Morgunblaðið - 01.12.1987, Side 25

Morgunblaðið - 01.12.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 25 Ný bók eftir Alistair MacLean IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir Alistair MacLean og nefnist hún Helsprengjan. Andrés Kristjánsson þýddi. I kynningu útgefanda á efni bók- arinnar segir: „Ótrúlegir atburðir eiga sér stað á Eyjahafi fyrir augum Talbots skipstjóra og áhafnar hans, sem eru þar í vísindaleiðangri á skipi sínu. Neyðarkall berst til þeirra — en of seint. Þeir horfa á brennandi snekkju hverfa í öldurnar og andartaki síðar hrapar flugvél í hafið á sömu slóðum. Er þetta tilviljun eða býr hér eitt- hvað dularfullt að baki? Tvö stórslys og aðeins ein skipshöfn til vitnis. En Talbot skipstjóri er ekki allur þar sem hann er séður. Með ýmsum brögðum tekst honum að afhjúpa sannleikann, skipulagt samsæri hryðjuverkamanna og eiturlyfja- smyglara sem gæti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar.“ AliSDU mm R 1 Glöðarkerti 'h í úrvali fyrir m TOYOTA % ISUZU M DATSUN ^ MERCEDES BENZ ^ O.FL. HELSPRENGJ HÁBERG ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Húsfreyja í Húnaþingi er þriðja bindi ceviminninga Huldu Á. Stefánsdóttur. í þessu bindi segir frá búskapar- árum hennar á Þingeyrum í Húna- vatnssýslu. Inn í þá frásögn fléttar hún nákvæmar en hrífandi lýsingar á sögu og umhverfi. Þetta gerir ævisögu Huldu Stefánsdóttur að bókmenntum í fremstu röð, bókmenntum sem fólk á öllum aldri les sér til óblandinnar ánægju og fróðleiks.^k Litríkt fólk er framhald ceviminninga Emils sem komu út í fyrra og nefndust Á misjöfnu þrífast bömin best, en hún hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur almennings. Lesendur Litríks fólks verða margs vísari um aldarfar og eigið líf höfundar á fjórða og fimmta ára- tugnum. Stíll og frásagnarlist hans gerir bókina að kjörgrip allra bóka- unnenda..^. Gullna flugan eftir Þorleif Fríðriksson sagnfræðing er saga átaka í Alþýðuflokkn- um og erlendrar íhlutunar um íslensk stjómmál í krafti fjármagns. Hver voru erlend ítök og áhrífþeirra á aðgerðir flokks- forystunnar langt framyfirmiðja20. öldina? Bókin byggir á óvéfengjanlegum gögnum og segir sannleikann skýrt og skorínort. Þessa bók má enginn Alþýðuflokksmaður láta framhjá sér fara,-hvað þá andstæðingamir. Systkinaröðin mótar manninn er eftir sálfræðinginn dr. Kevin Leman. Er það tilfellið að frum- burðir séu frekjur, miðbörn þrætu-_ gjarnir leiðindapúkar og yngstu börn ábyrgðarlausir ærslabelgir? Systkinaröðin er brunnur upp- lýsinga sem geta hjálpað þér að bæta samskipti þín við aðra. Fyrir utan að geyma uppeldislegar ráðleggingar sem eru öllum foreldrum hollar og gagnlegar er bókin bæði hlýleg, fyndin og vel skrifuð.( Dr. Kevin Leman tíOGWOP1**' DagHnnur dýralæKnlr Paddington bangsi birtist lesendum sínum á ný í tveimur nýjum bókum. í annarri hjálpar Paddington smáfólki að þekkja á klukkuna en í hinni er hann á leið í sumarleyfi til FrakklandS. Þegar sú bók er opnuð kemur svolítið óvænt í ljós sem gerir hana ennþá meira spennandi. Um Dagfinn dýralækni eru líka komnar tvær nýjar bækur. Dagfinnur dýralæknir og sjóræningjarnir er sérstaklega ætluð byrjendum í lestri en Dag- finnur dýralæknir í Apalandi þeim sem lengra eru komnir. Þetta eru bækur sem halda börnun- um við efnið. ff ÖRN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA U108 REYKJAVÍK. SÍM191-84866 SVONA GERUM VIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.