Morgunblaðið - 01.12.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.1987, Qupperneq 1
96 SIÐUR B 273. tbl. 75. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Almenningur á kjöratað í Varsjá. Innfellda myndin sýnir vegg- spjald sem stjórnvöld dreifðu til að velga athygli á þjóðarat- kvæðagreiðslu um efnahagsumbætur, sem þjóðin hafnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem íbúar í kommúnistaríki fá að opinbera hug sinn til stefnu stjórnvalda og er litið á niðurstöðuna sem mikið áfall fyrir stjórn Jarúselskís, leiðtoga pólskra kommúnista. Embætti framkvæmdastj óra NATO: Willoch hættir við framboð sitt Osló, Reuter. KÁRE Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt til embættis framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins. Bandarikin og níu riki önnur höfðu heitið Manfred Wörner, vamarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, stuðningi sínum, en fjögur ríki, þeirra á meðal ísland, höfðu ákveðið að styðja Willoch. Willoch tilkynnti um ákvörðun sína í gær í bréfí til norsku ríkis- stjómarinnar. „Afstaða tiltekinna aðildarríkja mótast greinilega af því hvaðan frambjóðandinn er og hvert framlag heimlands hans er til sam- eiginlegra vama ríkja bandalags- ins,“ sagði í bréfinu. Vegna þessa hefði hann ákveðið að draga sig í hlé. Ekki hefur tíðkast að halda uppi kosningabaráttu þegar velja þarf nýjan mann til þessa starfs heldur hefur sú hefð skapast að ríkin nái samkomulagi um hver skuli valinn til starfans. Willoch kvaðst í gær telja að í lagi væri að tveir menn kepptu um embættið en í tilteknum stöðum væri oft betra að hann væri aðeins einn. Víst þykir nú að Wömer verði valinn eftirmaður Carringtons láv- arðar, sem hyggst láta af störfum á miðju næsta ári. Raunar skýrði vestur-þýska vikuritið Der Spiegel frá því á laugardag að Norðmenn hygðust afturkalla framboð Willochs og mæla með þriðja mann- inum ti! starfans. Hafði nafn Joe Clarke, utanríkisráðherra Kanada, verið nefnt í þessu samhengi. Sagði í frétt blaðsins að á þennan hátt hygðust Norðmenn koma í veg fyr- ir kjör Wömers, því stærri og áhrifameiri ríki bandalagsins myndu styðja Clarke. Búist er við að tilkynnt verði hver hlotið hafí starf framkvæmda- stjóra NATO er utanríkisráðherrar aðildarríkjanna koma saman í Briissel þann 11. desember. Þjóðaratkvæðagreiðsla í Póllandi: Reuter Ozaláfram við völd Flokkur Turguts Ozal, for- sætisráðherra Tyrklands, vann sigur í þingkosningum, sem fram fóru á sunnudag, og fékk 292 menn kjörna. Kosið var til 450 þingsæta og mun Ozal gegna embætti for- sætisráðherra næstu fimm árin. Myndin sýnir hann fagna sigri er niðurstöður kosninganna lágu fyrir. Sjá einnig „Ozal vann hreinan . . .“ á bls. 50. Sendiráðastríði lokið í París og Teheran Karachi, Reuter. ÍRANIR létu í gær lausan fransk- an sendiráðsmann í skiptum fyrir íranskan túlk, en undanfarna mánuði höfðu mennirnir neyðst til að lifa við umsátursástand í sendiráðum rfkjanna í Parfs og Teheran. Skiptin fóru fram á flugvellinum í Karaehi, höfuðborg Pakistans. Frá því í júlímánuði hafði Paul Torri, ræðismaður Frakka í Teheran, ekki getað farið út fyrir hússins dyr vegna þess að íranskir hermenn sátu um bygginguna. Sama ástand hafði ríkt í París en þar hafði verið setið um Vahid Gordji, sem sagður er vera túlkur en Frakkar telja að hafí verið í vitorði með hryðjuverkamönn- um í París. Sjá einnig „Telur að Waite . . .“ á bls. 38. Reuter FÓTUM TROÐIN KJÖRGÖGN Á HAITI Forsetakosningum á Haiti, sem fram áttu að fara um helgina, hefur veríð frestað um óákveðinn tíma vegna ofbeldisverka and- stæðra fylkinga. Ráðamenn f Bandaríkjunum hafa ákveðið að kalla heim bandarfska hernaðarráðgjafa vegna þess hve ótryggt ástand- ið er. Myndin var tekin f gær og sýnir Igörgögn liggja fyrir hunda og manna fótum í Port-au Prince, höfuðborg Haiti. Sjá einnig „Kosningum frestað vegna . . á bls. 40. New York, Reuter. HLUTABRÉF lækkuðu í verði um heim allan í gær í kjölfar verð- lækkunar á Bandaríkjadollar. Hefur dollarinn ekki veríð Iægrí gagnvart helztu gjaldmiðlum heims. Sérfræðingar í gjaldeyris- og vaxtamálum óttast að dollarinn eigi eftir að lækka enn frekar og að það muni síðan leiða til enn meiri lækk- unar hlutabréfa. Aðeins klukkustund eftir opnun verðbréfamarkaðarins í Wall Street hafði Dow Jones-verðbréfavísitala lækkað um 57 stig. Var um tíma óttast nýtt verðbréfahrun á borð við verðfallið 19. október. Sjá „Lækkun dollars ...“ á bls. 39. Urslitin eru vantraust og áfall fyrir ríkisstj órnina Varsjá, Reuter. ÞVERT gegn þvf sem búist hafði veríð við hafnaði almenningur í Póllandi niðurskurðaráætlun og tillögum pólskra sfjórnvalda um pólitískar tilslakanir f þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fór á sunnudag. Þetta er í fyrsta skipti sem almenningi í kommúnista- ríki er gefið tækifæri til að láta í ljós álit á stefnu stjórnvalda og þykir niðurstaðan jafngilda van- traustsyfirlýsingu. Leiðtogar „Samstöðu", hinnar óleyfílegu verkalýðshreyfíngar Pól- veija, höfðu nvatt landsmenn til að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem þeir sögðu sjónarspil stjóm- valda. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær kváðust 44 prósent sam- þykk áætlunum stjómvalda um aðgerðir á sviði efnahagsmála og 46 prósent lýstu sig fylgjandi pólitískum tilslökunum, sem stjóm- völd höfðu heitið en aldrei skýrt nánar. Yfírvöld höfðu heitið að virða niðurstöðuna, en hún mun hafa í för með sér að hægt verður á þeim umbótum sem boðaðar höfðu verið. 26 milljónir manna voru á kjör- skrá og var þátttakan 68 prósent, um 10 prósentum minni en í síðustu kosningum sem fram fóru í Pól- landi árið 1985. I þjóðaratkvæðagreiðslunni var þess farið á leit að almenningur samþykkti spamaðaráform stjóm- valda, sem gera ráð fyrir að niður- greiðslur til landbúnaðar og iðnaðar verði afnumdar. Þetta hefði haft í för með sér að verð á matvælum tvöfaldaðist og húsaleiga og kynd- ingarkostnaður þrefaldaðist. Gegn þessu höfðu stjómvöld heitið að auka lýðréttindi. Talsmenn stjómarinnar sögðu að niðurstöðuna mætti rekja til þess að Pólveijar væm óvanir þjóðarat- kvæðagreiðslu. Jozef Pinior, einn leiðtoga „Samstöðu", sagði niður- stöðuna sýna að almenningur væri ekki reiðubúinn til aðfallast á efna- hagslega endurskipulagningu nema til kæmu aukin mannréttindi. Hlutabréf og dollar lækka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.