Morgunblaðið - 01.12.1987, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
73
Laufey Sigfinns-
dóttir - Minning
í dag, þriðjudaginn 1. desember,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni
í Hafnarfírði tengdamóðir mín,
Laufey Sigfínnsdóttir.
Mig langar til að senda henni
örfá kveðjuorð og þakka henni sam-
fylgdina í rúm 30 ár. Þar af
bjuggum við í sambýli í um 15 ár,
án þess að nokkum tíma bæri
skugga á okkar sambúð. Þó var
sambúðin í húsinu frekar eins og
eitt heimili en tvö, því mikið var
sameiginlegt. Við reyndum alltaf
að hjálpa hvor annarri og oft var
hlaupið niður á neðri hæðina ef góð
ráð þurfti frá þeirri sem eldri og
reyndari var.
Laufey var dagfarsprúð kona
sem ekki lét mikið yfír sér og aldr-
ei hallmælti nokkrum manni, hún
reyndi alltaf að bera í bætifláka
fyrir aðra, ef á einhvem var hallað
svo hún heyrði. Hún gerði ekki
víðreist um ævina. Þó fór hún aust-
ur til æskustöðvanna með dóttur
sinni og tengdasyni fyrir nokkmm
ámm og hafði mikið gaman af.
Besta skemmtun hennar var að
spila á spil og áttu þau hjón kunn-
ingja sem oft komu til þeirra á
kvöldin til að spila og var þá stund-
um spilað langt fram á nætur og
oft glatt á hjalla.
Laufey Sigfínnsdóttir var fædd á
Seyðisfírði 26. september 1913,
dóttir hjónanna Jóhönnu Gunn-
laugsdóttur og Sigfínns Jónssonar,
sem þar bjuggu í Bræðraborg á
Vestdalseyri. Hún flutti með for-
eldrum sínum til Hafnarfjarðar 13
ára að aldri og átti heima í Hafnar-
fírði alla sína tíð eftir það. Hún
vann þó um 'tíma á Landakoti og
dvaldi þá í Reykjavik. Laufey gift-
ist 11. maí 1935 Kristjáni Guð-
mundssyni og hófu þau búskap á
Linnetsstíg 10, en fluttu fljótlega á
Austurgötu 46, þar sem þau bjuggu
í tæp 20 ár. Þau eignuðust 6 böm,
fimm syni og eina dóttur, sem er
yngst. Einn son sinn, Gunnar,
misstu þau af slysförum árið 1968,
þá 31 árs að aldri og var þeim það
mikið áfall. Það voru ekki stór húsa-
kynnin á Austurgötu 46, eða
„Hólnum", eins og húsið var nefnt
í daglegu tali, en öllum mun þeim
hafa liðið vel þar og þar hafði Lauf-
ey móður sína hjá sér síðustu æviár
hennar.
Þegar ég kom í þessa fjölskyldu
höfðu þeir Kristján og Garðar, elsti
sonurinn, sem þá var unnusti minn,
hafíð byggingu á húsi í Grænukinn
7. Þau fluttu í það hús árið 1956
og þar áttum við eftir að búa í sam-
býli þangað til orðið var of þröngt
um okkur á efri hæðinni og bömin
fóm að stækka. Það var mikill sökn-
uður hjá bömum okkar eftir að við
fluttum, að geta ekki lengur farið
niður á neðri hæðina til ömmu og
afa. Mann sinn missti Laufey árið
1980, eftir það bjó hún ein í
Grænukinn 7, þar til hún fyrir tæpu
ári fór á hjúkrunarheimilið Sólvang.
Þá hafði hún átt við vanheilsu að
stríða undanfarið ár, meðal annars
fengið tvisvar mjög skæða lungna-
bólgu. Á Sólvangi leið henr.i vel og
hafði mjög góða umönnun og viljum
við aðstandendur þakka hjúkmnar-
fólkinu á Sólvangi fyrir hvað vel
var hugsað um hana.
Hafí tengdamóðir mín þökk fyrir
allt, Guð geymi hana í landi eilífs
ljóss og friðar. Bömum og öllum
ættingjum votta ég dýpstu samúð.
Ásta Jónsdóttir
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð til hennar ömmu. Allt í
einu var sem stór skuggi liði yfir
tilhlökkun mína til jólanna og að
koma heim og hitta vini og ætt-
ingja eftir árs vem í fjarlægu landi.
Hún amma, sem ég hafði haldið
aðfangadagskvöld með frá fæð-
ingu, var ekki lengur í þessum
heimi. Ég hafði aldrei hugsað svo
langt að hún amma gæti verið horf-
in næst þegar ég kæmi heim. Þó
vissi ég að hún hafði oft átt við
mikil veikindi að stríða og verið
mjög langt leidd, en alltaf hafði hún
unnið sigur á veikindunum og náð
sér aftur. Þó hafði hún verið orðin
mjög lasburða, sérstaklega þetta
síðsta ár, og var kannski sjálf farin
að þrá að komast yfír í eilífðar-
landið og hitta afa, soninn sem hún
hafði misst og aðra ástvini. Því
miður get ég ekki fylgt henni ömmu
minni í hennar síðustu ferð, en ég
sendi henni mínar hinstu kveðjur
og þakka henni fyrir allt. Öllum
ættingjunum votta ég dýpstu sam-
úð.
Jón Halldór
Leiðrétting
í minningargrein um Gerhard
H. Schawabe hér í blaðinu, á sunnu-
dag, brenglaðist frásögnin á einum
stað. Eftir að hann hafði starfað
við rannsóknir í háskólanum í Kön-
ingsberg, lagði hann land undir fót
og starfaði í tvo áratugi í háskólum
og öðrum vísindastofnunum í Chile,
Japan, Kína, Taiwan og á íslandi.
Þá féll niður í greininni heimilis-
fang ekkju hins látna; sem er
32, River Road,
Port Sorell Tas. 7307, Australien.
Leiðrétting
í LÍTILLI afakveðju til Óskars Sig-
urgeirssonar frá afa- og langafa-
bömum hér í blaðinu síðastl.
fimmtudag. Þar stendur: sumir
spurðu hvort amma yrði alltaf ein,
aðrir hvemig hún kæmist til Guðs.
Hér varð misritun. Hér átti að
standa: hvemig hann kæmist til
Guðs. Þetta leiðréttist hér með.
Blómastofa
Friöfinm
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opi^ öll kvöld
tll kl. 22,- éínnig um helgar.
Skreytingar vi6 öll tilefni.
/‘ Gjafavörur.
Ragnhildur Ófeigsdóttir, höfundur ijóðabókarinnar Andlit í bláum
vötnum, stendur í miðið og við hlið hennar Elísabet Cochran, hönnuð-
ur bókarinnar. Björg Einarsdóttir, formaður útgáfufélagsins
Bókrúnar, afhendir þeim fyrstu eintökin.
Andlit í bláum vötnum
Ljóðabók eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur
BÓKRÚN hefur sent frá sér
ljóðabókina Andlit i bláum vötn-
um eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur.
Ragnhildur er Reykvíkingur.
Hún lauk BA-prófí í félagsfræði í
Bandaríkjunum árið 1980. Andlit í
bláum vötnum er önnur bók henn-
ar. Árið 1971 kom út hjá Almenna
bókafélaginu ljóðabókin Hvísl og
ljóð eftir Ragnhildi hafa birst í blöð-
um og tímaritum og í nokkrum
ljóðasöfnum.
Andlit í bláum vötnum, sem höf-
undurinn tileinkar móður sinni,
Ragnhildi Ásgeirsdóttur, er 73 ljóð.
Hluti þeirra eru eins konar harm-
ljóð, sprottin af reynslu vegna
dauða hennar. í ljóðum sínum leitar
höfundurinn svara við því hvert sé
eðli guðdómsins og flest eru ljóðin
í bókinni með erótísku ívafí.
Elísabet Cochran hefur hannað
útlit bókarinnar, setning og umbrot
annast Leturval, en Grafík filmu-
vinnu og prentun og Félagsbók-
bandið sá um band. Andlit f bláum
vötnum er í litlu upplagi og hluti
þess tölusettur og áritaður af höf-
undi.
(FréttatUkynmng)
Lregsteinar
MARGAR GERÐIR
Mamorex/Gmít
Steinefnaverksmiöjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Ölafur L. Jóhanns-
son — Minningarorð
Fæddur 20. júní 1951
Dáinn 6. október 1987
Sonur minn, Ólafur Lárus Jó-
hannsson, oftast kallaður Óli, er
látinn.
Óli fæddist í Hafnarfírði 2. júní
1951, ýngstur bama okkar hjón-
anna Soffíu Bjömsdóttur og
Jóhanns Ólafssonar, málara. Hann
ólst upp í Hafnarfirði ásamt systk-
inum sínum, Elísabetu og Bimi, og
var hann, þótt hár yrði í lofti,
ávallt litli bróðir.
Átján ára gamall fluttist hann
til Danmerkur. Vann hann ýmis
störf, mest fékkst hann við að mála,
en auk þess ók hann vöruflutninga-
bifreiðum með vörur til útlanda.
Hér á Suður-Jótlandi var hann þeg-
ar kallið kom.
Hann var og vildi vera íslending-
ur og ríkisborgararétti sínum hélt
hann og var stoltur af sínum
íslenzka passa.
Sem drengur var Óli mjög dug-
legur að teikna og fékk mörg
verðlaun fyrir. Fullorðinn hélt hann
áfram að mála og hélt margar sýn-
ingar á myndum sínum og fékk
góða dóma.
Óli kvæntist danskri stúlku, Tove
Witte, og eignuðust þau 3 drengi,
Bjame 15 ára, Mikael 12 ára og
Erik 10 ára, sem nú sakna föður
síns. Hann var góður faðir og það
var mikið á þau lagt þegar Mikael
veiktist af blóðsjúkdómi sem hefur
kostað margar langar legur á
sjúkrahúsum, þá sýndi Óli minn
hvað í honum bjó, því marga nótt
og margan dag vakti hann yfír
drengnum sínum. Nú er Mikael
kominn yfír það versta og er í dag
frískur.
Síðasta ár var Óla mínum erfítt,
var hann á sjúkrahúsi svo mánuðum
skipti og sagði hann oft við mig,
bara ég væri kominn til pabba, en
pabba sinn missti hann 30. apríl
1981, og missti hann mikið við frá-
fall hans, en nú er elsku drengurinn
minn búinn að fá ósk sína uppfyllta.
Hann bað mig um að skila kveðju
til allra ættingja og vina á íslandi.
Ég bið svo góðan guð að vera
með drengjunum hans og móður
þeirra. Guð geymi drenginn minn.
Soffía V. Björnsdóttir,
Broager,
Danmörku.
Veiðiferðin
eftir Sven
Nordqvist
KOMIN ER út ný bók hjá Ið-
unni sem heitir Veiðiferðin og
er eftir sænska barnabókahöf-
undinn Sven Nordqvist. Þor-
steinn frá Hamri þýddi.
í fréttatilkynningu frá Iðunni
segir m.a.: „I bókinni segir frá
karlinum honum Pétri og kettinum
hans Brandi sem sjaldan láta sér
leiðast. Þó kemur sá dagur að
Pétur er verulega stúrinn. En
Brandur deyr ekki ráðalaus, hann
beitir ýmsum brögðum og brellum
til að lokka félaga sinn til leiks
og hver veit nema dagurinn fái
óvæntan endi.“
SVEFNOG
Bókum
svefn
SETBERG hefur gefið út bókina
Svefn og svefnleysi eftir Reidun
Ursin í þýðingu Arngríms
Thorlacius.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Bók þessi er fyrst og fremst ætluð
almenningi. Hún er skrifuð fyrir
fólk sem vill fræðast um eigin
líkamsstarfsemi og langar að vita
hvað það getur sjálft gert til að
öðlast góðan nætursvefn."
SHARP
MYNDBANDSTÆKI