Morgunblaðið - 01.12.1987, Qupperneq 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
Takið eftir — Fyrirferðarlítil, en afkastamikil upp-
þvottavél. Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn.
Lýkur uppþvotti á 15 mínútum. Hljóðlát.
Verð aðeins kr. 16.750,- með söluskatti.
Kjölursf.,
Hverfisgötu 37,
Reykjavík.
Símar: 21490,21846.
Kjölur sf.,
Víkurbraut 13,
Keflavík.
Sími: 2121
Kr1Æ90,-
Stærðir: 26-41
MHHQHPBBÐBb Litir: Svart, hvitt
IBBHhI Ath.: Ryðfrítt
Póstsendum samdægurs
5% staðgreiðsluafsláttur
—ðÉóem
---
VELTUSUNCX 1
21212
KRINGWN
Sími 689212. KKIM0NM
(Sö PIONEER
HÁTALARAR
Kristbjörg Tryggva
dóttir - Minning
Fædd 1. október 1911
Dáin 22. nóvember 1987
{ dag kveðjum við hinstu kveðju
kæra vinkonu, Kristbjörgu
Tryggvadóttur, er lést á Hrafnistu
22. nóvember sl. eftir löng og erfið
veikindi.
Fyrstu kynni fjölskyldu minnar
af Beggu, eins og hún var ætíð
kölluð, voru þegar móðurbræður
mínir, Sæmundur og Páll, gerðust
leigjendur á Laufásvegi 41 á ijórða
áratugnum. Þar réðu húsum Árni
Geir og Margrét, mikil heiðurshjón,
sem á sínum efri árum fluttu frá
Keflavík til Reykjavíkur. Hjá þeim
var fósturdóttirin Begga, og þegar
ég fór ein mínar fyrstu ferðir til
Reykjvíkur fyrir rúmum 40 árum
var ég send á þetta heimili. Þarna
eignaðist ég yndislega vinkonu og
hefur aldrei borið skugga á þá vin-
áttu síðan. Begga annaðist heimilið
og fósturforeldrana með miklum
sóma og var dásamlegt að fylgjast
með natni hennar og blíðu við gömlu
hjónin, sem hún annaðist til þeirra
hinsta dags. Enn styrktust vináttu-
böndin er hún fyrir 25 árum giftist
Sæmundi frænda mínum. Begga
var ætíð kát og glöð og var mjög
næm fyrir því skoplega í tilver-
unni. Þessi eiginleiki hennar gerði
það að öllum leið vel í návist henn-
ar. Begga og Sæmundur höfðu
mikið yndi af ferðalögum og í fjöl-
mörg sumur ferðuðust þau um
landið þvert og endilangt ásamt
Páli. Eitt sumar urðum við Sigrún,
eldri dóttir mín, samfylgdar þeirra
aðnjótandi. Eru það ógleymanlegir
dagar.
Að lokum vil ég þakka minni
kæru vinkonu fyrir alla þá vinsemd
og tryggð sem hún hefur ætíð sýnt
mér og íjölskyldu minni. Öldruð
móðir mín kveður með söknuði
kæra vinkonu og mágkonu og þakk-
ar henni fyrir allt. Blessuð sé
minning hennar.
Elsku Maddý og Valgeir, hjart-
ans þakkir okkar mömmu fyrir
ykkar kærleiksríka starf. Kæri
frændi, ég færi þér innilegar sam-
úðarkveðjur frá fjölskyldunni. Megi
góður Guð styrkja þig í sorg þinni.
Ása Ólafsdóttir
í dag kveð ég elskulega vinkonu,
Kristbjörgu Tryggvadóttur, Beggu,
eins og hún var kölluð meðal vina
og kunningja.
Begga fæddist 1. október 1911
í Miðhúsum í Garði. Foreldrar henn-
ar voru Henrietta Gissurardóttir frá
Gljúfurárholti í Ölfusi og Tryggvi
Valdimarsson, unnusti hennar, frá
Syðri-Mástöðum í Skíðadal. For-
eldrar hennar slitu trúlofun sinni
og ólst hún upp hjá móður sinni
þar til á þriðja ári. Með móður sinni
var hún í vist í Garði og Keflavík,
en í þá daga var erfitt fyrir unga
konu að vinna fyrir sér og bami
sínu ungu, og var Begga því tekin
í fóstur af hjónunum Áma Geir
Þóroddssyni, útvegsbónda í
Keflavík, og konu hans, Margréti
Þorfinnsdóttur, en Begga hélt alltaf
góðum tengslum við móður sína þar
til hún lét 1972.1929 fluttist Begga
með fósturforeldrunum til Reykja-
víkur. Fóstri hennar andaðist 1952
en fóstra 1953 og annaðist Begga
þau í heimahúsum seinustu æviár
þeirra af þeirri alúð og umhyggju,
sem henni var svo auðvelt að veita.
Eftir lát fósturforeldra stofnuðu
hún og eftirlifandi eiginmaður
hennar, Sæmundur Jónsson, heimili
og giftu þau sig síðan 15. apríl
1962.
Þegar ég fæddist, 1955, leigðu
foreldrar mínir íbúð á neðri hæð í
húsi þeirra á Laufásvegi 41 í
Reykjavík. Þar með hófust kynni
okkar. Allt frá því að ég man eftir
mér hafa Begga og Sæmundur ver-
ið mér sem aðrir foreldrar. Þannig
háttaði til á Laufásveginum að
Begga og Sæmundur bjuggu á efri
hæð og risi, en ég og foreldrar
mínir á neðri hæð. Þegar gengið
var niður stigann af efri hæðinni
þurfti að ganga gegnum holið á
neðri hæðinni og þarna sat barnið
oft fyrir þeim. Þegar það komst á
skrið þótti það einnig ólmt í stigann
upp, og það skeði sjaldan að mér
væri snúið við, og oft endaði ferðin
undir sæng hjá Beggu, sérstaklega
á laugardags- og sunnudagsmorgn-
um. Beggu og Sæmundi varð ekki
barna auðið og því þróaðist það svo
að þau bundust tilfinningaböndum
þessum litla „stigagemlingi". Þegar
ég var þriggja ára fluttust foreldrar
mínir af Laufásveginum, en þá voru
vináttuböndin orðin svo sterk að
mikið og gott vinasamband hefur
haldist æ síðan.
Allt frá því að ég man eftir mér
hef ég verið heimagangur á heimili
þeirra hjóna. í ótal skipti gisti ég
þar um helgar sem barn og ungling-
ur. Þaðan eru góðar minningar, því
þau hjónin voru afskaplega barngóð
og börn hændust að þeim. Eg skildi
það ekki sem barn, en eftir því sem
ég fullorðnaðist varð mér það æ
Ijósara hvers vegna ég hændist að
þeim og leið alltaf vel hjá þeim.
Þau hjón áttu afskaplega fallegt
og hlýlegt heimili þar sem myndar-
skapur, þrifnaður og smekkvísi sat
í fyrirrúmi. En inni á heimilinu var
fleira en augað sá en sem barnssái-
in greindi. Það var góðmennskan,
hlýhugurinn, kærleikurinn, ástin og
virðingin hvort fyrir öðru og öllu
því sem fallegt er og lifandi. Begga
var afskaplega myndarleg húsmóð-
ir. Hún var afbragðs hannyrðakona
og alluri matur sem hún lagaði var
góður og listilega fram borinn. Hún
hafði gaman af lestri góðra bóka
og fylgdist ætíð vel með því sem
var að gerast í þjóðlífinu hverju
sinni. Hún hafði ákveðnar skoðanir
í þjóðmálum, sem og öðrum málum,
en hélt aldrei skoðunum sínum fram
og lét alla gjalda sannmælis. Ég
man aldrei eftir að hún hallmælti
nokkrum manni, en talaði af alúð
og innileika um alla, sérstaklega
vini sína og kunningja, sem voru
henni mikils virði, og hún ræktaði
kunningsskapinn vel. Þau hjón áttu
marga góða vini og höfðu gaman
af að hitta þá á góðum stundum.
Begga var afskaplega heilsteypt
manneskja. Hún kynntist lífínu á
barns- og unglingsárunum í
Keflavík, þar sem nóg var að starfa
á stóru heimili, bæði við heimilis-
störf og fiskverkun, þar sem afli
var verkaður í salt og þurrkaður
úti á fiskreitum. Henni varð tíðrætt
um bernsku sína í Keflavík og
strákapörin þar. Hún átti afskap-
lega auðvelt með að bregða fyrir
sig kímni og var oftast mjög létt í
lund. Hún var lagviss og hafði gam-
an af að syngja og hlusta á söng.
Maður sá hana oft fyrir sér sem
litla stúlku með þykkar, rauðjarpar
fléttur, sem lék éer ásamt öðrum
ungmennum á plönunum í Keflavík.
Eftir að til Reykjavíkur kom vann
hún við ýmis störf, aðhlynningu á
Elliheimilinu Grund, við veitinga-
húsa- og verslunarstörf. Síðustu
æviár fósturforeldra sinna hjúkraði
hún þeim heima. Eftir að hún og
Sæmundur hófu búskap var hún
heimavinnandi þar til 1971 að hún
hóf störf við Borgarbókasafn
Reykjavíkur og starfaði þar til 71
árs aldurs. Þar eignaðist hún marga
góða vinnufélaga og kunningja og
talaði ávallt með miklum hlýleik um
tírna sinn þar. Þau hjónin voru mikl-
ir náttúruunnendur. Bróðir
Sæmundar, Páll Jónsson, var frá
því að ég man eftir mér í fæði hjá
Beggu og Sæmundi. Samband
þeirra þriggja var mjög náið. Páll
var mikill áhugamaður um ljós-
myndum og náttúruskoðun. Þau
þijú fóru saman nær því á hverju
sumri um landið. Ég ætla að ekki
sé rangt með farið þó ég segi að
fáir íslendingar hafi ferðast eins
mikið um landið sitt og þekkt það
eins vel og þau. Páll og Begga höfðu
ákaflega gaman af að veiða og
ekki voru fáar veiðiferðirnar sem
famar voru. Sæmundur veiddi aldt-
Gildran og Foringjarnir í kvöld frá kl. 22.00-01.00.
Útópía óskar öllum íslendingum til hamingju með daginn.
Suðurlandsbraut 26.