Morgunblaðið - 01.12.1987, Side 15

Morgunblaðið - 01.12.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 15 Staðsetning ráðhúss eftír Hilmar Biering Það hefur glatt mig, gamlan Tjarnarunnanda, að fylgjast með þeim áhuga sem nú verður hvar- vetna vart við því að Reykjavíkur- tjörn verði sá sómi sýndur sem Tjörninni ber. Fréttaflutningur um málefni Tjarnarinnar hefur aldrei verið meiri, útifundur verið haldinn og ég efa ekki einlægni þeirra sem um Tjörnina hafa skrifað. Undir kjörorð samtaka um vemdun Tjam- arinnar tek ég og segi: Tjörnin lifi, en Reykjavíkurtjöm hvorki lifir né deyr vegna staðsetningar ráðhúss. Það má orða það svo að allt frá því að Tjamarlæknum var lokað 1911 hefur Tjömin verið að deyja því hún hefur verið að fyllast af leðju sem enga framrás fær. Vatns- forðinn úr Vatnsmýrinni er einnig að hverfa, ekki síst vegna bygging- ar flugvallarins og annarrar framræslu í mýrinni. Nú er svo komið að vatnsdýptin er aðeins orð- in um 40 sentimetrar en leir- og leðjulagið í botni Tjarnarinnar er orðið tveir til þrír metrar að þykkt. Þetta stefnir lífríki Tjarnarinnar í voða en ekki staðsetning ráðhúss. Tveir menn sem unnu að eftirliti með fuglalífi Tjarnarinnar á árun- um 1973 til 1980 skrifuðu nýlega fróðlega grein í Morgunblaðið um fuglalífið við Tjörnina og segja m.a. í niðurlagsorðum „að tekið verði frá svæði í Vatnsmýrinni sem tryggi öndunum ömggt varpland og tryggt verði að nægilegt vatn berist til Tjarnarinnar". Undir þessi orð vil ég taka en þau breyta engu um staðsetningu ráðhúss. Sex alþingismenn bám fram þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að hefja viðræður við borgaryfirvöld um áhrif byggingar ráðhúss í Tjörninni á lífríki hennar. Þessum áhuga þingmannanna fyrir lífríki Tjarnarinnar mætti ef til vill beina að tveggja metra háum stein- vegg sem byrgir þingmönnum sýn úr Alþingisgarðinum svo að þeir fái betur notið lífríkis Tjarnarinnar enda finnst mér það standa þeim nær en staðsetning ráðhúss. Ég skrifaði allítarlega grein um sögu Reykjavíkurtjarnar, sem birt- ist í Morgunblaðinu 1. mars 1985, en lét þá einnig í ljós þá skoðun að norðvesturhorn Tjamarinnar væri öllum stöðum ákjósanlegri fyr- Hilmar Biering „Þeim áhuga sem Tjörninni er nú sýndur væri betur beitt með kröfu um að Tjörninni sjálfri verði bjargað frá því að verða að fúium pytt því á því ríður meir en staðsetning- ráðhúss.“ ir staðsetningu ráðhúss. Nú hef ég séð teikningar og líkan af fyrirhuguðu ráðhúsi og ég fæ ekki betur séð en að þetta þriggja hæða hús sem er um 2.000 fermetr- ar að flatarmáli uppfylli þau skilyrði að falla vel að umhverfi sínu og er ég því enn sömu skoðunar að þetta sé rétt staðsetning ráðhúss. Húsin sem standa umhverfis Tjörnina mynda þá umgjörð sem okkur fínnst falleg og að mínu mati skemmir ráðhúsið ekki þá umgjörð en ég veit að enginn end- anlegur mælikvarði verður lagður á það hvað sé fagurt og hvað sé ljótt, um það verður ávallt deilt. Deilum um ráðhúsið verður seint lokið en þeim áhuga sem Tjörninni er nú sýndur væri betur beitt með kröfu um að Tjörninni sjálfri verði bjargað frá því að verða að fúlum pytt því á því ríður meir en staðsetn- ing ráðhúss. Höfundur er borgarstarfsmaður. Sérstakt jólatilboð á Dusar baðveggjum og sturtuklefum Sérstaklega sterkir og vandaðir sturtuklefar í miklu úrvali. A.BERGMANN Stapahauni 2, Hafnarfirði, S:651550 Útsölustaðir: Vald. Poulsen, Rvík B.B. byggingavörur, Rvík Húsiö, Rvík Pensillinn, ísafiröi Byggirsf., Patreksfiröi Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Þ. Skagfjörð. Sauöárkróki KEA byggingavörur, Akureyri Skapti hf., Akureyri Kaupf. Þingeyinga, Húsavík Kaupf. Héraösbúa, Egilsstööum Kaupf. Fram, Neskaupstaö Kaupf. A.-Skaftfellinga, Höfn Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélagiö Þór, Hellu GÁ Böövarsson, Selfossi Kaupfélag Vestmannaeyja Jám og skip, Keflavik Trésmiðjan Akur hf Akranesi. Baðveggir í ýmsum litum og gerðum Sturtuklefar kr. 8.995.- Máfið er svo einfalt að þegar við kaupum leðursófa- sett veljum við alltaf gegnumlit- að leður og alltaf anilínsútuð (krómsútuð) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóð- um eða fjallalöndum — og yfírleitt óslípaðar húðir (sem eru endingabestar). Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. húsgagna>höllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.