Morgunblaðið - 01.12.1987, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
Um ráðhús og flugstöð
eftirHelga
Baldursson
Sunnudaginn 22. nóvember birt-
ist í Morgunblaðinu, þriggja síðna
grein með spurningum til Davíðs
Oddssonar og svörum hans.
Grein þessi er skrifuð í nokkuð
borgarföðurlegum stfl, en var ágæt-
lega fræðandi um mörg atriði, en
nokkuð ábótavant í sumum.
Ég yrði Morgunblaðinu þakklát-
ur ef hægt væri að hafa annað
viðtal við borgarstjóra okkar og fá
greinargóð svör við þeim spurning-
um og athugasemdum, sem koma
fram hér á eftir.
Aðalatriði málsins virðast eftir-
farandi:
1. Er þörf fyrir húsið?
2. Er þörf fyrir bflastæðin?
3. Skaðast lífríki Tjarnarinnar?
4. Er staðsetning hússins að skapi
Reykvíkinga?
5. Mun greiðsluáætlun stand-
ast?
7. Er andstaða við ráðhúsið and-
staða við Sjálfstæðisflokkinn?
Er þörf fyrir húsið?
Ómótmælanlegt er að Reykjavík-
urborg hefur mikla þörf fyrir
endurskipulagðan rekstur og mikil
hagræðing yrði af því að þjappa
öllum deildum borgarinnar saman
á einn stað. Hægt væri að koma á
mun meiri samvinnu milli deilda
borgarinnar ef allar stofnanir henn-
ar flyttu saman í nýtt skrifstofuhús-
næði.
Því verður að svara þessari
spumingu játandi.
Hitt er svo annað mál hvort þörf
er fyrir ráðhús. Nefna má dæmi
um hús, sem hefðu hentað ágætlega
undir borgarstofnanir, og verið mun
betur staðsett, og kostað brot af
væntanlegum byggingarkostnaði,
svo sem Vörumarkaðshúsið, Aust-
urbæjarskólahúsið og jafnvel
Morgunblaðshöllin sjálf. Öll þessi
hús henta ágætlega og liggja mjög
vel við umferð. An efa má nefna
önnur hús í borginni, sem henta
jafnvel eða betur.
Þessi athugasemd er þó mark-
laus, þar sem búið er að ákveða að
byggja nýtt hús.
Er þörf fyrir
bílastæðin?
Erfitt er án frekari upplýsinga
að dæma um þetta en það er ein-
falt reikningsdæmi hvort borgar sig
að nota kjallarann hjá ráðhúsinu
eða byggja nýtt hús. (Þar vil ég
nefna Fjalakattarlóðina, sem var
kjörin fyrir bílageymsluhús.)
Borgarstjórnin verður þó að gæta
þess í rekstrarútreikningi að greiða
ber fyrir hvert bílastæði. Ekki má
með neinum hætti láta yfirmenn
borgarinnar fá ókeypis bílastæði
fremur en aðra launþega í landinu.
Skaðast lífríki
Tjarnarinnar?
Að öllum líkindum er svo ekki
og öll rök hníga til þess að betur
verði hugsað um Tjörnina hér eftir,
þar sem ekki er lengur þörf á að
láta hana drabbast niður — þar sem
líklega hefur borgarstjórn ekki
kappkostað mjög viðhald og endan-
legan frágang Tjamarinnar vegna
væntanlegrar byggingar sl. 40 ár.
Er staðsetning ráð-
hússins að skapi
Reykvíkinga?
Telja má víst að meirihluti Reyk-
víkinga er á móti öllu raski við
Tjömina. Okkur hefur tekist með
samstilltri baráttu að veija Tjömina
að mestu leyti í áratugi. Slysið, sem
vofði yfír 1964 var ógnvænlegt og
hefði borið Tjörnina og miðbæ
Reykjavíkur ofurliði.
Að fenginni reynslu er almenn
andstaða við byggingar í Tjöminni
vel skiljanleg — og í raun er óskilj-
anleg sú gífurlega áhersla, sem
sjálfstæðismenn í borgarstjóm hafa
lagt á að byggja bara í Tjörninni.
Ekki er vitað til að aðrir staðir *
hafi verið skoðaðir í fullri alvöru
svo sem við Sigtún, sem er fallegur
staður og liggur mjög vel við um-
ferðakerfi borgarinnar.
Þetta er athyglisvert atriði, sem
„Það er einlæg ósk mín
að yfirstjórn borgar-
innar taki þessi orð mín
sem framlag til bygg-
ingarinnar, en ekki sem
marklaust andstöðu-
hjal.“
er vert að velta fyrir sér, og þá
aðallega sem kennslubókaratriði í
þráhyggju.
Hvað mun húsið kosta?
Kjallaramir tveir munu verða ca.
7.600 m2 brúttó, en nýtanlegt flat-
armál verður ca. 5.600 m2 Mismun-
ur fer í ganga, veggi og tæknibúnað
svo sem loftræstikerfi. Nýtanlegt
rúmmál ca. 27.000 m3
Áætlað verð á fermetra brúttó
er 33 þúsund kr. Áætiað verð á
fermetra nettó er 45 þúsund kr.
Dæmi nú hver fyrir sig hvort
þessar tölur séu líklegar eða trúleg-
ar, miðað við það að ekki var búið
að vinna eitt einasta verkfræðilegt
atriði þegar þessar tölur voru gefn-
ar út. Góð aðferð til að fá svona
kostnaðartölur er að skrifa nokkrar
tölur á vegg og benda blindandi á
eina þeirra.
Þó er sýnu verra þegar kemur
að útgáfu kostnaðartalna við ráð-
húsið sjálft. Þar hefur enginn
hugmynd um hve húsið verður
stórt, þó halda menn að ekki komi
til með að skakka meiru en ca.
1000 rúmmetrum (svipað og eitt
350 fermetra einbýlishús). Þar er
giskað á að hver fermetri muni
kosta ca. 100 þúsund kr.
Ekki þori ég að giska á með
hvað aðferð þessi tala var fengin,
en hún hefur verið ævintýralegri
en við kjallarann.
Hver útsvarsgreiðandi í
Reykjavík, sem greiðir útsvar að
ráði, mun því greiða ca. 25.000 —
í ráðhússkatt á næstu árum, ef
áætlun borgarstjóra stenst, annars
50.000. Nema þá að borgarstjóri
ætli að draga úr öðrum fram-
kvæmdum sem þessu nemur!
Mun greiðsluáætlun
standast?
Davíð vísar í viðtalinu til Eiffel-
tumsins og óperuhússins í Sydney
sem bygginga, sem byggðar voru
í fullri andstöðu við vilja almenn-
ings.
Báðar þessar byggingar fóru
langt fram úr áætluðum byggingar-
kostnaði og var raunar bygging
óperuhússins nærri því að stöðvast
vegna gífurlegrar kostnðaaraukn-
ingar og má telja víst að byggingar-
kostnaður hafi verið vanreiknaður
í upphafi til að komast svo langt
að ekki yrði snúið aftur. Þessi að-
ferð hefur oft verið notuð og mun
verða notuð áfram.
Ekki er vitað með neinni vissu
hve mikið húsið mun kosta — þar
sem það hefur ekki verið reiknað út.
Ekki er hægt að reikna út bygg-
ingarkostnað þess þar sem það eru
ekki til neinar verkfræðilegr teikn-
ingar af húsinu. Ekki er vitað um:
steypumagn, járnamagn, milli-
veggjamagn, raflagnaefnismagn,
pípulagningaefnismagn, gólfefna-
magn o.s.frv.
Allar tölur, sem birst hafa em
grófar ágiskanir, sem munu ekki
eiga sér neinn stað í raunveruleik-
anum þegar upp verður staðið. Hins
vegar er ákveðið að byija til þess
að ekki verði aftur snúið.
Óþarfa asi og bráðlæti hefur
kostað okkur óhemju íjárhæðir. Má
þar nefna dæmi um flugstöðina í
Keflavík, sem ætti að vera okkur
næg refsing. Sóun og stjórnleysi
hönnuða og algjört skipulagsleysi
og teikningaskortur voru dýrkeypt
þar.
Skynsamlegast væri að:
1. Taka ákvörðun um byggingu,
útlit og staðsetningu.
2. Láta fullteikna húsið í öllum
smáatriðum (þótt það taki tvö
ár).
3. Meðan verið er að teikna húsið
ætti borgin að leggja peninga
fyrir í byggingarsjóð t.d. í ríkis-
skuldabréfum, eða á annan
arðbæran hátt þannig að þegar
teikningar verða til þá er fjár-
mögnun tryggð.
4. Byggja húsið fullskipulagt á full-
um hraða, þannig helst að
loftpressa þurfi ekki að koma inn
í bygginguna.
5. Meðan verið er að byggja húsið
á að semja við innréttingaaðila
um alla innréttingaþætti (út-
boð).
Ef farið væri á þennan hátt í
bygginguna má telja víst að eitt til
tvö hundruð milljónir munu sparast.
Ef farið er í bygginguna á þann
hátt, sem borgarstjóri okkar lýsir í
viðtalinu, þá vil ég fullyrða að við
megum teljast vel sloppin ef bygg-
ingarkostnaður fer einungis 50%
fram úr þeim 750 milljónum, sem
nú er giskað á.
Ég vil bjóða Davíð Oddssyni upp
á veðmál. Ef byggingarkostnaður á
núvirði við fullklárað ráðhús með
bílastæðum og lóð mun verða minni
en 1.000 milljónir þá skal ég greiða
Reykjavíkurborg 50 þúsund krónur.
Ef hann verður meiri þá mun Davíð
greiða úr eigin vasa sömu upphæð
til borgarinnar.
Útreikningur þessi gæti farið
fram t.d. í júní 1991, en þá ættu
allar tölur að liggja fyrir.
í raun finnst mér gífurlegt kæru-
leysi og ábyrgðarleysi að ekki sé
til verjanleg kostnaðaráætlun um
bygginguna og víst er að þetta
þætti ekki góð fjármálapólitík á
öðrum vettvangi.
Er andstaða við ráð-
húsið andstaða við
Sjálf stæðisf lokkinn?
Slæmt er að sjá að svo virðist
ætla að verða. Borgarstjóri hefur
gert þetta mál alltof flokkspólitískt.
Það er alls engin ástæða til þessa.
Miklu æskilegra hefði verið að leita
eftir breiðari grundvelli og taka sér
ef til vill aðeins lengri tíma í undir-
búning. Þessi skrifstofubygging er
eign allra Reykvíkinga en ekki að-
eins fylgismanna Davíðs Oddsson-
ar.
Reykjavík hefur verið ráðhúss-
laus í 201 ár. Hún getur verið
ráðhússlaus í 4 ár í viðbót — án
þess að tjón hljótist af.
Það er einlæg ósk mín að yfir-
stjórn borgarinnar taki þessi orð
mín sem framlag til byggingarinn-
ar, en ekki sem marklaust and-
stöðuhjal.
Vilji okkar hlýtur að vera að fá
fallegt, hagkvæmt og notadijúgt
ráðhús Reykjavíkur.
Höfundur rekur iðnfyrirtæki í
Reykjavík.
ANNAR KOSTUR
efir Sigrúnu
Eldjárn
LeÍKHUf - Km.
/ ðjVCTfl'
«
l
i
í
4