála-
ráðuneytinu
Lausar stöður við framhaldsskóla:
Fjölbrautaskólann við Ármúla vantar tölvu-
fræðikennara til starfa frá næstu áramótum.
Umsóknarfrestur er til 15. desember.
Ennfremur er vakin athygli á að umsóknar-
frestur um áður auglýsta kennarastöðu í
viðskipta- og hagfræðigreinum og kennara-
stöðu í stærðfræði við Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki rennur út 1. desember.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Okkur vantar samviskusaman og nákvæman
bókara sem fyrst. Starfið felst í merkingu,
færslu og afstemmingu á tölvuvæddu fjár-
hags-, viðskiptamanna- og launabókhaldi.
Hafir þú áhuga á sjálfstæðu og krefjandi
starfi hafðu þá samband við skrifstofustjóra
í síma 689070.
Blómaval sf.,
Sigtúni 40,
Reykjavík.
Stýrimaður
Vanur stýrimaður óskar eftir plássi helst á
togveiðum - annað kemur til greina.
Upplýsingar í síma 652282.
Sendill
óskast strax. Vinnutími eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 681511.
Helgarpósturinn.
Afgreiðslufólk
óskast
Matvöruverslun í Hlíðunum óskar eftir fólki
í ýmiss konar störf. Vinnutími: Hálfan daginn
eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „S - 4906“ fyrir 1. desember.
Atvinnurekendur
- félagasamtök
Rúmlega fimmtugur maður óskar eftir at-
vinnu. Er vanur almennum skrifstofustörfum
og færslu bókhalds á tölvu.
Hef starfað mikið að félagsmálum margskon-
ar. Get hafið störf eftir samkomulagi.
Áhugasamir leggi inn upplýsingar á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir 4. des.
merktar: „Stundvísi - 2214“.
Barnaheimili
i Vogahverfi
Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19,
óskar eftir fóstrum, uppeldismenntuðu fólki
og aðstoðarfólki til starfa í 100% og 50%
stöður.
Upplýsingar í síma 36385.
Garðaborg
er tveggja deilda dagheimili við Bústaðaveg 81.
Okkur vantar fóstru eða starfsmann með
aðra uppeldismenntun og/eða reynslu í upp-
eldisstörfum sem fyrst eða um áramót.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
39680.
Ræsting
Við dagheimilið Laugaborg v/Leirulæk vantar
starfsfólk í ræstingar frá og með 1. desem-
ber og 1. janúar.
Upplýsingar í síma 31325.
Atvinna óskast
Tvítugan mann vantar kvöld- og dagvinnu.
Er t.d. vanur byggingavinnu. Hef bíl til um-
ráða. Ath.: Allt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 652186 eftir kl. 20.00.
Veitingahús
Hressan og lipran starfskraft vantar til léttra
framreiðslustarfa. Vaktavinna (dagvinna).
Upplýsingar gefur veitingastjóri í síma 14353
milli kl. 9-14.
Vanursölumaður
óskar eftir vel launuðu starfi strax. Ýmislegt
kemur til greina.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið inn
nafn og símanúmmer á auglýsingadeild
Mbl. merkt: „B - 2542“.
Húsvörður
Opinber stofnun í miðbænum óskar eftir
snyrtilegum og reglusömum rosknum manni
í húsvarðarstarf. Viðkomandi þarf að vera
heilsuhraustur.
Upplýsingar á skrifstofu okkar.
^BfVETTVANGUR
S T A R F S M I D 1, U N
Skólavörðustíg 12, simi 623088.
Beitingarmaður
Beitingarmann vantar til útgerðarfélagsins
Barðans, Kópavogi.
Upplýsingar í síma 43220.
Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu.
raðauglýsingar — raðauglýsingar
mmmmm
raðaugiýsinga.
Tilkynning um hunda-
hreinsun í lögsagnar-
umdæmi Kópavogs
Hundahreinsun fer fram í dag, fimmtudaginn
26. nóvember 1987, kl. 17.00-19.30, íbirgða-
stöð Kópavogskaupstaðar á Kársnesbraut
68 (á sama stað og í fyrra).
Allir Kópavogsbúar, sem eiga hunda; eru
skyldir til að koma með þá til hreinsunar,
sbr. lög nr. 7 frá 1953, reglugerð nr. 201 frá
1957 og gildandi samþykkt um hundahald í
lögsagnarumdæmi Kópavogs frá 1983.
Komiðtímanlega með hundana til hreinsunar.
Heiibrigðiseftiriit
Kópavogssvæðis.
Ert þú kona?
Viltu:
Fræðast um sérstöðu kvenna við stjórnun-
arstörf?
Kynnast eigin stjórnunarmáta?
Bæta samstarfshæfni þína?
Viltu:
Auka sjálfsöryggi þitt?
Styrkja sjálfsímynd þína?
Bæta tímastjórnun þína?
Ef svo er, þá er þeta námskeið fyrir þig.
Leiðbeinandi: Steinunn H. Lárusdóttir, M Ed
í stjórnun.
Upplýsingar og innritun í síma 11293 kl.
18.00-23.00.
Framþróun sf.
Námskeið og róögjöf á sviði stjórnunar, samskipta og fjölmiðlunar, Espi-
geröi 12, 108 Reykajvík.
Anna G. Magnúsdóttir, Einar I. Magnússon, Sigþór Magnússon og Stein-
unn H. Lárusdóttir.
Jörðtil sölu
Til sölu er jörðin Möðrufell, Hrafnagils-
hreppi, Eyjafirði. Á jörðinni er nýtt íbúðarhús
og gott fjós. Fullvirðisréttur 130 þúsund
lítrar. Jörðin er 20 km frá Akureyri.
Nánari upplýsingar í síma 96-31163.
Frystitæki
Nýtt plötufrystitæki, 8 stöðva, til sölu með
sambyggðri vél.
Upplýsingar: SJ-Frost hf., Auðbrekku 19,
Kópavogi, sími: 46688.