Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Ífclk í fréttum .. > Kristinn Sigmundsson söng einsöng með kórnum á 20 ára afmælishátíðinni. Morgunbiaði«/Bjami KÓRSTARF í MENNTASKÓLANUM VIÐ HAMRAHLÍÐ Glæsileg afmælisháuð Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt upp á 20 ára afmæli sitt síðastliðinn sunnudag að við- stöddu fjölmenni. Að sögn Ömólfs Thorlaciusar rektors skólans var hátíðin stórglæsileg og mjög vel heppnuð. Reynt var að virkja eldri nemendur sem sungið hafa með kómum og vom um 200 manns á sviðinu þegar mest var. Alls sóttu hátíðina um 1000 manns, en það er einn mesti fjöldi sem sótt hefur samkomur í skólanum. Flutt var tónlist frá ýmsum tímum; latnesk ljóð, fomir gyðingasöngvar íslensk þjóðlög og lög samin sérstaklega fyrir kórinn. Bergþóra Ingólfsdóttir las ljóð eftir sjálfa sig og Egill Ólafsson og Ólafur Kjart- an Sigurðsson sungu einsöng með kómum í negra- sálmum og gyðingasöngvum. Þá söng Kristinn Sigmundsson einsöng, en hann er gamall félagi í kómum. „Honum tekst alltaf vel upp, en þó best héma hjá okkur," sagði Ömólfur. Hátíðinni lauk síðan með því að allir kórfélagamir sungu saman þjóðsönginn. Pjölmenni var á hátiðinni, meðal gesta voru f.v.: Árni Böðvarsson, Guðmundur Arnlaugsson, Alda Snæhólm, Inga Þorgeirsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Rannveig Tryggvadóttir og Örnólfur Thorlacius. ELTON JOHN Far vel fósturjörð Elton John hefur tekið stærstu ákvörðun lífs síns. Hann hefur seit sitt heitt- elskaða knattspymufélag, Watford og sett heimili sitt á sölulista. Eftir jól ætlar hann að yfirgefa England og setjast að í Bandaríkjunum. „Þetta er mér allt ákaflega þungbært, en ég á engra kosta völ,“ segir hann. Hann og kona hans, Renata hafa lengi ætlað sér að setjast að í Bandaríkjunum og er orsa- kanna meðal annars að leita í gróusögum sem hafa leikið kappann grátt. En salan á Watford er liður í aðhaldsemi í Qármálum og tekur Elton sárt. , Þess ber að minnast að ég keypti félagið þegar það var ennþá í fjórðu deild. I dag er það komið upp (fyrstu deild og ég elska það eins og mitt eigið bam. En ég hef ákveðið að hætta öllu tónleikahaldi og því velta peningamir ekki lengur í kassann, afleiðingin er sú að ég verð að spara," segir Elton en hann hefur einnig selt hljómplötufyrirtæki sitt. Hjónakomin munu setjast að í Los Angeles en hafa einnig keypt hús í Lund- únum sem mun verða þeirra athvarf þegar þau eru „heirna". „Ég er áfram breskur ríkisborgari, mér fyndist ómögulegt að geta ekki farið heirn þegar ég saknaði fótboltans og enska veðurfarsins." Willis — hjónin komu vinum sínum verulega á óvart. ÓVÆNT BruceogDemi gifta sig Kvikmyndaleikaramir dáðu, Bmce Willis og Demi Moore giftu sig síðastliðinn laugardag, öllum vinum og vandamönnum til mikillar undmnar. Gift- ingin fór fram í kyrrþey og var að sögn talsmanns Bruce, ákveðin fyrirvaralaust. Bmce sem er 32 ára, er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum „Hasarleik" og kvikmyndinni „Blind Date“ en Demi, 25 ára, er okkur að góðu kunn úr myndunum „Abo- ut Last Night" og „St. Elmo’s Fire". Þau hafa verið saman mestan hluta ársins og hefur Demi á þeim tíma marglýst því yfir að hún vilji giftast Bmce og að hann skuli hætta öll.u svalli og kvennafari, ann- ars yfirgefi hún hann. Mun Bmce hafa tekið fremur dauflega í það í fyrstu en honum hefur smám sam- an snúist hugur vegna hótana Demiar og er nú orðinn sáttur við hlutskipti sitt. En þrátt fyrir það kom fréttin um giftingu þeirra eins og þmma úr heiðskím lofti og agndofa vinimir gátu einungis stunið upp, „þetta kom okkur öllum að óvömm, þau bara ákváðu að gifta sig á laugardeginum.“ Lena Nyman á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. SVÍÞJÓÐ Lena í vanda Leikkonan sænska, Lena Nyman, hefur komið sér í klandur. Hún kom hingað í vor þegar „En liten e i havet" sem er leikgerð Svía á Atóm- stöð Halldórs Laxness var sýnd og gerði stormandi lukku. Um daginn var hún tekin fyrir að keyra undir áhrifum áfengis en hún hefur lengi átt við áfengisvandamál að stríða. Fyrir nokkmm dögum lá við að öll Svíþjóð spryngi af forvitni þegar fréttir birtust í blöðum um að þekktur leikari hefði verið tekinn ölvaður undir stýri. Var ekkert lát á bollaleggingum um hver hefði verið á ferð- inni fyrr en Lena geystist fram á ritvöllin og tilkynnti sænsku þjóðinni í bréfi sem birtist í Dagens Nyheter að „leikarinn þekkti" væri hún. „Bæði réttarhöldin og áfengissýkin hafa verið alvarlegt vandamál hjá mér, sem ég er bytjuð að reyna að leysa. En að vera stillt upp til sýnis af fjölmiðlum er eins og að vera sett í gapastokk á almannafæri. Ég get hreinlega ekki þolað það lengur og um leið látið sem ekkert sé fyrir framan 600 manns, sex daga í viku," segir Lena meðal annars. Og bréfínu lýkur á þessum orðum, „í bæjarréttinum sögðu þeir við mig,„Það er ekki hlut- verk okkar að þyngja byrðina enn frekar". Það vona ég að engin ætli sér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.