Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR JÓNSSON frá Helgastöðum, Biskupstungum, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt 25. nóvember sl. Jarðsett veröur á Kotströnd í Ölfusi miðvikudaginn 2. desember kl. 14.00. Erla Eiriksdóttir, Jóna Eiriksdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Gisli Eiríksson, Ásta Jóhannsdóttir, Svava Eiríksdóttir, Örn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Magnús Guðjónsson fv. bílstjóri Fæddur 21. september 1891 Dáinn 22. nóvember 1987 í dag, þriðjudaginn 1. desember, verður Magnús Guðjónsson fyrrver- andi bílstjóri jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi. Magnús var sonur hjónanna Guð- jóns Gíslasonar og Kristbjargar Steingrímsdóttur frá Lambhaga í Straumi. Hann var á 97. aldursári er hann lést þann 22. þ.m. Við systkinin kynntumst Magn- úsi vel er hann bjó hjá ömmu okkar, + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN SIGURÐSSON, Smáratúni, Þykkvabæ, lést í Borgarspítalanum 27. nóv. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aöstandenda. Sigurjóna Sigurjónsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARTA ÞORLEIFSDÓTTIR, Baldursgötu 27, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Bróðir okkar, GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON frá Stóra-Nýjabæ, Krísuvík, andaðist á Sólvangi Hafnarfirði 27. nóvember sl. Fyrir hönd systkinanna, Þórlaug Guðmundsdóttir. + Eiginkona mín, GUNNHILDUR ÁRNADÓTTIR, andaöist í Landspítalanum 29. nóvember. Guðbjörn Þorsteinsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR LUDVIGSSON bakarameistari, Brautarlandi 5, Reykjavík, andaöist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 24. nóvember. Jarðar- förin fer fram frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 1. desember kl. 13.30. Bryndi's Hilmarsdóttir, Ludvig C. Hilmarsson, Ragnheiður Hilmarsdóttir, Theódóra Hilmarsdóttir, Þórunn Hilmarsdóttir, Hrafnhildur Hilmarsdóttir, Ásthildur Hilmarsdóttir, Hugrún Hilmarsdóttir, barnabörn og Sveiney Þormóðsdóttir, Jóhannes Viggósson, Ingi Guðbrandsson, Kristinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Bjarni Kristjánsson, Hilmar Ásgeirsson, barnabarnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR SIGFINNSDÓTTUR áður til heimilis í Grænukinn 7, Hafnarfirði, ferfram frá Hafnarfjarðarkirkju þriöjudaginn 1. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á minning- arsjóð Sólvangs. Garðar Kristjánsson, Guöni Kristjánsson, Reynir Kristjánsson, Jóhann Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Rannveig Kjærnested, Eiínborg Sigurbjörnsdóttir, Klara S. Árnadóttir, Logi Knútsson og barnabörn. + Litli drengurinn okkar, STYRKÁRSNORRASON, Mávahlíð 38, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Snorri Styrkársson, Dagrún Magnúsdóttir, Kristrún Ragnarsdóttir. + Nafna mín og frænka, VALGERÐUR KRISTINSDÓTTIR, áður Hverfisgötu 66, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 2. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda. Valgerður Jónsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og afa, SVANS ÁGÚSTSSONAR, matreiðslumeistara, Espigerði 2. Guð blessi ykkur öll. Stella Þorvaldsdóttir, Ágúst Svansson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Svandís Svansdóttir, Oddur Vilmundarson, Þorvaldur Svansson, Valgerður Tómasdóttir, Björg Ágústsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför systur okkar og mágkonu, KLÖRU KRISTIANSEN frá Seyðisfirði, Njálsgötu 34b. Gústaf Kristiansen, Selma Kristiansen, Jón Jóhannesson, Trúmann Kristiansen, Birna Frímannsdóttir, Steinunn G. Kristiansen. + Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU ÁSGEIRSDÓTTUR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Sórstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks St. Jósefsspítala fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS BERGSTEINS HENRYSSONAR, Otrateigi 20. Sigríður Erla Jónsdóttir, Jón Ingi Ragnarsson, Ingibjörg A. Torfadóttir, Arnheiður Ragnarsdóttir, Sigurþór H. Sigmarsson og barnabörn. Hálldóru Jakobsdóttur, á Marar- götu 7 í Reykjavík. Hún kallaði hann ávallt „einkabílstjórann" sinn og var hann ætíð reiðubúinn að greiða götu hennar. Eftir andlát ömmu, í janúar 1985, flutti Magnús til foreldra okkar í Eskihlíð 14 í Reykjavík. Þessi missir var þungt áfall fyrir Magnús, en hann lét ekki deigan síga. Það var reyndar hinn sterki lífskraftur og jákvæða viðhorf hans til lífsins sem.var svo einkennandi fyrir Magnús. Magnús vann hjá fyrirtækinu Nathan og Olsen sem bílstjóri alveg til áramótanna 1985/86, en þar hafði hann unnið til fjölda ára og hafði sterkar taugar til. Það fyrir- tæki reyndist honum vel í ellinni. Eldri Hafnfírðingar kannast vel við Magnús, en hann var fyrsti bílstjórinn sem ók fólki milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en það gerði hann samfleytt í 30 ár. Hafnfírðingar kannast sennilega best við hann undir nafninu Magnús á kassabflnum, eins og hann var oftast kallaður. Mörgum manninum ók Magnús þarna á milli og gekk aldrei stíft eftir að fá fargjaldið borgað. Ef hann gat rétt einhveijum hjálparhönd gerði Magnús það með ljúfu geði og án þess að ætlast til neins í staðinn. Magnús fylgdist alltaf vel með landsmálum hin síðari ár. Hann var það heppinn að halda góðri sjón alla tíð og þurfti aldrei að notast við gleraugu, t.a.m. er hann las dagblöðin, sem hann gerði á hverj- um degi. Magnúsi þótti ætíð gaman að vera innan um fólk jafnt unga sem aldna. Það var okkur systkinunum ómetanlegur tími þegar Magnús bjó hjá foreldrum okkar í Eskihlíðinni. Magnús hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna. Hann hafði frá mörgu að segja sem á daga hans hafði drifíð á langri ævi. Hann sagði skemmtilega frá og var stálminnug- ur á alla atburði. Það var yndislegt á síðkvöldum að setjast niður hjá Magnúsi í ró og næði og hlusta á hann segja frá löngu liðnum tíma sem var okkur svo fjarlægur í tíma og rúmi. Við vitum að allir sem kynntust Magnúsi Guðjónssyni eiga minn- ingu um mann, sem var heiðarlegur, hreinskilinn, duglegur og sannur mannvinur, sem lagði lítið upp úr veraldlegum metorðum og gæðum. Hins vegar átti hann nóg af andleg- um auð, sem hann var örlátur á. Við systkinin þökkum Magnúsi ánægjuleg kynni og ógleymanlegar stundir. Við munum ætíð muna hann. Loksins fær hann þráða hvíld og við vitum að vel verður tekið á móti honum hinum megin. Ég vil í drottni sofa sætt, samvisku striðið allt er bætt, dauðahaldi ég drottin þrif, dýrstur gef þú mér eilíft líf. Kveð ég í guði góðan lýð, gleðilegar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp og kærleiks verk. Lúinn anda ég legg nú af, lífínu ráði sá sem gaf, í sárum Jesú mig sætt innvef, sálu mína ég Guði gef. (Andlátssálmur Hallgríms Péturssonar.) Sigríður, Jón Baldur, Halldór og Haraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.