Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 72

Morgunblaðið - 26.11.1987, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 ♦ % ~ r * Guðmundur Haraldsson Mrw\gMMMMW\ FOLX ■ GUÐMUNDUR Haraldsson hlaut Afreksbikar KDSÍ árið 1987. Afreksbikarinn er veittur ár- lega þeim knattspymudómara sem þykir skara fram úr. Guðmundur dæmdi einnig fjölmarga leiki er- lendis á síðasta ári og stóð sig vel. Talandi um dómara þá hefur orðið ein breyting á A-dómarahópnum. Guðmundur Stefán Maríasson kemur inn fyrir Magnús Theodórs- son. ■ SJÓNVARPAÐ verður beint frá einum leik íslenska landsliðsins í handknattleik í Polar Cup í Nor- egi. Það verður leikur íslendinga og Norðmanna, sem verður laugarr daginn 5. desember. Útsending hefst kl. 13.30. * ■ TERRY Venables er nú kom- inn til liðs við Tottenham,' sem hefur ekki unnið leik síðan að David Pleat tók pokann sinn eftir hneykslismál á dögunum. Síðan eru liðnir átta leikir. Tottenham tekur á móti Liverpool á laugardaginn og segir Venables að mikil og strembin vinna sé framundan. „Það er þó við hæfí að mæta á þessu stigi því liði sem ég ætla að taka til fyrirmyndar er uppbyggingin hefst hjá Tottenham," sagði Vena- bles. ■ GAMLI sovéski snillingurinn Oleg Blochin hefur leikið sitt síðasta keppnistímabil með Kænu- garðsliðinu Dinamo. Hann er nú 35 ára gamall og margur myndi ætla að hann væri orðinn saddur á knattspymu. En hann segir: „Síður en svo, þvert á móti fínnst mér ég vera í toppformi og ég vildi gjaman fá að ljúka ferlinum erlendis. Pen- ingar skipta engu máli.“ Eitt sagði Blochin við þetta tækifæri og varð- ar það gmnsemdir margra um að leikmenn eða þjálfarar ákveði oft fyrirfram hvemig best sé að leikir fari og haldi síg síðan við það eftir samkomulagi. Blochin segir: „Mér er ekkert um slíkt gefíð, mér fínnst það ekki heiðarlegt. Ég hef hins vegar ekki tölu á slíkum leikjum sem ég hef tekið þátt í.“ Óskar Pátursson, heiðursfélagi Þróttar, tekur fyrstu skóflustunguna að grasvellinum IMýrgras- völlur hjá Þrótti Óskar Pétursson tók tyrstu skóflustunguna Fyrir skömmu var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum gra- svelli á félagssvæði Þróttar við Holtaveg. Rúnar Smárason og Víðir Guðmundsson voru með lægsta til- boð í vallargerðina, um 80% af kostnaðaráætlun. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á næstu dög- um og er ráðgert að ljúka þeim 1. júlí á næsta ári. Síðan verður byggð áhorfendastúka og svæðið afgirt. Fyrirhugað er að ölum framkvæmd- um á vallarsvæðinu verði lokið 1989, sem er 40 ára afmælisári félagsins. ZANUSSI Einstakt verð a-.-fo.h-a— HAFNARFIRÐI LÆKJARGÖTU 22 SÍMI: 50022 HANDKNATTLEIKUR Þorbergur getur leikið íNoregi - Sautján leikmenn hafa verið vald- irtil að keppa á Lottó PolarCup Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsmaður í handknatt- leik, sem leikur með Saab í Svíþjóð, getur leikið með íslenska landsliðinu í Lottó Polar Cup-handknattleik- skeppninni í Noregi. Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari ís- lands, hefur leikið sautján leikmenn til Noregsferðarinn- ar. Kristján Arason og Alfreð Gísla- son missa af tveimur fyrstu leikjunum í mótinu - gegn Jú- gósíövum og ísraelsmönnum. Aðrir mótheijar verða Hollendingar, Norðmenn og Svisslendingar. Polar Cup hefst í Osló á miðvikudaginn í næstu viku. Einnig verður keppt í Stavangri og Björgvin. Framarinn Atli Hilmarsson, sem hefur leikið 98 landsleiki, nær þeim áfanga að tryggja sér sæti í 100 S-Kóreu- menn leika hértvo landsleiki - ídesember S-Kóreumenn koma til ís- lands rétt fyrir jól og leika tvo landsleiki í Laugardalshöll- inni, 21. og 22. desember. Leikirnir verða þeir fyrstu sem íslendingar mæta S-Kóreu- mönnum hér ájandi. Menn bíða spenntir eftir að sjá þá leika, því að S-Kóreumenn hafa komið með nýtt blóð í alþjóðlegan handknattleik - mjög hraðan sóknarleik og maður á mann vöm. landsleikja klúbbnum í Noregi. Alla hafa tólf leikmenn, sem fara til Noregs, leikið yfír 100 landsleiki. Landsliðshópurinn er skipaður þess- um leikmönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val (156 landsleikir), Brynjar Kvar- an, KA (107) og Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðablik (39). Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mat- hiesen, FH (154), Jakob Sigurðs- son, Val (113), Birgir Sigurðsson, Fram (7), Karl Þráinsson, Víkingi (44), Sigurður Gunnarsson, Víking (116), _Alfreð Gíslason, Essen (117), Páll Ólafsson, Dússeldorf (144), Guðmundur Guðmundsson, Víkingi (149), Kristján Arason, Gummsrs- bach (157), Geir Sveinsson, Val (100), Sigurður Sveinsson, Lemgo (119), Atli Hilmarsson, Fram (98), Júlíus Jónasson, Val (73) og Þor- bergur Aðalsteinsson, Saab (157). Þorb«rgur Aðalstelnsson klæðist landsliðsbúningnum aftur í Noregi. Alfreð ekki JR llir þeir leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik, sem leikur á Lottó Polar Cup, leika gegn Olympíu- og heimsmeistur- með gegn Jú um Júgóslava f Laugardalshöllinni 8. og 9. desember. Þó er enn óvíst hvort að Alfreð Gíslason komist í leikina. igóslövum? Júgóslavar verða samferða íslenska liðinu frá Noregi hingað til lands 7. sember. KNATTSPYRNA KRmeðOtsýn Knattspymudeild_ KR og ferða- skrifstofan Útsýn gerðu auglýsingasamning fyrir skömmu, sem gildir út næsta keppnistímabil. Við það tækifæri sagði Helgi Magn- ússon, forstjóri Útsýnar, að fyrir- tækið fagnaði því að fyrstu deildarlið KR léki með Útsýnaraug- lýsingu næsta ár. „Samstarf Útsýnar og KR gekk mjög vel á síðasta sumri. Rekstur knatt- spyrnudeildar KR er mjög til fyrir- myndar og það er alltaf ánægjulegt að eiga samstarf við þá, sem standa vel að málum. Með Ian Ross við stjómvölinn og Útsýnarmerki á búningunum ná KR-ingar langt næsta sumar," sagði Helgi. — Gunnar GuAmundsson, form- adur knattspyrnudelldar KR, og Helgi Magnússon, forstjórl Út- sýnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.